Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
23.10.2011 | 17:40
Úr öskunni í eldinn: ESB vill RÍKISTRYGGINGU á bankainnistæðum hér og nær FIMMFALDA á við tryggingu TIF áður!
Þetta kom fram í máli Lilju Mósesdóttur alþm. í ESB-þætti í Útvarpi Sögu í liðinni viku, þætti sem nú er endurtekinn. 100.000 á innistæðutryggingin að verða í stað 20.887 áður og nú á RÍKISSJÓÐI sjálfum! Þetta reyna þingmenn í viðskiptanefnd Alþingis að hindra að verði hér að veruleika með upptöku hinnar nýju ESB-tilskipunar um þetta mál. Vilja þeir fá undanþágu frá þeirri reglugerð, rétt eins og Norðmenn vilja líka, en í aðra átt. En stefna ESB er stórhættuleg.
100.000 evrur eru = 15.977.000 ísl. krónur! Upp að þeirri fjárhæð, sextán milljónum, vilja Brusselmenn, að íslenzka ríkið og allur almenningur verði ábyrgur fyrir bankainnistæðum fólks. En hvaða alþýðufólk á yfir fimm milljónir í banka?
Og hvers vegna ættu hin breiðu bök skattborgara að taka á sig drápsklyfjar til að tryggja oft illa fenginn, samanrakaðan auð hinna vellríku?
Þarna er um nær fimmfalda aukningu tryggingarinnar að ræða, hún öll sett á RÍKIÐ, þ.e. okkur, og sjá menn hér, að þarna er jafnvel úr öskunni farið í eldinn, miðað við það sem upp á borðinu var, þegar rætt var um hina alls ólögmætu leið, að ríkið skyldi ábyrgjast Icesave-reikninga Landsbankans.
Jón Valur Jensson.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.10.2011 | 13:15
Icesave hluti ESB-viðræðna!
"Nú hefur Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefnar Alþingis, upplýst að þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða séu tengsl á milli Icesave og ESB. Icesave verði því hluti af viðræðunum við ESB." Svo er ritað í leiðara Mbl. í dag: Icesave hluti ESB-viðræðna. Menn eru hvattir til að lesa þann leiðara!
Full ástæða er til að taka undir þessi orð þar:
- Afstaða Íslendinga gæti ekki verið skýrari í Icesave-málinu. Þeir hafa tvívegis fellt það í þjóðaratkvæðagreiðslu að taka á sig skuldir einkabanka, þrátt fyrir hvatningu Árna Þórs og annarra forystumanna VG um hið gagnstæða.
- Augljóst er þess vegna að ekki er um neitt að semja í málinu af Íslands hálfu en samt er samningaviðræðunum svokölluðu haldið áfram.
JVJ.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)