Þessum forseta á þjóðin mest að þakka

Ólafur Ragnar Grímsson er nánast sjálfkjörinn í starf forseta í 5. sinn. Með málskoti til þjóðarinnar sparaði hann okkur 110 milljarða króna ÓAFTURKRÆFA VEXTI af gerviláni* og lét þannig forsetaembættið borga sig a.m.k. næstu 1100 árin – menn hugsi út í það! (sjá nánar hér: Afhjúpuð ríkisstjórn – óbærilegir vextir af engu!).

Hefði Ólaf Ragnar brostið kjark og einurð, þegar menn eins og Bjarni ungi Ben. hlupust undan merkjum og brugðust þjóðinni með því að taka þátt í samþykkt Icesave-III-frumvarpsins, þá hefðum við ekki komizt hjá því að borga vexti af þeirri ólögvörðu kröfu! Við hefðum aldrei fengið vextina endurgreidda, af því að þær greiðslur teldust ekki með forgangskröfum í þrotabúið. Vextir af Icesave-III myndu nema fullu andvirði ríkisfangelsis á Hólmsheiði Á HVERJUM 36 DÖGUM! Og það væri enn verið að borga þá, alveg þangað til höfuðstólskrafan væri öll útgreidd úr þrotabúi Landsbankans.

Steingrímur og Ögmundur voru reyndar í standandi vandræðum með að harka saman aura fyrir einu aukafangelsi, sem kostar á þriðja milljarð, og sáu þann kost vænstan að láta einkafyrirtæki sjá um byggingu þess, en síðan yrði ríkið látið leigja af því fyrirtæki. Hugsið þá þeim mun frekar til þess, góðir lesendur, að andvirði 10 ríkisfangelsa ætluðu þeir að kasta út í veður og vind – eða beint í Bretann og Hollendinginn – á hverju ári, meðan greiða þyrfti vextina! Það væri enn verið að borga þá, alveg þangað til höfuðstólskrafan væri öll útgreidd úr þrotabúi Landsbankans.

Samtökin Þjóðarheiður óska landsmönnum öllum árs og friðar.

* 110.000.000.000 kr. til 1. okt. 2011, skv. útreikningum í bók Sigurðar Más Jónssonar um Icesave-málið. Þessi fjárhæð er nú komin yfir 120 milljarða króna, því að þessar vaxtagreiðslur halda áfram, meðan þrotabú Landsbankans hefur ekki verið gert upp.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Framboð ekki útilokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Endilega komi forsetinn aftur í 5. sinn ef hann vill.  Hann er að mínum dómi okkar langsterkasta stjórnmálaafl.  Líka sterkasti forseti lýðveldisins.  Of mikil óvissa og óöryggi verður við brottför hans meðan grimm og ólýðræðisleg ICESAVE-STJÓRNIN er við völd.  Og stjórnmálamenn sem grafa undan fullveldi landsins.  Hinsvegar snýst ICESAVE um kúgun og lögleysu og ranglæti no 1 + 2 + 3, ekki peninga.  Við losnuðum undan fjárkúgun með hans hjálp eða vegna hans. 

Elle_, 1.1.2012 kl. 22:52

2 Smámynd: Samstaða þjóðar

Ég tek undir þessi ummæli ykkar Jón Valur og Elle. Meiri hluti landsmanna er sama sinnis. Vandinn er bara sá, að þessi meirihluti var þögull, þar til ákvörðun Ólafs Ragnars lá fyrir og þá voru stuðnings-yfirlýsingar orðnar tilgangslausar. Við hjá Samstöðu þjóðar reyndum þó hvað við gátum:

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1213843/

Beztu óskir um farsæld á árinu 2012.

Loftur altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 2.1.2012 kl. 00:19

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl verið þið og Gleðilegt nýtt ár! Eins og ég hef áður drepið á,er fólk sem er innilega sammála okkur,alls ekki með, þegar ég segi þeim frá undirskriftalistanum. Þau eru blekkt til að trúa því að þau geti kosið sig frá ESb. eftir að allar reglugerðir hafa verið innleiddar,ég ætla ekki að fullyrð um það,en veit að þessi stjórn er þjóðhættuleg. Nú þurfum við fleiri öfluga fjölmiðla,nýja árið verður að marka vorhreingerningar í pólitíkinni.

Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2012 kl. 02:18

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir góð innlegg ykkar hér og fyrir farsældaróskir.

Jón Valur Jensson, 2.1.2012 kl. 06:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband