Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

InDefence-menn ræða Icesave-málið í Útvarpi Sögu

Icesave er til umræðu NÚNA, kl. 1–2 e.m., í endurteknum þætti á Útvarpi Sögu frá liðnum degi. Eiríkur S. Svavarsson og Jóhannes Þ. Skúlason úr InDefence-hópnum sitja þar fyrir svörum í þætti Markúsar Þórhallssonar. HLUSTIÐ á þáttinn!

Þeir nefna í byrjun, að það er ekkert á dagskrá að gefast upp í þessu máli. – Hve satt!

Eiríkur: Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 6. marz var nánast á borð við það, hve margir greiddu lýðveldisstofnun atkvæði sitt 1944. Og niðurstaðan snerist ekki bara um það að hafna háum vöxtum.

Þá kom hann einnig að þessu: Lögbundin greiðsluskylda er í raun ekki fyrir hendi. Í 2. lagi segir hann líka liggja fyrir, að ábyrgðin á þessu máli eigi að skiptast milli samningsaðila. (Hér er hann að lýsa afstöu InDefence, ekki Þjóðarheiðurs.)

Minnzt er á aðkomu og ummæli forseta Íslands í þættinum. – Jóhannes: Forsetinn minnti á sínum tíma á skilmála Alþingis í fyrri samþykt þingsins um málið; meðal þeirra séu Brussel-viðmiðin, sem InDefence-hópuinn leggi líka áherzlu á.

Eiríkur: Það var tigangur InDefence með fréttatilkynningu á föstudaginn var, að þeir vilja sjá þessar nýju tillögur og taka svo afstöðu til þeirra – fá þetta upp á borðið, svo að við getum metið tillögurnar, kosti þeirra og galla, það er fyrst og fremst það sem við erum að biðja um núna, sagði hann.

Um tíma, áður en komið var að núverandi samningaviðleitni, var talað um að kostnaðurinn gæti orðið 170 milljarðar auk vaxta (segir annar þeirra). Jón Daníelsson komst að því, að það gætu þó verið um og yfir 500 milljarðar sem fallið gætu til, sagði hann.

Og áfram skal haldið að greina frá málflutningi tvímenninganna í þættinum:

Hér hefur verið mikill áróður fyrir því, að ekkert gæti gengið hér í lánamálum fyrirtækja, ef ekki yrði samið; enginn myndi vilja tala við okkur, fullyrt var, að við yrðum"Kúba norðursins" o.s.frv. Þvert gegn þessu bendir Nannar InDefence-maðurinn á, að skuldatryggingarálag Íslands hefur farið hríðlækkandi, það er t.d. miklu lægra en Írlands núna. Eins hefur Landsvirkjun lýst því yfir, að hún sé búin að endurfjármagna öll sín lán.

3. dæmi er Marel, sem er eitt af okkar mikilvægustu útflutningsfyrirtækjum, og þeir voru að ljúka sínum lántökum. Dæmið um fjármögnun þess sýnir, hver varasamur þessi málflutningur er, sem að var vikið. Þetta er stórfyrirtæki og alveg príma dæmi um þetta. Það er slegizt um að lána þeim! Það eru 6 bankar sem lána þeim, og það eru hollenzkir bankar. Ef það eru einhverjir, sem ættu að vera tregir til þess vegna Icesave, þá eru það Hollendingar! En þeir bjóða m.a.s. svo lága vexti sem 3,2%, sem er mun betra en íslenzka ríkið fær – það er t.d. að fjármagna sig núna með 5,6% vöxtum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum!

Jóhannes: Ég held því fram, að þetta (Icesave) hafi ekki valdið okkur vandræðum. Þó að Orkuveita Reykjavíkur hafi verið í vandræðum með sín mál, er það fyrst og fremst vegna þess að það fyritæki er sjálft í djúpum skít, forsvarsmenn þess hafa talað um það á þann veg, og það eykur ekki tiltrú lánveitenda.

Hve stórt er Icesave-málið fyrir Breta Hollendinga? spyr Markús.

Eiríkur: Ekki mjög stórt mál, þótt það hafi verið það fyrir þá einstaklinga sem áttu þarna inneignir. En Financial Times benti á, að þetta væri í raun mjög litill hluti af þjóðarframleiðslu Breta, sem þarna var verið að krefja Íslendinga um með mjög vafasömum aðferðum. Ég hef, sagði Eiríkur, sjaldan séð stjórnvöld skömmuð svona harkalega í skrifum þess virðulega blaðs.

740 milljarðar punda er heildarpakki brezka ríkisins gagnvart bönkum sínum, en hér er (eða var) um 2,3 milljarða punda að ræða vegna Icesave. En þeir beittu hér hryðjuverkalögum gagnvart okkur! Upphaf InDefence-hópsins var einmitt að rekja til beitingar þessara hryðjuverkalaga í okt. 2008. Menn eru nú að tala um að fara í mál við Breta vegna þessa.

Minntu á Aftenposten-viðtal við brezkan ráðherra sem baðst afsökunar á hryðjuverkalögunum.

Ísland og Seðlabankinn voru sett á lista brezka stjórnarráðsins yfir hryðjuverkaríki, ásamt Norður-Kóreu!

InDefence-menn ræddu við brezka stjórnsýslumenn um málið snemma í þessu ferli, en þeir voru harðir og sögðu: "Fyrst semjum við um Icesave. Svo afléttum við hryðjuverkalögunum." Þeir brugðust ekki vel við, þegar InDefence-menn sögðu, að þetta væri eins og fjárkúgun. Þeir voru ekki vanir svona ódiplómatísku orðalagi! – En samninganefnd okkar vann undir þessari hótun og gerði [Svavars-]samninginn. En það átti aldrei að reyna að semja við þá fyrr en eftir að þeir myndu aflétta hryðjuverkalögunum, sagði annar hvor InDefence-maðurinn í ÚS-þættinum.

Menn eru að tala um, að þessar fjárhæðir séu komnar langt niður. Engu að síður eru þetta 60 milljarðar. Það eru 740.000 kr. á hverja 4 manna fjölskyldu, og það væru peningar sem væru að falla á einstaklinga vegna einkafyrirtækis sem féll. 

Bara þessar vikurnar eru menn að deila um að ná 30 milljarða viðbótargreiðslum vegna fjárlaga.

Icesave-vextirnir skv. Icesave-2-lögunum voru 40 milljarðar á hverju ári. Veltu því fyrir þér (sagði Jóhannes við Markús – heyrðist mér! JVJ.) hvað hefði gerzt, ef við hefðum samið um þessa 5,55% vexti, þ.e. 40 milljarða á ári ofan á allt annað hjá okkur nú. Okkur tekst ekki einu sinni að ná niður 30 milljörðum á ári nú þegar.

60 milljarða tala menn um nú, en verða að hyggja betur að, sagði sami viðmælandi. Það verður að koma fram, hvernig til standi að þessar greiðslur verði. Þær geta t.d. auðveldlega breytzt í 100 milljarða, ef gjaldeyrishöftin verða afnumin.

Endursögn þáttarins lokið, og skal viðurkennt, að þetta er ágripskennt; undirritaður er ekki hraðritari á tölvuna!

Jón Valur Jensson. 


Icesave hefur engin áhrif á lántökumál fyrirtækja – samt liggur ekkert fyrir enn um samninga um þessa gerviskuld

sigmundur-david-gunnlaugsson-frett  Komið er í ljós í nýrri frétt, að þótt Icesave- misvísaða -rukkunin hafi ekki verið greidd né um hana samið, er það engin fyrirstaða fyrir góðum lánasamningum fyrirtækja. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom einmitt inn á þetta í ágætu innleggi sínu í Vikulokunum nú fyrir hádegið.

Marel var að fá stórt lán, einkum frá hollenzkum bönkum (ING Bank, Rabobank og ABN Amro) til endurfjármögnunar á skuldum sínum, alls upp á 350 milljónir evra, um 54 milljarða króna, og er fjármagnskostnaður af þessu nýja láni aðeins 3,2%. Við samninga um lánið kom það ekkert til umræðu, að Icesave þvældist þar eitthvað fyrir né ylli Marel þyngra skuldatryggingarálagi en eðlilegt væri. Hrakspár um þetta reyndust því út í hött eins aðrar slíkar eða eilífur hræðsluáróður stjórnvalda í tengslum við Icesave.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var með athyglisverðar áherzlur um Icesave-málið í þættinum Vikulokunum rétt í þessu. Hann gat þess m.a., að þau samningskjör, sem um var rætt nýlega,* hafi í raun ekki verið í neinum samningsdrögum, "heldur það sem fjármálaráðherra taldi sig geta náð í svona samningum."

Vegna ummæla þáttarstjórnanda (Hallgr. Thorsteinsson) sagði Sigmundur, að hann yrði að viðurkenna, að forsetinn hafi staðið sig ákaflega vel að mæla fyrir málstað Íslands.

Þá kom hann inn á það, sem sagt er frá hér í fréttinni (nánar á tengli hér neðar), og nefndi, að menn hafi verið að segja, að það sé ekki hægt að fjármagna sig, þ.e. að stór, íslenzk fyrirtæki hafi ekki getað það vegna þess að Icesave-málið væri óleyst, en það væri "auðvitað bara vitleysa," eins og nú hefði sannazt, og Landsvirkjun, sem fekk stórt lán hjá þýzkum banka, og annað fyrirtæki, sem Sigmundur nefndi, auk Marles, sýndu þetta glöggt.

Þá gat Sigmundur fullyrðinga um, að ef Icesave-málið verði ekki samþykkt, muni gjaldmiðillinn falla, "en hvað hefur gerzt? – eftir að forsetinn synjaði, hefur krónan styrkzt!" (nokkurn veginn orðrétt eftir haft).

"Svo átti skuldatryggingarálagið að fara upp úr öllu valdi," ef um Icesave yrði ekki samið, en það hefði líka reynzt vitleysa!

Aðspurður hvort stjórnarandstaðan teldi þetta ásættanlegt, sem nú sé verið að ræða, sagði Sigmundur Davíð, að þeir viti í raun ekkert um það. "Ég hef ekki séð eina einustu tölu á blaði," mælti hann að lokum.

Það er ástæða til að þakka Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrir varðstöðu hans og skýra rödd í þessu máli.

* Sbr. næstsíðustu grein á þessum vef og greinina þar á undan.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Icesave kom ekki til tals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FORSETINN: KJÓSENDUR SKULU HAFA LOKAORÐIÐ UM ICESAVE.

Icelandic President Olafur Ragnar Grimsson announces on January 5, 2010 in ReykjavÌk in a speech televised to the nation that he would not sign a controversial bill to compensate the British and Dutch governments over the failure of Icesave bank, instead
Forseti Íslands.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, stendur enn með þegnum landsins í ICESAVE-málinu ógeðfellda.  Hann sagði í viðtali við fréttamanninn Mark Barton, í fréttastofu Bloomberg í dag, að kjósendur ættu að hafa loka-orðið um hvort þeir borguðu kröfur Breta og Hollendinga vegna innlána í ICESAVE: Iceland's Grimsson Says People Should Have Final Say on Icesave  Forsetinn sagði líka að hver samningur sem væri gerður gegn vilja íslensku þjóðarinnar, væri ekki lífvænlegur eða líklegur til að standa. 

Hann sagði orðrétt í viðtalinu
: “If the people of Iceland are being asked to pay for the failure of a private bank, they should also have a say in the final outcome.” Og:  “So I don’t think any deal that is not in harmony with the Icelandic people is viable.”  Forsetinn sagði að ef ætlast væri til að íslenskur almenningur borgi fyrir fall einkabanka, ætti almenningur líka að hafa orðið um loka-niðurstöðuna.  Í fréttinni segir að orð forsetans gefi í skyn að forsetinn væri viljugur að synja ICESAVE samkomulaginu, sem ríkisstjórnin segir að sé væntanlegt fljótlega.  

Elle Ericsson.



Hætt við svikum í Icesave-máli og erkiklúðri ef Steingrímur sendir ekki Eftirlitsstofnun EFTA rökstudda höfnun!

Góðu fréttirnar frá deginum áður kunna að reynast tálbeita. Þegar eftir er gengið, fæst ekki einu sinni vitað hvort meintar nýjar samningshugmyndir séu síðasti samningur breyttur eða glæný drög. Agnes Bragadóttir var með glögga greiningu á málunum i Mbl., en stjórnarandstöðunni sem slíkri hefur EKKI verið haldið upplýstri, ekki einu sinni þeim þingnefndum, sem fjallað hafa um þetta Icesavemál – sem kemur, nota bene, ríkinu og skattborgurum ekkert við, einungis Tryggingasjóðnum (það sem hann megnar) og Landsbankanum gamla.

Bjarni ungi Benediktsson virðist vita flest um málið, sem vitað verður, og hefur fengið vitneskju sína frá Vilhjálmi Egilssyni Valhallarmanni og e.t.v. öðrum "hagsmunaaðilum", eins og kallað var á liðnum degi, en hvers vegna er talað við gamla Icesave-málsvara, en ekki við þjóðina? Á hún ekki mestu hagsmuna að gæta? – Bjarni vill reyndar ekkert með samkomulagshugmyndirnar hafa, virðist manni. En Sigmundur Davíð fær hins vegar ekkert að vita!

Það er sjaldan verið að fela hlutina nema af því að menn hafa eitthvað að fela! 

Tal Jóns Sigurðssonar í Össuri frá morgni til kvölds var blöskranlegt, en Icesave-predikurum er gert hátt undir höfði í Samfylkingar- og ESB-sinnuðum Spegli Rúvsins. Þeir eru aftur vaknaðir til lífsins, verkalýðsforingjar og fulltrúar atvinnurekenda, sem fylktu liði í fyrrasumar með skammarlegum áskorunum um að samþykkja bæri Icesave-svikasamninga Svavars sem fyrst. Jón þessi heldur því jafnvel fram, að samþykkja hefði átt samningana strax í fyrra! Undarlegt er, að þetta skuli gerast á sama tíma og talað er um, að nú séu upphæðirnar komnar niður í 60 milljarða og vextirnir í 3% (og eru samt enn ólöglegir – og þar að auki ólögvarðir eins og höfuðstóllinn).

Var þetta kannski allt tálbeita, sem ekkert er að marka? Af hverju heyrist ekki um hrifningu þessara manna yfir því, að í alvöru sé um einhver skömminni skárri kjör að ræða en í fyrra? Er það kannski af því, að þetta er allt saman tómur sýndarleikur?

Það er eins gott að hér sé ekki um brezkt-hollenzkt samsæri að ræða til að narra auðtrúa Steingrím til að trúa þeim og til að stela af okkur þeim tíma sem þarf til að gera svar Íslands til EFTA bæði mögulegt og nógu vandað til að hægt sé að hafa stoð af því sem réttarvörn. En lagaleg vörn okkar Íslendinga er það sem hvítflibbakarlarnir frá Whitehall óttast mest og það sem Bretavinnumenn okkar eru hugdeigastir að reyna.

Það Á AÐ SVARA vitleysunni frá EFTA, Steingrímur! – ekki glata því tækifæri !

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Sósíalistar og stórkapítalistar ná saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt Icesave-samkomulag um greiðslu þess, sem ekki ber að greiða?

Stöð 2 sagði frá því kl. 18.30 að samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands hafi komið sér saman um grundvallaratriði nýs samkomulags um Icesave-málið. Þar er talað um 40–60 milljarða kr. höfuðstól og 3% vexti. Hér kunna samningaviðræður, sem voru teknar upp aftur í júlí, að vera að nálgast sín endalok.

Allt er þetta enn byggt á ótilgreindum heimildum fréttastofu Stöðvar 2.

Afstaða okkar í Þjóðarheiðri – samtökum gegn Icesave hefur frá upphafi verið ljós: hún er sú sama og meirihluta þjóðarinnar: að við eigum ekkert að borga af einkaskuld einkafyrirtækisnins Landsbankans.

Hér er hins vegar ólíkt skárra útlit fyrir stafni en þegar Icesave-ólögin voru samþykkt með naumum meirihluta þingmanna á Alþingi 30. desember sl. Menn – já, stjórnarþingmenn líka! – geta prísað sig sæla, að ekki er lengur samið á þeim smánar- og manndrápsklyfja-kjörum. Strax eru umtalaðir vextir nú t.d. næstum helmingi lægri en þeir 5,55% ólöglegu vextir (sbr. líka hér!), sem samið var um í vetur – þeir sem vitaskuld voru svo felldir "með öllu heila gillinu" 6. marz sl., sbr. HÉR um hinar áhugaverðu niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar, flokkaðar eftir landshlutum.

Þessi barátta hefur því líka verið mörkuð sigurvinningum, fyrst og fremst staðfastrar þjóðarinnar, en einnig forseta Íslands og samtaka fjölda fólks og stöðugum þrýstingi, m.a. af hálfu systur- eða öllu heldur bræðrasamtaka okkar, InDefence-hópsins (því að allir munu þeir vera karlmenn, þeir ágætu baráttumenn; og við þökkum samráð við þá).

En áfram skal barizt til sigurs. Framkvæmdastjórn ESB hafði þegar viðurkennt það (reyndar með semingi og ekki fyrr en í sumar), að einstök ríki á ESB- og EES-svæðinu beri ekki ábyrgð á tryggingasjóðum sínum. Tvenns konar fullyrðingar sömu framkvæmdastjórnar, um að undantekning yrði að vera þar á varðandi Íslendinga eina þjóða, voru hvorar tveggja byggðar á rökleysu, eins og við höfum fjallað ýtarlega um hér í greinum í sumar, m.a. með hliðsjón og stuðningi af erlendum og innlendum sérfræðingum. Þess vegna er alls engin réttmæt né lögvarin skuldakrafa hvílandi á íslenzku þjóðinni vegna þessara kröfumála!

Í frétt Stöðvar 2 kom fram eitt atriði, sem er ekki í frétt Mbl.is, þ.e. að lengt verði í vaxtalausu tímabili á samningstímanum, það verði 9 mánuðir.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Vextir 3% í Icesave-samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MÁR GUÐMUNDSSON, HALDIÐ ÞIÐ Í ALVÖRU AÐ VIÐ LÁTUM KÚGA OKKUR??

Ég var orðlaus í gær yfir frétt í mbl.is og kannski voru aðrir það líka.  Í það minnsta náði enginn nema einn maður að blogga við fréttina, sem hófst með þessum orðum: Enn er mikil óvissa um vaxtakostnað ríkissjóðs í tengslum við Icesave-skuldbindingarnar, samkvæmt Peningamálum Seðlabanka Íslands.  Enn óvissa um vaxtakostnað vegna Icesave  Já, þarna stendur VAXTAKOSTNAÐ RÍKISSJÓÐS Í TENGSLUM VIÐ ICESAVE-SKULDBINDINGARNAR.  Nú vitum við vel að ICESAVE er ekki okkar skuldbinding, heldur skuldbinding gamla Landsbankans og TIF.  Við vitum líka vel að engin ríkisábyrgð er á skuldbindingu Landsbankans og TIF.  Hvaðan kemur þá þessi frétt í mbl.is?

Næst segir: - - samkvæmt Peningamálum Seðlabanka Íslands.  Já, þarna kemur það: SAMKVÆMT PENINGAMÁLUM SEÐLABANKA ÍSLANDS.  Már Guðmundsson, hvaða vextir og af hvaða skuldbindingum?  Næst vísar fréttin í orð Össurar Skarphéðinssonar frá í fyrradag um að samkomulag um ICESAVE muni liggja fyrir fyrir lok ársins: Samningaviðræðum íslenskra stjórnvalda við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi um lausn Icesave-deilunnar lýkur væntanlega fyrir lok árs, segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra í samtali við Reuters.
Lausn Icesave fyrir lok árs 

Ja-há, núna í nóvember eða í desember ætla ríkisstjórnarflokkarnir að pína yfir okkur landsmenn
ólöglegri rukkun Breta, Hollendinga og Evrópusambandsins.  Gegn lögum og þvert gegn okkar vilja.  Með hjálp Seðlabankans væntanlega.   Seðlabankastjóri ætti að útskýra málið fyrir okkur opinberlega.  Ekki þýðir neitt að spyrja Össur.  Núverandi stjórn hefur komið litlu gagnlegu í verk og hefur þó tekist að eyða gríðarlegum dýrmætum tíma í að koma yfir okkur þessari ólöglegu rukkun bresku og hollensku ríkisstjórnannaHalda þeir í alvöru að við látum bara kúga okkur??  Og sættum okkur bara við að vera ólöglega sköttuð fyrir ríkiskassa 2ja erlendra velda eins og hver önnur nýlenda?? 

Loks vil ég vísa í 4 pistla:

Axel Jóhann: Ein mynd kúgunar

GUÐMUNDUR JÓNAS: Svíkur stjórnarandstaðan í Icesave?

Ómar Geirsson: Svo sorglega satt er allt sem Þór segir.

Styrmir Gunnarsson: Hjálpuðu þeir okkur? -Nei. Þeir töluðu niður til okkar

 

EE.


mbl.is Enn óvissa um vaxtakostnað vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband