Gat Buchheit ekki gert betur?

Buchheit er mættur hingað og gerir sig breiðan. En hefði hann ekki getað betur? Í Icesave-málinu lék enginn vafi á, að til óþurftar var hann, vill þó ekki kannast við það! Loftur Altice Þorsteinsson ritaði um nýjustu framgöngu karlsins af skarpari glöggskyggni en maður á að venjast í klappkór Buchheits:

  • Ef kr.900 milljarðar eru 40%, þá eru 60% kr.1350 milljarðar sem er sú upphæð sem ætlunin er að hleypa hrægömmunum með úr landi. Ég hef haldið því fram að hægt sé og eðlilegt að taka alla þessa peninga af hrægömmunum. Ég stend við þau ummæli.
  • Loftur Altice Þorsteinsson.

Og aftur, og hér kemur Icesave-málið við sögu:

  • Hrægammarnir keyptu kröfurnar á þrotabúin á 6% nafnverðs. Lee Buchheit samdi við þá um 60% hlut. Þetta er sami Lee Buchheit og samdi við nýlenduveldin um ólöglegu Icesave-kröfurnar. Bara Svavar Gestsson getur gert aumari samninga en Buchheit!
  • Vandamál Buchheits var ekki að semja við hrægammana, heldur að pakka samningnum inn þannig að almenningur léti blekkjast og héldi að hann hefði gert góðan samning.
  • Buchheit hefur vafalaust lagt sig fram við innpökkunina, enda fær hann 2% umboðslaun hjá hrægömmunum!
  • Við höfum oft heyrt barnalegar hótanir um lögsókn nýlenduvelda og hrægamma. Ekkert er að óttast, ekki frekar en í Icesave-deilunni. Samfylkingar-flokkarnir eru auðvitað logandi hræddir, eins og venjulega.
  • Loftur Altice Þorsteinsson.

Lofti, sem frá upphafi var varaformaður Þjóðarheiðurs og vann geysimikið starf í þágu Íslendinga vegna Icesave-málsins, einkum með bréfaskiptum við erlenda sérfræðinga og stofnanir (eins og viðurkennt var í ráðuneytum, er á leið) og verðskuldar flestum fremur Fálkaorðuna, færi ég þakkir fyrir þessi innlegg í umræðuna.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Buchheit fylgdi ný nálgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband