Undirskriftir stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar nálgast 31.000

Glæsileg hefur þátttakan verið í undirskriftum á vefsíðunni ÁSKORUN TIL FORSETA (askoruntilforseta.is) um að sitjandi forseti þjóðarinnar gefi áfram kost á sér í embættið. Um 30.700 hafa nú skrifað undir eftirfarandi hvatningu til hans:

  • Við undirrituð skorum á þig, herra Ólafur Ragnar Grímsson, að gefa kost á þér til forsetakjörs í sumar. Við treystum þér betur en nokkrum öðrum manni til að standa vörð um hagsmuni fólksins í landinu á þeim erfiðu tímum sem fram undan eru.

Félagar í Þjóðarheiðri – samtökum gegn Icesave – standa í ævarandi þakkarskuld við Ólaf Ragnar. Það sama á við um íslenzka þjóð. Forsetaembættið hefur vegna aðgerða hans borgað sig næstu þúsund árin eða svo vegna fyrra málskots hans á Icesave-ólögum til þjóðarinnar, en samkvæmt þeim væri nú búið að gjalda yfir 120 milljarða króna í óendurkræfa vexti af gerviskuldinni. Þessi fjárhæð hefði valdið hér efnahagslegu fárviðri – stórfelldum niðurskurði, kjararýrnun og fátækt alþýðu.

Hefur þjóðin efni á því að fá óvissu um þessi mál í stað þessa forseta? NEI. Þess vegna sameinast nú menn og konur úr öllum flokkum um að leita eftir því við Ólaf Ragnar Grímsson, að hann haldi áfram að þjóna landi sínu og þjóð.

Við höfum ekki efni á því að sýna neitt andvaraleysi, meðan enn geta vofað yfir okkur smánarsamningar stjórnmálamanna við útlendinga veifandi ranglátum, löglausum kröfum sínum

Það er enn hægt að fara inn á þessa vefsíðu til að styðja ákallið til Ólafs Ragnars. Þeir, sem ekki eru sjálfir með tölvu, geta hringt í undirritaðan í síma 616-9070 og fengið aðstoð við að skrá nafn sitt á listann. Fjöldi manns, meiri hlutinn tölvulaust fólk, roskið og aldrað, hefur þegið boð um þessa aðstoð frá því í síðustu viku, flestir síðan á mánudag. Það er gefandi að hlusta á það fólk og einlægan stuðning þess við okkar framúrskarandi hæfa forseta.

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Herra Ólafur Takk fyrir að vera Sá sem Þúu ERT!.:

Pétur Gísli Finnbjörnsson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband