Tilskipunarákvæði Evrópubandalagsins, 94/19/EC, sem sýnir og sannar sakleysi íslenzka ríkisins og þjóðarinnar í Icesave-málinu

(Endurbirt grein af Vísisbloggi höf. 15.8. 2009)

“Tilskipun þessi getur EKKI gert aðildarríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðu­eig­end­um ef þau hafa séð um stofnun eða opinbera viður­kenn­ingu eins eða fleiri kerfa sem ábyrgjast inni­stæðurnar eða lána­stofnanirnar sjálfar og tryggja skaðbætur eða vernd inni­stæðu­eigenda samkvæmt skilyrðum sem þessi tilskipun skilgreinir.”

Þannig er það ákvæði, sem við getum grundvallað á réttarkröfu okkar fyrir dómstólum, að VIÐ EIGUM EKKI AÐ BORGA, þ.e.a.s. ef þjóð og þing hrinda af sér þeim þjóðsvikasamningi sem fjárlaganefnd er nú á síðustu metrunum að samþykkja með sínum blekkingar-fyrirvörum.

Um þessi ákvæði tilskipunarinnar eða öllu heldur dírektífsins, sem fylgir henni, hafa farið fram miklar umræður á ýmsum vefsíðum og margir lagt þar gott til málanna, en lítt verið um þetta ritað í ESB-höllum fjölmiðlum. Ég mun bráðlega birta samantekt af rökræðu minni í þessu máli, m.a. með samanburði ofangreinds ákvæðis á ýmsum tungumálum, en það var þýtt á mjög villandi hátt í hinni íslenzku þýðingu, sem til er á netinu. Grundvallandi fyrir lögmæti og skuldbindingu er sú þýðing þó ekki, enda er hún ekki partur af íslenzkri löggjöf né innleidd með neinum öðrum hætti hér á landi. Frumtextar gilda, og á ensku, frönsku, dönsku og sænsku, til að mynda, er sá texti tær og ótvíræður og þýddur hér í byrjun þessa pistils í samræmi við það.

Eftir allar umræður í Alþingi og fjárlaganefnd stendur aðeins einn flokkur af fimm nokkurn veginn heill í þessu máli að leggja áherzlu á lagalegan rétt okkar Íslendinga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður þess flokks, stóð sig með afbrigðum vel í málflutningi sínum fyrir land og þjóð í Vikulokunum á Rás 1 á 12. tímanum í dag.

Velji þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að kjósa með Icesave-svikasamningnum, skilja þar leiðir okkar. Ég mun þá segja mig úr flokknum, sem ég hef tilheyrt í 37 ár.

VIÐAUKI

Ofangreint tilskipunarákvæði á nokkrum öðrum tungumálum:

Á ensku: “Whereas this Directive may NOT result in the Member States’ or their competent authorities’ being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized.”

Á sænsku: “Om ett eller flera system, som garanterar insättningar eller kreditinstituten som sådana och säkerställer kompensation eller skydd för insättningar enligt de villkor som föreskrivs i detta direktiv, har införts och officiellt erkänts, medför INTE detta direktiv att medlemsstaterna eller deras behöriga myndigheter blir ansvariga gentemot insättare.

Á dönsku: “Dette direktiv kan IKKE forpligte medlemsstaterne eller disses kompetente myndigheder i forhold til indskyderne, når de har sörget for, at en eller flere ordninger, der garanterer indskuddene eller kreditinstitutterne selv, og som sikrer skadelösholdelse eller beskyttelse af indskyderne på de i dette direktiv fastlagte betingelser, er blevet indfört eller officielt anerkendt.”

Lesið nýjustu greinar mínar á öðru bloggi (nýjust efst):

Grein þessa birti ég á Vísisbloggi mínu 15. ágúst 2009, en öll Vísisblogg allra Vísisbloggara þurrkaði síðan fjölmiðlafyrirtækið 365 út með öllu, án nokkurs samráðs við höfundana -- án efa eftir að skrif margra þar höfðu farið illa í taugarnar á Evrópusambands- og Jóhönnustjórnar-fylgjendum, en eins og kunnugt er, hefur Jón Ásgeir lýst stuðningi sínum við inngöngu Íslands í það stórveldi. Hér sjáum við þá í verki ritskoðunarhneigð 365 miðla, sem virða ekki höfundarrétt manna að skrifum sínum. En ég undirritaður hafði verið svo forsjáll að taka afrit af flestum Vísis-bloggpistlum mínum, en missti hins vegar af athugasemdunum þar. --Þessi pistill er hér einnig birtur sem dæmi úr Icesave-baráttunni og má gjarnan geymast hér á viðeigandi stað. --Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband