Bloggfærslur mánaðarins, september 2018
21.9.2018 | 03:38
Fróðlegur Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við Loga í Sjónvarpi Símans í gærkvöldi
Ólafur ræddi "Icesave-málið í viðtalinu og hvernig [nánast] öll Evrópa ásamt Bandaríkjunum snerist gegn okkur vegna málsins. Rifjaði hann upp hvernig hann hefði nánast einn varið málstað Íslands í fjölmiðlum erlendis."
Hér má gera þá athugasemd, að Færeyingar veittu okkur vel þegna aðstoð með láni sínu, og einnig voru pólsk og rússnesk stjórnvöld fús til hjálpar, en ríkisstjórn Geirs Haarde heldur sein til að þiggja það.
Önnur athugasemd: Loftur Altice Þorsteinsson, verkfræðingur og varaformaður Þjóðarheiðurs, var geysiöflugur að verki við að skrifa í erlenda fjölmiðla um málstað Íslands í Icesave-málinu, auk þess að leita gagna víða í tryggingasjóðum, hjá seðlabönkum og stjórnvöldum og að hafa samráð við fróðustu viðskiptablaðamenn, hagfræðinga o.fl. sérfræðinga, en það var síðar en sú fyrsta björgunarviðleitni sem forsetinn okkar var strax farinn að vinna að á árinu 2008. Loftur var varaformaður Þjóðarheiðurs, samtaka gegn Icesave, frá stofnun, í febrúar 2010, og mun mikið af starfi hans erlendis að þessu máli hafa átt sér stað eftir þann tíma, en auðveldara væri um það að fullyrða, ef afar vandaður Moggabloggvefur hans (altice.blog.is) væri enn til staðar, en vinstrisinnaður forráðamaður Blog.is hjá Árvakri tók þá ótrúlegu ákvörðun að þurrka út gervallan bloggvef Lofts vegna óskylds máls og í raun algerlega að ósekju! --Loftur átti einnig fjölda greina í Morgunblaðinu um Icesave-málið sem og hér á þessu bloggsetri og á vefnum Samstaða þjóðar.
Áfram segir Ólafur Ragnar frá:
Hann sagðist einnig hafa farið á lokaða fundi með helstu seðlabankastjórum og fjármálaráðherrum heims á árlegri viðskiptaráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss þegar Icesave-málið var í hámarki. Sagði hann það hafa verið mikla prófraun að sitja á móti þeim á klappstólum í lokuðu herbergi og flytja málsstað Íslands.
Eftir einn slíkan fund hafi Dominique Strauss-Khan, þáverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, komið til hans og sagt að þetta væri allt rétt hjá honum. Það væri stórt vandamál í stjórn sjóðsins að Evrópuríkin væru á móti því að hjálpa Íslandi þótt starfsfólk sjóðsins vildi það." (Mbl.is, feitletr.jvj).
Það var ágætt að þetta kom fram. En þrátt fyrir andstöðu Evrópuríkjanna (sem lesa ber hér sem andstöðu ESB-ríkjanna fyrst og fremst, Noregs þó líka), þá skipti verulegu máli, að ráðamenn Kína tóku ekki sömu afstöðu, heldur beittu sér á sjálfstæðan hátt með Íslandi, eins og forsetinn segir hér í raun frá í fyrsta sinn með ýtarlegum hætti, og er vert að sú frásögn geymist hér á vef Þjóðarheiðurs:
"Kínverjar stóðu með Íslandi gegn ofsóknum Evrópuríkja
Ólafur sagði einnig frá því þegar hann skrifaði forseta Kína bréf og óskaði kurteislega eftir samræðu um einhvers konar aðstoð vikurnar eftir hrun. Bréfið var afhent sendiherra Kína á Bessastöðum á laugardagskvöldi. Að sögn Ólafs hófu hann og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í kjölfarið að skrifa bæði forsætisráðherra og forseta Kína bréf vikum saman, sem sendiherrann svaraði svo munnlega. Þetta hafi leitt til þess að gerður var gjaldeyrisskiptasamningur á milli seðlabanka íslands og seðlabanka Kína. Sagði hann ýmis Evrópuríki hafa litið upp í kjölfar heimsóknar seðlabankastjóra Kína til landsins og hugsað með sér að það væri eins gott að fara að sinna Íslendingum aftur.
Þá sagðist hann hafa fengið að heyra það frá seðlabankastjóranum í heimsókn sinni til Kína árið 2016, hvernig forseti Kína hefði gefið þau fyrirmæli að fulltrúi Kína í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skyldi ávallt styðja Ísland gegn ofsóknum Evrópuríkja.
Hvort sem mönnum líkar það betur eða eða verr í umræðunni um Kína, þá skal því haldið til haga að þegar Bandaríkin og öll ríki Evrópu voru á móti okkur þá voru Kínverjar tilbúnir, á mjög fágaðan hátt að senda þau skilaboð til umheimsins að Ísland skipti máli, án þess að hafa óskað eftir neinu í staðinn."
Fleira bitastætt er í þessu viðtali Loga við Ólaf Ragnar og verður bætt við hér síðar. En Ólafur Ragnar hefur einnig tekið þá góðu ákvörðun að láta dagbækur sínar og minnisbækur, sem hann hélt í sinni forsetatíð, renna til Þjóðskjalasafns Íslands, og hér er hann sjálfur höfðinginn:
Dagbækur Ólafs varpa ljósi á Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 04:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)