Vegna fréttar á Eyjunni um að Ólafur Ragnar ætli ekki að gefa kost á sér í 6. sinn

Glæsilega hefur Ólafur Ragnar Grímsson staðið sig og bjargaði þjóðinni frá því að stjórnmálastéttin og sviksamir hagsmunaaðilar, sem þrýstu á um Icesave-málið (einkum ESB-sinnar), næðu að sakfella Ísland í því máli. Það var aðgerðum forsetans að þakka (ásamt grasrótarhreyfingum, einum flokki á Alþingi og ýmsum rökföstum baráttumönnum), að málið náði ekki fram að ganga, heldur endaði það í algerri sýknu ríkissjóðs og þjóðarinnar í dómsúrskurði EFTA-dómstólsins; sakleysi okkar blasir nú við öllum, og þar eigum við Ólafi Ragnari ómetanlega mikið að þakka.

 

Jafnvel samkvæmt Buchheit-samningnum værum við nú orðin 75 milljörðum blankari (og það í erlendum gjaldeyri), ef forsetinn hefði brugðizt í málinu, sjá hér: http://samstadathjodar.123.is/

 

Fráleitt verður að fá einhvern, sem brást á þessu svellinu, til að taka við sem eftirmaður Ólafs Ragnars, hvort sem menn hafa ábyrgðarlausan gamanleikara í huga eða fyrrverandi félaga í Samfylkingunni, sem féll í baráttunni við Ólaf Ragnar í síðustu forsetakosningum. Íslendingar eiga full af hæfileikafólki, en það þarf að vera gagnheilt og fullveldissinnað til að koma til greina sem frambjóðendur til forsetakjörs.

 

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einar nokkur Sandoz spurði mig vegna þessarar færslu minnar á Eyjunni:

"Hvernig brást Jón Gnarr "á svellinu" í Icesave?" -- og bætti við, trúlega í háðsskyni: "Kveðjur til jesú." (Sic).

En ég svaraði með tveimur athugasemdum:

"Ef Íslend­ing­ar hafna Ices­a­ve-samn­ingn­um í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni 9. apríl blasa „grafal­var­leg­ar af­leiðing­ar“ við þjóðinni, seg­ir Jón Gn­arr, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, í sam­tali við aust­ur­rísku frétta­stof­una APA. Jón, sem stadd­ur er í Vín­ar­borg, sagði að yrði sam­komu­lag­inu hafnað gæti um­sókn Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu runnið út í sand­inn og stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur fallið.

Jón sagði í sam­tal­inu að hann hygðist sjálf­ur greiða at­kvæði með sam­komu­lag­inu. „Ég ætla að greiða at­kvæði með því, ekki vegna þess að ég skilji það eða ég telji að það sé rétt, held­ur er ég ein­fald­lega orðinn frek­ar leiður á mál­inu. Ég ætla að kjósa það í burt," sagði hann." –––Nánar hér: mbl.is/frettir/erlent/2011/03/15/bolsynn_borgarstjori_i_vin/

Dæmigert var þetta um hans versta hugsunar- og ábyrgðarleysi, og jafnvel sumir í aðdáendaklúbbi hans muna ekkert eftir þessu!!

Og ef einhver trúir ekki Mbl.-frétt af afstöðu Gnarrsins, þá er hér DV-frétt frá kjördegi:

„Ég ætla að segja Já,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri á Facebook-síðu sinni í morgunsárið um afstöðu sína til Icesave-samningsins. Þjóðaratkvæðagreiðslan er hafin og hafa kjörstaðir nú víðast hvar verið opnir í tæpa klukkustund. Borgarstjórinn lýsir því yfir að með því að segja sé vilji hann „leggja mitt af mörkum til að binda enda á þennan ófrið og leiðindi.“ ––> http://www.dv.is/frettir/2011/4/9/jon-gnarr-segir-ja-vid-icesave/

ÞVÍLÍKUR GALGOPI !

Vesalings maðurinn vann þarna gegn þjóðarhagsmunum. Svarar svo spurningum út í hött með trúðslegum skýringum. Hefði Jóni Gnarr tekizt að fá um 10% Íslendinga á sitt band í þessu máli, hefðum við aldrei fengið að sjá EFTA-sýknudóminn í icesave-málinu. Við þurftum ekki einu sinni að borga málskostnaðinn. – En vorið 2014 værum við búin að borga rúma 75 milljarða króna í erlendum gjaldeyri bara í vexti (og óafturkræfa) vegna Buchheit-samningsins, ef forseti Íslands hefði ekki synjað lögunum undirskriftar sinnar og ef meirihluti þjóðarinnar hefði ekki sagt sitt stolta og sanna NEI !

Jón Valur Jensson, 10.6.2014 kl. 23:26

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll nafni það er ótrúlegt að það skuli enn vera fólk sem vilji þjóð sinni slíkt,Þegar kosið verður til forseta þarf það að vera á hreinu að spurningar og svör séu hreinar og beinar sem varðar fólkið í landinu og lög þess,Frambjóðendur þufa að vera hreinir og beinir í þeirri afstöðu að beita málsskotsréttinum ef sú staða komi upp Gjá milli þings og þjóðar eins og það er kallað á hinu háa Alþingi,Þar virðast oft vera menn sem eru lærðir lögfræðingar og samt reina þeir að villa um fyrir almeningi um hvað sé rétt að gjöra, Þers vegna tel ég gott að eiga menn eins og þig og þá sem standa vörð um réttlætið í þessu með skrifum ykkar þakka góða pisla.

Jón Sveinsson, 11.6.2014 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband