Minnisstæð ummæli Icesave-áhangenda (meðal þeirra voru Dagur B. og Guðni Th.; þessu þarf að halda til haga!)

Kúbu-Gylfi Magnússon viðskiptaráðhr. sagðist ekki geta hugsað þá hugsun til enda, færi svo að Icesave-samningurinn yrði felldur.

Þá væri bara ein­fald­lega allt í uppnámi, öll samskipti okkar við erlend ríki, áætlun Alþjóða­gjald­eyris­sjóðsins, lánasamningarnir frá Norðurlöndum og raunar líka bara hversdags­legir hlutir eins og alþjóðleg bankaviðskipti ...Við værum bara eiginlega búin að einangra okkur frá umheiminum, komin aftur á ein­hvers konar Kúbu-stig, við yrðum svona Kúba norðursins (!!!). (Viðtal við hann á Stöð 2, 26. júní 2009.) *)

https://youtu.be/au_Xtkvaa1Y

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, var í viðtali hjá Stöð 2 um Icesave-samninginn. Hann sagði að ef Icesave yrði ekki samþykkt mundi "krónan hrynja og fara niður fyrir allt sem við höfum þekkt, og lífskjör hér hrynja gjörsamlega, atvinnuleysi eykst, þannig að við erum með alveg hrikalega sviðsmynd..." Og Þórólfur gekk enn lengra, sagði í Fréttablaðinu 26. júní 2009: "Samþykki Alþingi ekki ríkisábyrgð á Icesave-lánið gæti skapast stríðsástand í efnahagslífinu hérlendis, Ísland fengi hvergi fyrirgreiðslu, fyrirtæki færu unnvörpum í þrot og við yrðum sett á sama stall í samfélagi þjóðanna og Kúba og Norður-Kórea"!!

Kallast þetta kannski að gera sig að fífli frammi fyrir alþjóð?

Fleiri áberandi menn gerðust heldur betur spakvitrir um þetta mál á árunum 2008-12, þar á meðal Jón Gnarr, Dagur B. Eggertsson og  Guðni Th. Jóhannesson. Við fáum að sjá þeirra ummæli hér í næstu grein, væntanlega um helgina.

*) "No, I don´t think the referendum is helpful," sagði Gylfi líka í viðtali 23. marz 2012 við Bloomberg og var þar að tala um þjóð­ar­atkvæða­greiðsl­una! Nei, nei, ekki hjálpleg til að losna við ólögvarðar kröfur Gordons Brown og félaga!! En báðar þjóð­ar­atkvæða­greiðsl­urnar vörðuðu einmitt leiðina að EFTA-dómstóls-úrskurðinum, þar sem Ísland var sýknað af öllum kröfum brezkra og hollenzkra stjórnvalda! Og svo sannarlega fórum við ekki niður á stig Kúbu eða Norður-Kóreu vegna þess! -- og heldur ekki niður á stig Búrma (Myanmar), Guðni forseti!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hefði þýtt að Icesave-málið hefði tapast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband