Aumingja Oddnýju brá, þegar Árni Páll sagði sannleikann!

Oddný Harðardóttir veit sem er, að smán­arleg meðferð Icesave-málsins af hálfu hennar flokks varð eins og mylnu­steinn um háls hans í kosning­unum 2013, á sama tíma og málið lyfti Framsóknarflokknum hátt í hug margra og í atkvæða­tölum þá, enda hafði hann einn flokka í heild staðið vakt­ina og tekið loka­áhlaupið með þjóð­inni gegn því sem eftir var af Icesave-samningunum. 70% þingmanna greiddu með sínum afvegaleidda hætti atkvæði með Buchheit-samningnum, illu heilli, en forsetinn studdur þjóð og einum flokki vann þar frækinn sigur, eins og sýndi sig snemma árs 2013 í réttlátum úrskurði EFTA-dómstólsins.

En fyrrverandi ráðherrann Oddný Harðardóttir vissi upp á sig ærna skömmina og "vildi [því] ekki tjá sig efn­is­lega um þau atriði sem Árni [Páll Árnason, formaður hennar] nefn­[di] í bréfi sínu" í gær, þar sem hann eðlilega útlistaði ýmis mistök sem hann kvað hafa verið gerð af hálfu Samfylkingarinnar, en þar var Icesave-málið einna efst á blaði.

Til hamingju, Árni Páll.

Samúðarkveðja, Oddný og þín stöðu hross í flokknum gráa og guggna.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bréf Árna Páls kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ísland í dag – Árni Páll yfirheyrður - Vísir

7:00 um Icesave-málið:

"Við gengum allt of allt of langt í því að rökstyðja fyrir fólki að við yrðum að semja. Okkur er vorkunn. Við vorum að fást við það, með landið lokað og engan aðgang að fjármagni, að reyna að leysa úr ömurlegri stöðu. Það var verið að beita okkur kúgunum, skilurðu!"

- Svo virðist sem í þessu felist viðurkenning á því að þeir sem að málinu komu hafi beygt sig undir kúgun af hálfu erlendra ríkja.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2016 kl. 00:17

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þetta athyglisverða innlegg þitt, Guðmundur!

Jón Valur Jensson, 13.2.2016 kl. 03:30

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Útvarp Saga - Árni Páll segist vera að gera upp þátt Samfylkingarinnar í hruninu

6:15 um Icesave-málið:

"Við hefðu ekki átt að afgreiða málin með eins lokuðum hætti og við gerðum, við hefðum átt að hafa meira samtal um þau úti í samfélaginu, fá fólk betur í lið með okkur. Okkur var auðvitað vorkunn. Við vorum að fást við fordæmalausar aðstæður. Landið var í herkví. Það voru ofbeldisaðgerðir Breta og Hollendinga gagnvart okkur að þvinga okkur til að axla ábyrgð á Icesave samningunum og Icesave skuldbindingunum."

- Athyglisvert að formaður Samfylkingarinnar skuli nú viðurkenna að þetta samsæri hafi ekki verið nein kenning heldur staðreynd.

Annað sem kemur fram í viðtalinu er mjög athyglisvert. Hann reynir að varpa ábyrgðinni á því að Skjaldborg heimilanna leit aldrei dagsins ljós, að stóru leyti yfir á Hæstarétt Íslands. Árnapálslögin hafi verið fín og bara Hæstarétti að kenna að hafa skipt um skoðun. Það sem er merkilegt við það er að hann sleppir því alveg að tala um hvernig þau lög sniðgengu reglur ESB um neytendavernd sem áttu að gilda hér vegna EES-samningsins, og tóku þær reglur úr sambandi eins og kom fram í áliti Eftirlitsstofnunar EFTA á þeim lögum. Að einhverjir heitustu forvígismenn ESB-aðildar hér á landi skuli þannig hafa lagt á ráðin um að virða reglur ESB að vettugi, ekki aðeins í þessu máli heldur einnig í Icesave málinu, hlýtur að vera með skrýtnari atburðum í sögu Evrópusamrunans. Hver sækir um aðild að alþjóðasamtökum og hamast á sama tíma við að brjóta reglur þeirra?!

Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2016 kl. 13:07

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vigdís segir mörg Borgunarmál hafa komið upp á síðasta kjörtímabili | Kjarninn

"Þá ætti jafnframt að kanna tengslin á milli endurreisnar Landsbankans og Icesave-samninganna og tengslin við Evrópusambandsumsóknina."

Þarna er Vigdís væntanlega að vísa til 300 milljarða ólöglega gengistryggða skuldabréfsins sem var búið til á nýja ríkisbankann til að láta hann borga fyrir Icesave, algjörlega að ósekju og óþörfu.

Þeim ólöglega gjörningi þarf að rifta. En ætli Vigdís viti að hennar eigin flokksformaður sé meðal hinna meðvirku sem standa í vegi fyrir því?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2016 kl. 13:16

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir flott og glöggt innlegg, Guðmundur, og fyrir að gefa þar upp (í fyrstu línu) vefslóð á frétt Útvarps Sögu um viðtalið og slóð þar (upptöku) á viðtalið sjálft.

Svarið við spurningu þinni þarna í lokin held ég blasi við: Þetta gera aðeins þeir, sem eru hundtryggir ráðamönnum þessa Evrópusambands og reiðubúnir að láta þá komast upp með að kúga okkar eigin þjóð, því að alveg er ljóst, að þótt t.d. Icesave-samningarnir hafi ekki staðizt regluverk Evrópusambandsins (tilskipun 94/19/EC), þá var framkvæmdastjórn sambandsins ráðin í því að kúga okkur með hótunum og þrýstingi til að semja ólöglega um málið við Breta og Hollendinga, þótt það kæmi til með að verða íslenzku þjóðarbúi til stórskaða!

Jón Valur Jensson, 13.2.2016 kl. 14:21

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Viðskiptablaðið - Dýrir samningar

Týr segir: "Árni Páll Árnason var ráðherra í ríkisstjórninni sem fól þeim Svavari og Bucheit að semja við Breta og Hollendinga og talaði hann fyrir því að samþykkja ætti samningana. Bjarni Benediktsson studdi einnig Bucheit-samningana. Setja verður fylgishrun flokka þeirra tveggja í samhengi við þennan stuðning."

Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2016 kl. 17:41

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eyjan - Árni Páll Árnason

22:54 um Icesave-málið:

"Við vorum með land sem var í efnahagslegri einangrun. Við vorum að kljást við ofbeldisaðgerðir Breta og Hollendinga."

23:20 um Icesave-málið:

"Það má ekki heldur gleyma því að við vorum að semja undir þvingun. Við vorum að semja í aðstæðum sem frjálsir menn semja venjulega ekki í. Það var verið að kúga okkur. [Hverjir voru að kúga okkur?] Bretar og Hollendingar. [Meðal annars lönd innan Evrópusambandsins sem Samfylkingin vill ganga í?] Þau eru í Evrópusambandinu, þau eru í NATO, þau eru í Sameinuðu þjóðunum... Það voru Bretar og Hollendingar sem beittu kúgunarvaldi, beittu ófyrirleitnum aðgerðum, misnotuðu vald sitt innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til þess að þvinga okkur til samninga og neituðu okkur um lánafyrirgreiðslu."

Guðmundur Ásgeirsson, 14.2.2016 kl. 23:49

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góðar upplýsingar, Guðmundur! Heilar þakkir.

Jón Valur Jensson, 15.2.2016 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband