Það þarf glöggskyggni, skilning og nennu til að kynna sér að gagni ákvæði viðamikilla alþjóða­samninga, í stað þess að meðtaka þá í von og óvon í trausti á flokksforingja og suma lögfræðinga!

Vafalítið hefði Loftur heitinn Altice Þor­steinsson, verkfræðingur og vara­formað­ur Þjóðarheiðurs, samtaka gegn Icesave, auðveldlega getað lesið og túlkað Orkupakka-3 rétt, þ.e. um skuld­bindingu pakkans um að leyfa hér sæstreng og hleypa þannig lausum verðhækkunum og verðbólgu,  ofur­fjárfest­ingum í virkjunum stórum og smáum og heilu skógunum af vindorkugörðum eins og þeim sem Ásmundur Einar Daðason áformar (og erlendir fjárfestar hans), sem og að stuðla að hruni ýmissa innlendra atvinnu­greina og íþyngja öllum raforku­kaupendum hér.

Já, þetta hefði Loftur auðveldlega getað skilið og séð fyrir, alveg eins og hann skildi rétt þá orðanna hljóðan í tilskipun Evrópu­sambands­ins, 94/19/EC, sem fríaði okkur (þrátt fyrir andstæðan vilja ráðandi Brussel-bossa!) við sekt og ábyrgð á Icesave-málinu.

Loftur hikaði ekki við að standa með Íslandi, þótt jafnvel flestir þingmenn Sjálfstæðisflokksins brygðust í málinu (og 75% allra alþingismanna, þegar greidd voru atkvæði um Buchheit-samn­inginn). Loftur, sællar minningar, hafði alla vitsmunalega skerpu til að sjá fyrir sigur okkar fyrir rétti, gersamlega ólíkt þeim sem tregðast til að lesa með skilningi hin skelfilegu ákvæði þriðja orku­pakk­ans, þau sem hér eru rakin í nýlegri samantekt undirritaðs: 

Samþykkt þriðja orkupakkans felur í sér opið framtíðar-samþykki við raforku-sæstreng (með viðauka)

JVJ.


mbl.is Vantraust á stjórnmálafólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Á þessum tímamótum er verðugt að minnast Lofts, sem var bæði fróðleiksbrunnur og óendalega skarpskyggn á staðreyndir mála, samhengi þeirra og framsetningu.

Fyrir mig var hann mentor sem ég vitnaði óspart í, þó oft væri heimilda ekki getið.

Það var Loftur sem afhjúpaði lygarnar við ICEsave brelluna, sem var að Landsbankinn gat ekki opnað útibú sín í Hollandi og Bretlandi, nema með því að kaupa tryggingu hjá þarlendum tryggingarsjóðum.

Staðreynd sem aldrei var minnst á í vörnum Íslands, og enginn stjórnmálamaður hafði kjark til að minnast á.

Hvort Loftur var eins og Þorgeir Ljósvetningagoði sem kunni þá fornu list að fara undir feld og yfirgefa líkama sinn til að sjá óorðna hluti eða hann var bara svona framsýnn, þá hafði hann þegar fyrir Hrun skoðað og geymt upplýsingar sem komu fram hjá breska og hollenska tryggingarsjóðnum.  Til dæmis svar við spurningu konu sem spurði hvort henni væri óhætt að geyma fjármuni sína á ICEsave. 

Framsýni vegna þess að eftir að spjót stóðu á evrópska regluverkinu, og spurningar vöknuðu um lögmæti ICEsave krafna breta og Hollendinga, þá var þessum upplýsingum breytt, það er gögn voru fölsuð.

En Loftur hafði peistað þau, og afhjúpað falsið.

En enginn hlustaði, enginn kynnti sér gögn hans Jón Valur, nema við örfáu.

Það eru menn eins og Loftur sem berjast við alræðið, og kjósa frekar að falla en að hvika frá sannfæringu sinni.

Stundum varð honum á að nota of sterk orð yfir tilfinningar sínar gagnvart því fólki sem sveik, og var refsað fyrir vikið og úthrópaður.

Ekki sá fyrsti sem féll fyrir hýenum valdsins, og ekki sá síðasti.

Minning Lofts lifir á meðan menn eins og við Jón Valur, munum og höldum til haga.

Hafðu einn og aftur mikla þökk fyrir skrif þín.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.9.2019 kl. 17:43

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það gleður mig sannarlega, að þú, Ómar, trausti og góði baráttufélagi, minnist þessa andlega höfðingja og mentors okkar með svo verðugum hætti. Hafðu beztu þakkir fyrir.

Jón Valur Jensson, 3.9.2019 kl. 19:39

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Loftur Altice Þorsteinsson fæddist 25. júní 1944. Hann lést 26. febrúar 2018.

Hér ritaði ég um hann nokkur minningarorð: 

Útför Lofts Altice Þorsteinssonar

Fleiri skrifuðu um hann minningargreinar í Morgunblaðið, og verða þær allar aðgengilegar á netinu þremur árum eftir birtingu þeirra.

Jón Valur Jensson, 3.9.2019 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband