Það átti að greiða Íslandi málskostnað

Dómsorð EFTA-dómstólsins var þannig: "THE COURT hereby: 1. Dismisses the application. 2. Orders the EFTA Surveillance Authority to pay its own costs and the costs incurred by Iceland. 3. Orders the European Commission to bear its own costs."

En hefur nokkur heyrt það staðfest, frekar en við, að greiðsla hafi farið fram? Heimildin fyrir dómsorðinu er hér: www.eftacourt.int/uploads/tx_nvcases/16_11_Judgment_EN.pdf

Ef engin endurgreiðsla hefur enn átt sér stað til Íslands, þarf þá ekki að reka á eftir því? Eða hafa einhverjir í stjórnkerfinu hér kannski leynt okkur því, að við höfum fengið þennan kostnað endurgreiddan? Næg var hneisa málssóknaraðilanna, gætu þeir sagt -- þeirra sem báru fram "the application" fyrir EFTA-dómstólinn, og það voru ríkisstjórnir Breta og Hollendinga, "supported by the European Commission," eins og segir á 1. bls. dómsúrskurðarins, þ.e. af sjálfri framkvæmdarstjórn dýrðarríkisins, nei, afsakið ásláttarglöp JVJ, af sjálfri framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (Barroso, Füle, Rehn, Ashcroft & Co.).

En við þurfum að fá að vita þetta. Og hneisa brezku og hollenzku ríkisstjórnanna og ESB-yfirstjórnarinnar vegna þessa máls má vel auglýsast út um allar álfur.

Jón Valur Jensson og Sigurður Ragnarsson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Samtök þjóðarheiðurs ættu að ganga á undan og krefjast svara við þessari áleitnu spurningu.

Helga Kristjánsdóttir, 16.7.2014 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband