Úr Icesave-sögunni: Þorvaldur vildi borga ICESAVE, þó það væri lögleysa...

Hvernig getur Þorvaldur Gylfa­son ný­skip­aður formaður Lýðræðis­vakt­arinnar ætlast til þess að þjóðin treysti honum? Þetta er nefni­lega sami Þorvaldur Gylfa­son og vildi allt frá byrjun, allan tímann og alltaf að allar ICESAVE-kröfurnar yrðu greiddar Bretum og Hollend­ingum refjalaust og skuldaklafinn allur með vöxtum og kostnaði lagður á íslensku þjóðina. Já meira að segja ætti þjóðin að borga, nánast alveg sama hvað !

orvaldur_gylfason_jpg_800x1200_q95


Því hann vildi að þjóðin yrði látin greiða ICESAVE kröfurnar alveg í botn, alveg sama þó svo að jafnvel einhver dómstóll fengist til þess að dæma þær kröfur ólöglegareins og nú hefur reyndar vitanlega gerst. [29.1.2013]

Nei Þorvaldur hélt því alltaf fram að þrátt fyrir allt þá ætti íslenska þjóðin samt alltaf að greiða allar þessar ólögvörðu ICESAVE kröfur alveg í botn. Ekki af því að það væri löglegt, nei það skipti ekki máli að mati Þorvaldar, heldur af því að það væri "siðlegt" eins og þessi sjálfskipaði snillingur orðaði það í grein sem hét " Löglegt ? Siðlegt ? " í Fréttablaðinu þann 25. júní 2009 þar sem hann sagði opinberlega og fullum fetum að Íslendingum bæri siðferðileg skylda til þess að axla skuldir Landsbankans alveg sama hvað lögunum liði.  www.visir.is/ExternalData/pdf/fbl/090625.pdf  

Ef svo illa vildi til að Þorvaldur og fylgdarlið hans á Lýðræðisvaktinni kæmst nú til áhrifa og valda í íslensku samfélagi að loknum kosningum, gætum við þá búist við því að þetta lið beitti sér fyrir því að þeir létu íslensku þjóðina greiða skilyrðislaust allar ítrustu ICESAVE kröfur Breta og Hollendinga upp í topp með vöxtum og vaxtavöxtum og leggja þær skuldabyrðar á íslensku þjóðina af því að þó svo að það væri löglaust þá væri það samt svona "siðlegt". 

Er það kannski "siðlega" smáa letrið í samþykktum lýðræðisvaktarinnar sem Þorvaldur Gyfason samdi sjálfur en þjóðin veit samt ekkert um og það fæst ekki einu sinni rætt? 

Alveg eins og það fæst heldur ekki rætt hvað Lýðræðisvaktin raunverulega vill í ESB málinu, þó að allir viti það, þá má samt bara alls ekki ræða það!


Því að þó svo að Lýðræðsvaktin vilji umfram allt, halda áfram með ESB umsóknina, alveg sama hvað, þá vilja þeir á sama tíma helst ekkert ræða það frekar og vilja jafnvel að allir aðrir stjórnmálaflokkar séu beittir þöggun og skoðanakúgun til þess að kæfa niður allar stjórnmálaumræður um ESB hérlendis !  

Þeir toppa svo algerlega lýðræðishugtakið sitt þegar þeir segjast svo gera þetta allt í nafni lýðræðisins. Samkvæmt því sem Þorvaldur Gyfason sjálfskipaður vaktstjóri Lýðræðisvaktarinnar segir þá vill hann helst ekki leyfa lýðræðislegum stjórnmálaöflum og hreyfingum þeirra hérlendis að ræða um eða að hafa opinberar skoðanir á ESB umsókninni eða ESB málum yfirleitt.  Til þess hafi þeir ennþá ekkert leyfi segir Þorvaldur Gylfason reiðilega. 
Er þessi svokallaða lýræðisvakt þeirra þannig hugsuð að frjálsborið fólk og samtök þeirra þurfi virkilega sérstakt leyfi frá Þorvaldi og félögum til þess að ræða þessi ESB mál og hafa jafnvel hverja þá skoðun á þeim sem það vill?


Aftur á móti vill hann sjálfsagt ekki að sama opinbera skoðanabannið verði látið gilda yfir áróðursmiðstöð Evrópusambandsins hér á landi þ.e. hina svokölluð Evrópustofu, sem fjármögnuð er með hundruðum milljóna króna af framkvæmdastjórn ESB árlega. Meðan landsmenn og frjáls samtök þeirra skulu bara gjöra svo vel að þegja þá má ESB stofan náttúrulega áfram fá hér algerlega frjálsar hendur við að kynna meintar dýrðir ESB aðildar og beita hér skefjalausum áróðri fyrir tafarlausri og skilyrðislausri ESB aðild.


Hvernig ætti þjóðin eiginlega að geta treyst Þorvaldi Gylfasyni og þessari svokölluðu lýðræðisvakt hans? 

Þessi grein birtist á Moggabloggi Vinstrivaktarinnar 19.2.2013, er þar enn, en er endurbirt hér sem sögulegur fróðleiksmoli eins og fleiri greinar sem rifja upp furðulega afstöðu margra til Icesave-málsins. JVJ.

PS. Á vefsíðu Vinstrvaktarinnar kemur eftirfarandi m.a. fram:

Vinstrivaktin gegn ESB

Ábyrgðarmaður Ragnar Arnalds. Netfang: vinstrivaktin@gmail.com

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband