Öfugmælasmiðurinn Björn Valur Gíslason rasar út á kosninganótt

Þvílíkt rugl í Birni Vali Gíslasyni (sem af öllum ólíklegum var hífður upp í að verða þingflokksformaður Vinstri grænna), þegar hann heldur því fram, að "enginn forseti h[afi] lagt jafn miklar byrðar á herðar þjóð sinni sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur gert"!!! Þetta segir einn helzti Icesave-þjónn landsins, sem vann að því linnulaust að setja þann klafa á þjóðina!!!

En hvar ætlaði hann að taka upp af götu sinni þá 60 milljarða, sem nú þegar væri búið að borga Bretum og Hollendingum í vexti af engu, ef forsetinn hefði ekki hafnað því að skrifa upp á Buchheit-lögin og þjóðin lagzt á þá sömu sveif með honum? Slíkir peningar í gjaldeyri liggja ekki á lausu, og greiðslurnar hefðu komið sér afar illa fyrir skuldastöðu Íslands og valdið hér beinum þrengingum.

Engin furða er, að þessi ríkisstjórn, sem Björn Valur hefur hengt sig við, er komin niður í 22,8% samanlagt fylgi í síðustu skoðanakönnun og er sjálf ein helzta fuglahræðan sem fælt hefur fólk frá Þóru Arnórsdóttur. Pínlegt var að hlusta á frásögn fyrrv. Rúv-fréttamanns í kosningavökunni í nótt af því, hvernig Þóra varði 2/3 af ræðutíma sínum á vinnustaðarfundi í Vestmannaeyjum í það (vonausa) verkefni að sverja af sér Samfylkinguna -- svo illa þokkuð er hún (Sf) orðin meðan landsmanna, að jafnvel skilgetin afkvæmi hennar sverja af sér pólitískt móðernið.

Glæsilegur var sigur Ólafs Ragnars Gísmssonar. Til hamingju, Ólafur og Íslendingar allir. 

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Tilraunin mistókst – skiljanlega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið þið sæl; Þjóðarheiðurs félagar - sem jafnan !

Þakka þér fyrir; þessa ágætu tölu, Jón Valur - en geta má þess, að Björn Valur Gíslason, myndar þríeykið, að 4ða. Icesave´s gjörningnum, ásamt þeim Svavari Gestssyni, og Indriða H. Þorlákssyni, Jón Valur.

Þau; Jóhanna og Steingrímur, munu gera ALLT; til þess að þóknast Bretum og Hollendingum - hér eftir, sem hingað til.

Að minnsta kosti; hefi ég sterkt hugboð, um það.

Brýnast af öllu er; að Ólafur Ragnar, að fengnu yfirgnæfandi og spánýju umboði, leggi sem allra fyrst, grunninn að valdatöku brýnnar Utanþings stjórnar, í landinu. 

Ekki yrði gæfulegt; að svokölluð stjórnarandstaða, kæmist að völdum hér, á ný, að minnsta kosti - að þeim Jóhönnu og Steingrími, frágengnum.

Með beztu kveðjum; sem fyrri - úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 15:51

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það er svolítið sérstakt að hann fái það út að forsetinn hafi lagt einhverja klafa á þjóðina, það sem forsetinn gerði var að fylgja kalli þjóðarinnar um að leyfa okkur að velja sjálf í þessu máli, það var meirihluti þjóðarinnar sem felldi þessa icesave samninga ekki forsetinn einn og sér, og á hann Ólafur Ragnar mikið lof skilið fyrir þann gjörning.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 2.7.2012 kl. 00:55

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er erfitt fyrir suma að sjá sannleikan þó hann dansi fyrir framan augun á þeim.  Þegar rætnin ein er eftir þá er málið orðið dapurlegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2012 kl. 16:21

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir góð innlegg hér, samherjar!

Jón Valur Jensson, 8.7.2012 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband