Bloggfærslur mánaðarins, september 2015
29.9.2015 | 20:45
Góð grein upplýsts blaðamanns um blekkingarviðleitni Icesave-sinna úr röðum Steingríms J.
Sigurður Már Jónsson ritar:
Pólitískur trúnaðarmaður Steingríms J. Sigfússonar skrifaði fyrir stuttu enn eina villugreinina undir fyrirsögninni: Icesave: Við borgum og semjum og borgum Látalætin eru alger eins og vanalega úr þeim ranni ... (Feitletrun jvj.)
Sigurður Már gaf út heila bók um Icesave-málið. Lesið áfram um þessa nýjustu blekkingarstarfsemi gamalla Icesave-dráttarklára í þeirri grein viðskiptablaðamannsins Sigurðar Más, sem vitnað var til hér á undan (smellið!):
Icesave - rugl í umræðunni allt til loka
Jón Valur Jensson.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2015 | 20:52
Hreint borð hjá TIF og alger þjóðarsigur í Icesave-máli
Þessu fögnum við í dag. Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta hefur gert upp við Breta og Hollendinga og þeir fallið frá öllum kröfum í Icesave-málinu. Það, sem við héldum fram í Þjóðarheiðri frá upphafi, hefur nú komið á daginn með þessu uppgjöri málsins og greiðslu 20 milljarða króna, svo að enginn fær lengur um það efazt: að ríkissjóður hafði ENGA greiðsluskyldu vegna Icesave-reikninga einkabankans Landsbankans, einungis til þess settur tryggingasjóður, TIF, eftir því sem í hann hafði safnazt. Og það, sem safnazt hefur í hann síðan 2008, fer ekki til að greiða þetta til Bretlands og Hollands, einungis það sem komið var í hann fyrir bankakreppuna.
Síðasta áfanga þessa eftirminnilega sigurs Lýðveldisins Íslands er náð. Orðstír og heiður lands og þjóðar er auglýstur sem óvefengjanlegur í þessu máli, þar sem við mættum harðri andstöðu, ekki aðeins ríkjanna tveggja, heldur einnig Evrópusambandsins, sem stóð algerlega og margítrekað með ýmsum hætti með brezku og hollenzku kröfunum í málinu. Ennfremur mættum við andstöðu handbenda ESB í Samfylkingunni, sem síðan togaði í Tvíbjörn (Steingrím J.), sem því næst togaði í alla sína Þríbirni sem höfðu ekki hugrekki eða siðferðisþrek til að standa gegn ofríkinu.
Ekki nóg með það, heldur brást stjórnmálastéttin nær öll á síðasta stigi baráttunnar, með því að 75% þingmanna kusu með Buchheit-samningnum, sem þjóðin þó hafnaði svo farsællega í seinni þjóðaratkvæðagreiðslunni, þrátt fyrir alla álitsgjafana sem Rúvarar og 365-arar tefldu fram, úr háskólunum og úr atvinnulífinu (m.a.s. forseta ASÍ). Hneisa þeirra hverfur ekki í bráð.
Þeim mun meiri þakkarskuld eigum við að gjalda mönnum eins og herra Ólafi Ragnari Grímssyni (öllum öðrum fremur) og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og þeim Framsóknarmönnum öllum, sem greiddu atkvæði gegn Buchheit-samningnum, en án þeirrar framgöngu þeirra hefði forseti landsins naumast getað vogað sér að hafna því að staðfesta lagafrumvarpið, gegn allsherjarsamþykkt þingsins.
Við þökkum líka InDefence-hópnum og Samstöðu þjóðar gegn Icesave sem hvor um sig stóðu að undirskriftasöfnunum þeim, sem liðsinntu forsetanum svo vel til réttrar ákvörðunar.
Síðast, en ekki sízt vil ég þakka félögum mínum í Þjóðarheiðri, samtökum gegn Icesave, fyrir þeirra þátt í þeirri vitundarvakningu og aleflingu fjöldans, sem varð í fyllingu tímans eins og kraftmikið fljót sem ryður úr vegi öllum hindrunum.
Og við þökkum nú fyrir þennan heilladag í baráttusögu þjóðar!
Jón Valur Jensson.
Fullnaðarsigur í Icesave-málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)