Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2015

Vildu Bjarni Benediktsson og Árni Páll Buchheit-samninginn? Já, það vildu þeir!

Þeir kusu hann báðir! Ekki aðeins tókst þeim næstum að koma í veg fyrir sýknudóminn 28. jan. 2013, heldur vilja þeir nú afnema 26. gr. stjórnarskrárinnar, en í krafti hennar felldi þjóðin lög sem 70% þingmanna höfðu staðið að!

Hefði forseti Íslands ekki skotið málinu undir dóm þjóðarinnar, á grunni málskotsákvæðis 26. greinarinnar, hefði EFTA-dómstóllinn aldrei fengið Icesave-málið til úrskurðar og aldrei fríað okkur af um 65 milljarða króna vaxtagreiðslum í erlendum gjaldeyri ... og það sem meira er: aldrei hreinsað okkur af smáninni sem hins meinta "seka aðila" í Icesave-málinu!

Árni Páll Árnason og Bjarni Benediktsson ættu að hafa vit á því að hrófla ekkert við málskotsákvæði 26. greinar stjórnarskrárinnar. Sú grein hefur svo sannarlega sýnt sitt gildi og borgað sig!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Þátttaka skipti máli í þjóðaratkvæðagreiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband