Hið dásamlega "nýja Ísland" Jóhönnu!

Jóhanna er enn að blaðra um baráttu sína fyrir "hinu nýja Íslandi"! Var ekki Icesave partur af pakka Jóhönnu og Steingríms frá Alþjóða-gjaldeyrissjóðnum? –Jú, Kristin Halvorsen upplýsti á sínum tíma sem fjármálaráðherra Noregs, að AGS hafi sett Norðmönnum þá skilmála, að fresta yrði lofuðu láni til Íslands, nema við kláruðum Icesave-samninginn!

Þvert gegn streituhugsun Steingríms og Jóhönnu, sem þau hafa aldrei fengizt ofan af, þ.e. að við hefðum átt að borga Icesave-kröfu gömlu nýlenduveldanna í landsuðri, þá er staðreyndin sú, að við áttum EKKERT að borga (en skýrslu um það FALDI Össur, þvert gegn einhverjum alvarlegustu lögum landsins).

Icesave-I-samningurinn hefði hingað til kostað okkur yfir 120 milljarða króna í eina saman VEXTI (110 ma. til 1. okt. sl.) – og það ÓAFTURKRÆFA vexti – og allt í erlendum gjaldeyri! En það "nýja Ísland", sem af þessu hefði hlotizt, hefði verið RÚSTUN velferðarkerfis okkar og þrælaánauð skattgreiðenda í þágu ríkissjóða Breta og Hollendinga!

Icesace-III-samningurinn, sem sumir tala enn um (eins og Jóhanna gerði HÉR daginn fyrir seinni þjoðaratkvæðagreiðsluna) sem "betra [í stað: illskárra] tilboð", var jafn-löglaus og hinn fyrri, en hefði kostað okkur um eða tæpa tvo milljarða króna á hverjum mánuði í óafturkræfum vaxtagreiðslum eða sem nemur verðmæti heils ríkisfangelsis á Hólmsheiði á 36 daga fresti – og þær síendurteknu greiðslur stæðu ENN yfir, ef þetta ábyrgðarlausa "bjartsýnis"-lið hefði fengið að ráða hér, þvert gegn þjóðarvilja og þjóðarhag. Óneitanlega partur af því "nýja Íslandi" sem Jóhanna og Steingrímur reyndu að koma hér á, ekkert síður en "skjaldborgin" þeirra, sem fór víst vegavillt í framkvæmdinni!

Það er alls ekki að bera í bakkafullan lækinn að ræða enn og aftur Icesave-málið, því að þetta tvíeyki, parið Steingrímur og Jóhanna, hugsjónarímynd hins "nýja Íslands", situr enn á fjörráðum við þjóð sína í þessu bannsetta máli.

Full þörf er á því að fylgjast vel með Steingrími J. Sigfússyni, nú eftir að hann hefur rutt úr vegi Árna Páli Árnasyni sem efnahags- og viðskiptaráðherra og setzt jafn-ábúðarmikill í stól hans eins og Jóns Bjarnasonar, sem reynt hafði að fylgja samvizku sinni í öðru máli fyrir landsins hönd.

Steingrímur hefur sýnt það, svo að ekki verður um villzt, að honum er ekki treystandi. Fullrar vöktunar er því þörf á þessum tveimur!

PS. Greinilega hefur ritskoðun verið beitt við þessa vefgrein, því að tengd var hún frá upphafi við frétt af ummælum Jóhönnu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í morgun (HÉR!), en sú tenging hefur verið rofin, og það gerist ekki án íhlutunar vefstjóra á blog.is eða mbl.is. Annað dæmi um slíkt rof vefsíðu við fréttir er nýlegt: þegar það sama var gert við vefsetur Samstöðu þjóðar. – Já, ritskoðun er óvíða lengur við lýði nema einna helzt í Kína, Sýrlandi og öðrum einræðisríkjum – og nú einnig hér á Íslandi! Hvað skyldi Davíð segja um það? – En lesendum síðunnar er velkomið að stuðla að lestri hennar með Facebókartengingu eða með öðrum hætti; með því sýnum við hug okkar gegn ritskoðun!

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þetta fólk er vitifyrrt og það mun fara á bak við þjóðina- kjósendendur sina- með öllum ráðum. kv.EA

Erla Magna Alexandersdóttir, 29.1.2012 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband