Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2018

"Ískalt mat" Bjarna Ben. á Icesave-samningi "laskaði Sjálfstæðisflokkinn varanlega, en þó ekki nægjanlega," segir Reykjavíkurbréf!

Þar kemur einnig fram að "ríkisstjórnin er óvænt að baksa við það á bak við tjöldin að undirbúa breyt­ingar á stjórnar­skrá til að tryggja að hægt verði að ganga í ESB með sem minnstum vandræðum. Þetta hljómar ótrúlega en er samt satt. Fyrir flokk sem hangir enn í að vera stærsti flokkur landsins birtist þetta sem einhvers konar þráhyggjuleg taka tvö á hlaupinu út undan sér í Icesave „eftir ískalt mat“ sem laskaði flokkinn varanlega, en þó ekki nægjanlega, að því er virðist." [Leturbr.jvj.]

Svo ritar sá, sem talinn er fyrirrennari Bjarna Ben. sem formaður Sjálf­stæðisflokksins.

En um það baks stjórnmálaleiðtoga á Alþingi "að undirbúa breytingar á stjórnarskrá til að tryggja að hægt verði að ganga í ESB," má lesa hér á Fullveldisvaktinni.

Þetta eru mun alvarlegri málefni heldur en þau, að örfáir einstak­lingar, innan við tíu manns á Alþingi (Píratar, Helga Vala, Rósa Björk og Andrés félagi hennar í VG) voru með uppsteit á Þingvöllum í dag, auk fáeinna úr hópi almennings.

En aftur að Icesave-málinu: Hefur heyrzt skeleggari gagnrýni innan Sjálf­stæðis­flokksins á Icesave-framgöngu núverandi flokksformanns heldur en þessi í Reykjavíkurbréfi nýliðins laugardags? Varanlegt fylgishrun flokksins í kosn­ing­um, miðað við það sem áður var, hefur mjög sennilega mikið með það að gera, að Bjarni veðjaði á rangan hest í Icesave-málinu og fylgdi ekki þjóðarviljanum og hvorki eigin flokksmönnum né jafnvel landsfundi!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Mótmæli lituðu hátíðarfundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband