Lítillátur, ljúfur og kátur - eða harður gegn hagsmunum og rétti lands og þjóðar?

Undarlegt lítillæti Guðna Th. birtist í því að ætla sér "bara" að vera forseti landsins í tólf ár

Tveimur dögum seinna kemur hann fram sem ófor­skamm­aður Icesave-samn­ings- og Evrópu­sambands­stuðnings­maður að auki með vissum skilmálum!

Er slíkur maður virkilega sá sem þjóðin myndi treysta til að standa vörð um þjóðarréttindi og fullveldi Íslands? Er nóg að tala slétt mál og mæla fallega? Ætlum við að fara að kjósa stuðn­ings­mann Buchheit-samningsins? Þessi maður sagði sig opinskátt í þætti í gær hafa kosið þá samningagerð, sem 70% þing­manna okkar létu hræðast til að greiða atkvæði sem "lögum", þótt ekkert væru annað en ólög og beindust þvert gegn lögvörðum rétti okkar!

Er Guðna Th. einskis virði sá sýknudómur sem EFTA-dómstólnum gafst tækifæri til að kveða upp, eftir að forsetinn og þjóðin höfðu hafnað því að staðfesta Icesave-lögin? Ekki tók Guðni Th. þátt í því með þjóð sinni að hrista af henni það ok sem tvær gamlar nýlendu­þjóðir vildu leggja á okkur, með þeim ósvífna hætti sem minnti jafn­vel suma á það, hversu hrika­lega Bretar og Banda­ríkja­menn léku íbúa Fidji-eyja í krafti löglausra fjárhags­pyntinga.

Og hvers virði er sakleysi og æra þjóðar, hr. forseta­frambjóðandi? Og hvar hefðirðu skorið niður í ríkis­rekstri um 80 milljarða til að borga Buchheit-Ice­save-vextina sl. þrjú ár? Og hvar hefðirðu tekið erlendan gjaldeyri til þess?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ólíklegt að Davíð taki fylgi af Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því fer fjarri, að ég treysti Guðna til þess að vera forseti, þótt þetta geti verið vænsti drengur inn við beinið fyrir því. Mér finnst hann ekki til forystu fallinn til að leiða þjóð. Hann er bestur í háskólanum og á heima þar, finnst mér. Ég skil ekkert í þeim(þ.á.m. Sovétfréttastofumönnum Rúv), sem segja, að Guðni verði forseti allrar þjóðarinnar. Bull, segi ég. Hann verður aldrei minn forseti, og svipað segja áreiðanlega margir aðrir, og svo er það fólk til, sem segir, að Davíð verði aldrei forseti allrar þjóðarinnar heldur, svo að það er vandi að velja forseta, sem einhugur getur ríkt um meðal allrar þjóðarinnar. Ég treysti þó Davíð betur til að geta fylkt þjóðinni á bak við sig, líkt og Ólafur Ragnar gerði um síðir, þótt ekki hafi ríkt einhugur um hann fyrst til að byrja með, enda Davíð gamall forsætisráðherra, sem fólk virtist vera býsna ánægt með, þegar frá leið, hvernig sem allt valt. Ég þykist sjá, að það verði býsna mjótt á munum, þegar fólk fer að mynda sér skoðun núna, þegar Ólafur Ragnar hefur stigið til hliðar, og það verði hörð barátta milli Guðna og Davíðs, þegar baráttan er komin í gang fyrir alvöru. Persónulega vona ég, að Davíð verði næsti forseti landsins, enda þarf mann með reynslu eins og hann til að leiða þjóðina, eins og ástandið hefur verið hér til þessa, og er ennþá óstöðugt, þótt friður eigi að heita núna.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2016 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband