Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016

Halla Tómasdóttir Icesave- og ESB-kona!

Halla Tómasdóttir, frum­kvöð­ull og fjár­festir, sem býður sig nú fram til emb­ætt­is for­seta Íslands, varði ekki sakleysi og hagsmuni þjóð­ar­innar í Ice­save-málinu. Hún tók þátt í því að lýsa "Ice­save-reikn­inga Lands­bankans í Bret­landi og aukið hlutafé Baugs í FL-Group [...] bestu viðskipti Íslendinga árið 2007" (!!!) – sjá nánar HÉR (einnig hér á Eyjunni).

Það kemur því ekki á óvart, að ekki mót­mælti hún nauð­ungar­samn­ingum ríkis­stjórnar Stein­gríms og Jóhönnu við Breta og Hollend­inga um að láta ríkis­sjóð borga hinar ólög­vörðu Icesave-skuldir Lands­bankans, því að Halla átti það sameiginlegt með þeim báðum að vilja umsókn Össurar Skarp­héðins­sonar & félaga um inntöku landsins í það stórveldabandalag, sem ítrekað reyndi að þvinga og þrýsta okkur til að gefast upp í Icesave-málinu, og sjálf var hún meðlimur harðlínu­hópsins með öfug­mæla­heitinu Já Ísland! eins og sést á vefsíðumynd úr félagatali þess!

Halla Tómasdóttir á því sízt neitt erindi í embætti forseta Ísands.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Halla Tómasdóttir býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri maður kvartar yfir Katrínu Jakobsdóttur sem forsetaframbjóðanda

Benedikt Sigurðarson ritar í Kvennablaðið:

• Þegar Icesave-samningur númer 1 (Svavarssamnningurinn) var gerður; – birtist Steingrímur J með samninginn og ætlaði að troða honum óséðum gegn um þingflokk VG og pressa stjórnarmeirihlutann til að reka hann í gegn um þingið (með hraði). Ekki varð nokkur maður var við að Katrín Jakobsdóttir legðist gegn þeim ósköpum – og gerði tilraun til að halda aftur af Steingrími; eða hvað?

• Ekki varð þess vart að Katrín Jakobsdóttir krefðist þess að þjóðin fengi tækifæri til að greiða atkvæði um Icesave nr.2 – eftir að Bretar og Hollendingar neituðu að fallast á fyrirvara Alþingis við Svavars-samninginn.

...

Er hún líkleg til að verða jákvæður og kjarkmikill forseti fólksins og farvegur fyrir beint lýðræði?

 

Athyglisverður vitnisburður þetta! Grein þessi er í Kvennablaðinu, mun lengri, og heitir Pólitísk arfleifð Katrínar Jakobsdóttur – ef einhver?

 

JVJ.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband