Afar upplýsandi skrif um Icesave-málið

Áfram heldur Sigurður Már Jónsson viðskiptablaðamaður, höfundur bókarinnar um Icesave-málið, að birta merkar rannsóknargreinar um stöðu Icesave-málsins almennt og í EFTA-dómstólnum. 2. grein hans: Gat Ísland borgað Icesave, birtist nú í vikunni, á viðskiptasíðu Mbl.is, og eru allir hvattir til að lesa hana.

Hér eru tvær klausur úr þessari athyglisverðu grein hans, sem kemur þó inn á miklu fleiri spennandi atriði:

  • Málsókn ESA byggir í raun á því að íslenska ríkið hefði þurft að leggja tryggingasjóðnum til peninga ef eignir hans dugðu ekki til. Íslensk stjórnvöld telja að enga slíka skyldu sé að finna í tilskipuninni og ekkert ríki gerir ráð fyrir slíkum skuldbindingum. Ef þær skyldur væru til staðar hefur nú verið reiknað út að í bankahruni yrði kostnaður Evrópusambandsríkja að meðaltali 83% af landsframleiðslu þeirra. Hugsanlega hefði íslenska ríkið geta farið þá leið að prenta krónur og nota þær. Ólíklegt er að innstæðueigendur hefðu sætt við slíkt auk þess sem efnahagur íslenska ríkisins bauð ekki upp á slíkt.
  • Því má taka undir þau rök íslenska ríkisins að lögskýring ESA myndi í alvarlegri kreppu leiða til hættu á greiðsluþroti ríkja og samfélagslegs uppnáms í kjölfar þess eins og áður var vikið að með gjaldeyrisforðann. Lögskýringin er þess vegna í beinni andstöðu við reglur EES-réttar um að lög eigi að vera skýr og beiting þeirra fyrirsjáanleg, enda hvergi minnst á ábyrgð ríkja í innstæðutryggingatilskipuninni sjálfri eins og rakið er í svari íslenska ríkisins.

Greinin er opin öllum að lesa á Mbl.is, og nú ættu menn að bregða sér þangað og sjá hans sterku rök, sem nánar verður fjallað hér um síðar. Ef menn kunna jafn-vel að meta skrif hans og undirritaður og aðrir hér í Þjóðarheiðri, ættu þeir að kynna hana sem víðast, t.d. með Facebókar-tengingu og meðmælum.

Frá 1. grein Sigurðar Más í þessum greinaflokki um Icesave var sagt hér um daginn (Vönduð úttekt á málefnastöðu Íslands í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum), og í þriðju greininni, sem birtist væntanlega á næstunni, hyggst hann "reyn[a] að meta hvort nokkur skylda hvíldi á íslenska ríkinu að greiða innstæður til erlendra viðskiptavina bankanna."

JVJ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband