13.4.2013 | 16:50
Vinaþjóðir? - spurt að gefnu tilefni vegna íhlutunar Elleman-Jensens og Carls Bildt í Icesave-málinu
"Í Icesave-málinu kom í öllu falli vel í ljós hverra vinir Norðurlöndin og ESB voru og gilti þá einu þó að vinaþjóðirnar Bretland og Holland héldu uppi löglausum kröfum á hendur Íslandi sem að auki hefðu sett þjóðina í gjaldþrot hefðu jámenn fengið að ráða." Þannig ritar Arnar Sigurðsson, sem starfar á fjármálamarkaði, í Morgunblaðið í dag. Grein hans er hér: Vinaþjóðir?mm
Þar fjallar hann fyrst og frest um Evrópusambandsmálið og tekur Þorstein Pálsson sérstaklega á teppið vegna skrifa hans í þeim efnum, en hér víkur hann einnig að Icesave-málinu:
- "Þorsteinn virðist telja að upphefðin komi að utan og telur óþarft að minnast á hlut stórmennisins Carls Bildt í að kúga Íslendinga til undirgefni gagnvart Bretum og Hollendingum. Carl Bildt fór fyrir hópi norrænna vinaþjóða Breta og Hollendinga í ræðu og riti með því að skilyrða lán frá AGS við að Íslendingar undirgengjust löglausar kröfur sinna vinaþjóða. Á sama tíma sagði Uffe Elleman-Jensen að veruleikaskynið virtist hafa yfirgefið Íslendinga og tók undir með varaformanni VG um að forseti þjóðarinnar væri fífl. Þetta segi ég, sem hef lengi verið Íslandsvinur. Ímyndið ykkur þá hvernig aðrir upplifa þessar aðstæður.
- Það er sjálfsagt að eiga í samstarfi við vini sína og gaman þegar erlend fyrirmenni klæðast íslenskum lopapeysum en Icesave-málið sýnir að enginn lítur jafn vel eftir hagsmunum íslensku þjóðarinnar og hún sjálf," segir Arnar í framhaldi af þessu.
Vel mælt um þetta og fleiri mál hjá honum, sjá Morgunblaðið í dag. En af orðunum hér ofar má sjá, hve freklega langt ýmsir norrænir leiðtogar eins og Elleman-Jensen og Carl Bildt gengu, þegar þeir þjónuðu Bretum og Hollendingum í Icesave-málinu. Og ekki voru þeir hænufeti framar í skilningi á lagalegu réttlæti heldur en Icesave-dindlarnir í íslenzkri stjórnmálastétt og viðskiptalífi eða álitsgjafarnir rugluðu í háskólasamfélaginu og í fjölmiðlum -- sbr. greinar hér á síðunni (efnisyfirlit um NÝJUSTU FÆRSLUR í dálkinum til vinstri, neðar) og væntanlega grein um nýjustu aulayfirlýsingar Gylfa Magnússonar.
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjármál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.