29.1.2013 | 07:23
Fjallað um þjóðarsigur í Icesave-máli
Glæsilega er fjallað um Icesave-niðurstöðu EFTA-dómsins og sögu málsins í Morgunblaðinu í dag, það er fullt af góðri greiningu, yfirliti, leiðaranum eitilhörðum, viðtölum o.fl., og ættu sem flestir að fá sér blaðið. Hér er ótvírætt um ÞJÓÐARSIGUR að ræða, þótt málsvarar stjórnvalda séu tregir til að nota slík orð og mæli gegn of mikilli gleði! Eins vill það fólk "ekki horfa aftur", og skyldi engan undra!! Orð og gerðir ríkisstjórnarsinna í því máli, um "greiðsluskylduna" og annað heimskulegt, mæla nú ekki beinlínis með þeim svo stuttu fyrir kosningar!
Hér á síðunni verður tekið á ýmsum þáttum þessa máls á dögunum sem í hönd fara. En meðal forvitnilegs efnis í Mbl. er upprifjun blaðamanns þar, Baldurs Arnarsonar, á hinum furðulega "Áfram-hópi" og stuðningi hans við Buchheit-samninginn. Í þessum frábæra vitsmunahópi voru m.a. Hjálmar Sveinsson, varamaður í borgarráði fyrir Samfylkingu, Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Guðmundur Steingrímsson, núv. formaður Bjartrar framtíðar, Gylfi Arnbjörnsson, þá sem nú forseti ASÍ, samfylkingarþingmennirnir Oddný Harðardóttir og Skúli Helgason og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar (sem einnig er ESB-maður, þótt það komi ekki fram í fréttinni).
Þá segir Baldur í sömu frétt* frá mælingu ungra jafnaðarmanna (á vefsíðu þeirra) á því, hve miklu Ísland væri að tapa á því að gera ekki Icesave-samninginn árið 2011! Á "stundaklukku" voru þeir endemis-ratar komnir upp í 2770 milljarða króna áætlaðan "fórnarkostnað" af því að hafna Buchheit-samningnum (70% meira en þjóðartekjur 2011)!!! Við vitum nú betur!
* Bara fyrirsögn og undirfyrirsagnir þessarar greinar á bls. 4 ættu að vekja athygli:
"Já-hópar lokuðu vefsíðum sínum
Áfram-hópurinn vildi samþykkja Icesave-samning í síðari þjóðaratkvæðagreiðslunni Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga studdi hópinn Ungir jafnaðarmenn voru sama sinnis Settu upp skuldaklukku"
Já, það mætti halda að þessir ungu jafnaðarmenn hafi beðið dómsdags fyrir íslenzkt efnahagslíf og endaloka lýðveldisins! Í gær fengu þeir að sjá hinn réttláta dóm, og hann skar úr um sakleysi þjóðarinnar í þessu máli og alls enga greiðsluskyldu!
Jón Valur Jensson.
Þjóðarsigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjármál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 07:47 | Facebook
Athugasemdir
Það mætti halda blygðunarlausum hræðsluáróðri þeirra til haga og nöfnum þeirra á lofti sem hann kyntu. Hið sökkvandi ísland og Icesave Hákarlinn (Jaws) eru eftirminnilegar snilldir. Það væri gaman að sjá víðtæka samantekt á þessu. Guðmundur Steingrímson stóð þá fyrir Svartri framtíð og boðar nú bjarta undir sínum væng. Ég vona að þetta lið uppskeri eins og það hefur sáð til.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.1.2013 kl. 08:02
Já segðu Jón Valur og svo vælir Forsætisráðherra hún Jóhanna Sigurðardóttir að það eigi ekki að leita sökudólga...
Sökudólgar eru hún og hennar Ríkisstjórn og ekkert annað að gera fyrir okkur Þjóðina en að krefjast þess að þau víkji strax og rannsókn fari tafarlaust í gang á þessu framferðu þeirra okkur Þjóðinni til...
Það voru engar smá yfirlýsingar gefnar út um hvað við gætum átt yfir höfuð okkar ef við ekki samþykktum bara það sem þau sögðu...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.1.2013 kl. 08:24
Já, Icesave-hákarlinn á leið mð að gleypa ímynd Íslands á litlum báti var einmitt myndin á heilsíðuauglýsingu Áfram-hópsins! - Heilar þakkir fyrir þína miklu baráttu í þessu máli, Jón Steinar. Og rétt mælirðu hér í innlegginu.
Bezta kveðja norður á Sigló. -JVJ.
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 29.1.2013 kl. 08:25
Taka má undir ágæt orð þín hér, Ingibjörg Guðrún.
Með góðri kveðju, JVJ.
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 29.1.2013 kl. 08:28
Háværi minnihlutinn er búinn að tapa 2 Icesave, 1 Forsetakosningum, Esb slagnum og nú fullkominn hælkrókur frá Lúx.......
GB (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 09:29
Leitt að segja að fyrrverandi forseti okkar var í hópinum ásamt að samþykkja EES samningin sem viðað var á þeim tíma að var Landráð. Hverjum getum við treyst nema okkur sjálfum. Strax úr EES og hætta ESB viðræðum á stundinni
Valdimar Samúelsson, 29.1.2013 kl. 10:20
Við skulumm ekki dæma "Bjarta framtíð" á orðum Guðmundar Steingrímssonar. Lítum heldur til þess að hann er skemmtilegur og spilar ágætlega á harmonnikku
Sigurður Þórðarson, 29.1.2013 kl. 12:27
Hákarlinn var algjörlega mislukkaður áróður - hann skóf nú bara af Icesave sinnum fylgið. Enda var hann nokkuð snarlega tekinn út - En HÁKARLINUM - gleymir enginn.
Benedikta E, 29.1.2013 kl. 14:36
Já þetta hjálpaði sennilega mörgum að ákveða sig.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2013 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.