Nýtt að frétta af ógáfulegri, stórhættulegri ESB-tilskipun: ríkisábyrgð á allt að 100.000 evra bankainnistæðum!

Það væri ljót hefnd ESB-liðsins ef því tækist að koma þessari nýju tilskipun á hér, eftir að hafa tapað fyrir okkur og réttlætinu í Icesave-deilunni. Fráleitt er að leggja þessa ábyrgð (nær fimmfalt meiri en átti að hvíla á tryggingasjóðunum) á ríkið og þar með á herðar landsmanna. Ný kreppa gæti riðið yfir og hefði þá enn hrikalegri afleiðingar, ef þessi ESB-regla væri orðin regla hér!

  • Til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins um að hækka beri inni­stæðutrygg­ing­ar úr rúm­lega 20.000 evr­um í 100.000 evr­ur, sem samþykkt var ný­lega, var rædd á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is í gær, en Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, óskaði þess að málið yrði rætt þar, í ljósi þess að til stend­ur að þessi til­skip­un verði tek­in upp í EES-samn­ing­inn. Var samþykkt að málið yrði tekið upp á ný í byrj­un ág­úst þegar sér­fræðing­ar fjár­málaráðuneyt­is gætu farið yfir þessi mál með nefnd­inni, en þeir eru nú í sum­ar­leyfi. (Mbl.is)

Ennfremur segir í þessu viðtali Stefáns Gunnars Sveinssonar við GÞÞ:

  • Guðlaug­ur Þór seg­ir að væri þessi til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins leidd í lög hér á landi myndi það þýða að eng­in leið væri fyr­ir ís­lenska ríkið að standa við skuld­bind­ing­ar trygg­ing­ar­sjóðs, færi svo að einn bank­inn kæm­ist í þrot. 
  • „Ég fæ ekki séð hvernig við gæt­um lifað með þessu,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór. Þar kæmi til að erfiðara yrði að fara hina svo­nefndu „ís­lensku leið“, og láta trygg­ing­ar­sjóð fá for­gangs­kröf­ur, þar sem þeir sem fjár­magna banka væru nú var­ari um sig og hefðu sér­var­in skulda­bréf með veðum, svo að þeir myndu ekki lenda í svipuðum spor­um og kröfu­haf­ar gerðu eft­ir hrunið 2008. Hitt atriðið sem stæði í veg­in­um væri það að í til­skip­un­inni væri nú tryggt að rík­is­ábyrgð yrði á inni­stæðunum, þannig að ríkið yrði að tryggja fjár­mögn­un trygg­ing­ar­sjóðsins.

Engin ríkisábyrgð var á Icesave-reikningum Landsbankans, skv. eldri EES-tilskipuninni (eins og sýndi sig í EFTA-dómsúrskurðinum í janúar á liðnu ári), en nú hyggst ESB koma á beinni ríkisábyrgð á öllu saman, jafnt þótt sjálf tryggingarfjárhæðin sé hækkuð úr 20.887 evrum upp í 100.000 evrur!

Nú hljóta loks að renna tvær grímur á einhverja, hvort EES-samningurinn sé jafn-ágætur og sumir vilja vera láta. Og var það reyndar ekki hann sem bauð upp á alla útrás okkar meintu 21. aldar "víkinga" og þar með bankahrunið hér?

Ekki nægir ESB þetta, heldur er biðtími greiðslna á tryggingunni minnkaður niður í fáeina daga! Alþingismönnum ber skylda til að hafna slíkum reglum, það hlýtur að vera öllum ljóst sem fylgdust með Icesave-málinu og stóðu þá sem nú með þjóðarhagsmunum okkar Íslendinga.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ný tilskipun rædd í byrjun ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það má þakka Guðlaugi Þór fyrir að vekja máls á þessu. En hvort þetta vekur einhvern ugg meðal sanntrúaðra EES-sinna er mér til efs. Verum minnug þess hvernig Jóhönnustjórninn lagði allt undir til að koma Icesave klefanum á okkur.

Ragnhildur Kolka, 29.6.2014 kl. 14:44

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Icesave klafinn - átti það að vera.

Ragnhildur Kolka, 29.6.2014 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband