Sig­mund­ur Davíð afhjúpar bullandi hlut­drægni og þjóð­fjand­sam­lega fordóma fréttamanna Rúv í "Icesave-stríðunum“

Allir þurfa að lesa mikla grein Sig­mund­ar Davíðs í Morg­un­bl. í dag. Hún er ekki aðeins fróðleg um atlöguna að honum í sumar, heldur líka um Icesave-málið og hvernig Rúv beitti sér þar gegn þjóðarhag og lögum.

Sannarlega er það réttmæli hjá Eyjunni í dag, að "í grein sinni lýsir hann skrautlegri hegðun fréttamanna RÚV gagnvart sér á meðan á Icesave-málinu stóð." Gefum honum orðið um það:

Að bæta enn skuldum á almenning

Í Icesave-stríðunum bar ekki mikið á að Ríkisútvarpið sýndi samstöðu með íslenskum almenningi. Erfitt eða ómögulegt var að koma á framfæri fréttum af staðreyndum sem studdu réttarstöðu og vígstöðu Íslands. Hins vegar voru endalaust kallaðir til „fræðimenn“ sem útskýrðu að Íslendingum bæri að taka kröfurnar á sig. Ýmist vegna þess að það væri lagaleg skylda, efnahagsleg nauðsyn eða jafnvel að Íslendingar hefðu bara gott af því að borga þetta. Þeir sem þar gengu harðast fram eru enn þann dag í dag fengnir til að leggja mat á mig og stöðu mína á RÚV.

Eftir að forsetinn synjaði Icesave-lögunum staðfestingar í fyrra skiptið fór ekki á milli mála að margir innan stofnun­arinnar töldu ábyrgð mína mikla. Ég fékk t.d. skilaboð um að hringja í fréttamann á Útvarpinu til að svara spurningum um málið. Ég hringdi og þegar frétta­maðurinn svaraði heilsaði hann með því að segja: „Hvað segir þú skíthæll?“ Svo var ég beðinn að koma í Efstaleiti í viðtal þar sem ég fékk ekki mikið betri móttökur. Æstur starfsmaður fréttastofunnar (sem greinilega trúði eigin áróðri) spurði mig: „Hvað ert þú eiginlega búinn að gera, nú hrynur allt!“

Þegar forsetinn synjaði svo í seinna skiptið var ég staddur erlendis en fékk símtal frá frétta­stofu RÚV og ekki í þeim tilgangi að flytja mér ham­ingju­óskir. Eftir að ég hafði lýst því að þetta væri góð niðurstaða var skellt á mig.“

Við þetta efni, eins afhjúpandi og það er, bætist miklu fleira í grein Sigmundar Davíðs, einkum um þessa árs viðburði, en í lokin spyr hann Magnús Geir Þórðarson út­varps­stjóra spurninga, og er hin fyrri viðeigandi endapunktur við ofangreindan Icesave-þátt greinarinnar:

„Eru þessi vinnu­brögð sam­boðin þeirri stofn­un sem þú stýr­ir og í sam­ræmi við hlut­verk henn­ar?“

Undir þessa knýjandi spurningu er svo sannarlega tekið hér, um leið og Sig­mundi Davíð er þökkuð málsvörn hans og flokks hans á Alþingi fyrir þjóðar­hag og laga­legan rétt landsins í Icesave-málinu. Vegna þess að Sigmund­ur leiddi þann eina flokk, sem greiddi óskiptur atkvæði gegn síðasta Icesave-frum­varp­inu, gerði hann þar með forset­anum kleift að vísa málinu í þjóðar­atkvæði, ella hefði jafnvel Ólafi Ragnari verið það um megn, í andstöðu við nær allan þing­heim. Og þjóðin felldi svo þetta mál Icesave-flokkanna með yfir­gnæf­andi meiri­hluta í þjóðaratkvæði og opnaði þannig á málssókn Breta og Hollendinga fyrir EFTA-dóm­stólnum, þar sem þeir töpuðu málinu gersamlega!

Ævarandi þökk sé þeim báðum, Sigmundi Davíð og Ólafi Ragnari.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Fer fram á afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þakka heilshugar fyrr þetta en ég hef verið önnu kafin og ekki lesið þetta fyrr.

Helga Kristjánsdóttir, 3.1.2017 kl. 06:36

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, kæra Helga -- og kæri félagi í Þjóðarheiðri -- og gleðilegt nýtt ár, með þökk fyrir alla samstöðu á liðnum árum. smile

Jón Valur Jensson, 5.1.2017 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband