Eiríkur S. Svavarsson og Ragnar F. Ólafsson með upplýsandi grein um Icesave-málið í Mbl.

Málflutningi í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum lauk í gær, og staða okkar er talin góð. Í gær birtist yfirlitsgrein í Morgunblaðinu: Nokkrar staðreyndir í Icesave-málinu; höfundarnir eru í InDefence-hópnum. 

Þeir rita:

  • Mál ESA gegn Íslandi
  • Fyrstu tveir Icesave-samningarnir ógnuðu fullveldi þjóðarinnar og í þeim var fólgin áhætta sem stefndi efnahag hennar í voða. Þriðji samningurinn var mun skárri, en samt ekki eins góður og af var látið. Eftir vandlega yfirlegu gat InDefence-hópurinn ekki stutt Icesave III samninginn óbreyttan. Niðurstaða þjóðarinnar vegna Icesave III var sú að ítreka afstöðu sína með afgerandi hætti í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um málið með því að hafna greiðsluskyldu á ólögvarinni kröfu. Í því felst að gagnaðilar okkar í Icesave-deilunni þurfa að sýna fram á tjón sitt af aðgerðum íslenskra stjórnvalda fyrir réttmætum dómstólum vilji þeir að íslenskir skattgreiðendur greiði.

Þá segja þeir ennfremur:

  • Margt skýrist þó þegar málsaðilar gera grein fyrir málstað sínum í opinberu dómsmáli. Þannig kemur fram í kæru ESA að EFTA-dómsmálið snýst um lágmarkstrygginguna en ekki fullar innstæður, eins og alltof margir fullyrða hér innanlands í skrifum sínum. Þá er það skýrt sérstaklega í svörum ESA að ekki sé ætlast til þess að Ísland greiði Icesave-innistæður með fé úr opinberum sjóðum (skattfé) og tekið er fram að eðlilegt sé að bankakerfið leggi fram það fé, komi það ekki úr þrotabúi Landsbankans.

Eins og hér má sjá, er þarna um spennandi grein að ræða, en þrefalt eða fjórfalt lengri er hún, og eru áhugamenn um málið hvattir til að ná sér í þetta eintak af Mogganum í gær eða lesa um þetta á netinu.

jvj 


mbl.is Málflutningi í Icesave-málinu lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband