14.12.2011 | 08:41
Ánægjuleg umskipti í Icesave-máli – það voru góð skipti að fá Árna Pál að málinu og „hvíla“ Steingrím
Meðal svara, sem fulltrúar efnahags- og viðskiptaráðuneytis hafa í vörn Íslands í Icesave-málinu, eru einkum þau að engin ríkisábyrgð hefði verið á Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta og því hefði íslenzkum stjórnvöldum ekki verið skylt að bæta innistæður sem sjóðurinn reyndist ekki geta greitt í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. (Mbl.is.)
Þetta er ánægjuleg umvending frá því, er Steingrímur nokkur J. Sigfússon virtist einn hafa þetta mál á sinni könnu og lét þar Svavar Gestsson og eða Indriða H. Þorláksson afvegaleiða sig og næstum draga þjóðina með sér í herleiðingu. Ekkert varð þó af þeirri Babýlonarferð, þökk sé forsetanum, sem og vel áttaðri þjóðinni sjálfri, sem afþakkaði pent þetta Babýlonarboð vinstri flokkanna.
Árni Páll Árnason hefur staðið sig með ágætum í málinu síðan í vor. Við höfðum þá áhyggjur af því hér, hvað hann væri að gera til útlanda að semja um málið, en hann hefur fyrst og fremst verið að kynna málstað og málefnastöðu Íslands. Auk þess sem Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta var ekki ríkistryggður, hefur ráðherrann bent á, að neyðarlög Geirs hafi bjargað því, að nú er yfrið nóg í eignasafni gamla Landsbankans til að borga allar Icesave-höfuðstólskröfur. Það á hins vegar ekki við um vaxtakröfur þær, sem Steingrímur vildi endilega að við samþykktum í Icesave I, II og III, en gerðum raunar ekki. Riddarinn sjónumhryggi reynir nú að bæta sér upp þennan stórkostlega ávinning ríkisins með enn meiri álögum á fólk og fyrirtæki en menn rekur minni til á fyrri tíð.
- Við höfum sett fram okkar sjónarmið og málið er í höndum ESA núna. Við höfum verið að taka saman upplýsingar fyrir stofnunina, bæði þýðingar á þeim dómum sem hafa gengið um forgangskröfur og ýmis talnagögn. En frekari ákvarðanir vegna málsins eru núna í höndum hennar. Þetta segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, aðspurður um stöðu Icesave-málsins. (Mbl.is.)
Við fylgjumst áfram með þessum málum. Ekki sízt er okkur annt um, að Steingrímur fái að hvíla sig sem lengst ólíkt hans eigin útþensluhugmyndum.
Jón Valur Jensson.
Boltinn í Icesave-máli hjá ESA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:57 | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki oft sem tilefni hefur gefist til að þakka Árna Páli eitt né neitt, en þarna gafst það. Hann hafði vit á að fá með sér í vörnina ólíka aðila eins og Indefence-hópinn og aðra sem horfðu á málið öðrum augum en Steingrímur og Co. Það á eftir að verða happ þessarar þjóðar.
Ragnhildur Kolka, 14.12.2011 kl. 09:42
Þakka þér, Ragnhildur. Það fór ennfremur ekki hátt, að háttsettur starfsmaður hans, Kristrún Heimisdóttir, fekk fjóra gagnrýnendur málsins, Loft Altice Þorsteinsson, Pétur Valdimarsson, mig og Borghildi Maack, til langs viðtals við sig og aðra háttsetta konu í ráðuneytinu á krítískum tíma í málinu, og þar fengu þær gögn í hendur, sem að þeirra mati voru mjög mikilvæg. Við ræðum það mál kannski seinna.
Jón Valur Jensson, 14.12.2011 kl. 12:05
Þar fær Kristrún plús númer 2. Hinn fékk hún þegar hún hélt varnarræðu fyri Geir H Haarde í Hörpu.
Ragnhildur Kolka, 14.12.2011 kl. 12:57
Segist Steingrímur hafa látið Svavar og eða Indriða "afvegaleiða sig"?
Getur málaferlum um Icesave lokið með dómsátt, sem ekki þurfi að staðfesta með löggjöf, eins og fyrri samninga?
Vingjarnleg kveðja.
Siigurður (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 12:27
Nei, Steingrímur hefur ekki viðurkennt það, Sigurður.
Eins og Bjarni, formaður Sjálfstæðisflokks, játar hann seint sín mistök.
Ekki vil ég svara seinni spurningunni, það er fremur fyrir löglærða, en þar að auki sýnist mér langt í þann tíma, að hún verði raunhæf.
Jón Valur Jensson, 15.12.2011 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.