Ógleymanlegt dæmi (úr Reykjavíkurbréfi Sunnudagsmoggans)

"Eftir að Ríkisútvarpið og allar helstu málpípur úr háskólasamfélagi, Seðlabanka og atvinnulífi höfðu ásamt Jóhönnu og Steingrími J. flutt hræðsluáróður um að Ísland yrði efnahagslega úr sögunni ef það kyngdi ekki Icesave-samningi lét „RÚV“ gera skyndikönnun. Og viti menn, hinn yfirgengilegi einliti hræðsluáróður hafði borið árangur. En sá árangur stóð aðeins í 48 klukkustundir, þá tók hann að hjaðna þótt áróðrinum væri haldið áfram. Allir vita hvernig fór. Vinstristjórnin, „RÚV,“ „fræðasamfélagið,“ SÍ, ASÍ og SA: 2%. Þjóðin: 98%. Það er ekki til umræðu hér nú að þessir sjálfumglöðu aðilar virðast ekki hafa margt lært af þessari einstæðu hrakför sinni.

 

Það sem er til athugunar er skoðanakönnunin sem gerð var. Hún var framkvæmd af aðilum sem kunna til verka. Ekkert bendir til að hún hafi ekki sýnt rétta afstöðu úrtaksins (og þar með þjóðarinnar) á þessari stundu. En hún gaf enga vísbendingu um hver sú afstaða yrði nokkrum vikum síðar, þegar þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. „RÚV“ lét gera könnunina eftir að hinn hlutlausi miðill hafði hamast við að skapa rétt andrúmsloft, ásamt þeim sem hjálpuðu til. Þannig er hægt að „búa til könnun“ sem er „rétt“ á tilteknu augnabliki og nota könnunina til að halda áfram áróðrinum sem skapaði hana. Grunsemdir eru uppi um að óforskömmuð stjórnmálaöfl hafi víða notað slík meðul. En ekkert þekkt dæmi annað er um að „hlutlaus ríkisfjölmiðill“ í lýðræðisríki hafi beitt slíku bragði til að stuðla að því að ríkisstjórn, sem var stofnuninni hugleikin, næði fram einu af sínum mestu óhappaverkum.

 

Fróðlegt er að bera eindreginn og óskoraðan stuðning „RÚV“ við hina lánlausu ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms saman við sífelldan beinan og óbeinan áróður gegn núverandi ríkisstjórn. Allt er það með miklum ólíkindum."

 

Úr Reykjavíkurbréfi Sunnudags-Moggans í gær. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband