Icesave-málið var forsetanum afar erfitt, en hann stóð sig eins og hetja

Greinilegt er af því, sem kvisazt hefur hér um sjónvarpsviðtal herra Ólafs, sem sýnt verður í kvöld, að mjög var þrengt að honum af a.m.k. þremur ráðherrum ríkisstjórnarinnar í aðdraganda fyrri þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Fróðlegt verður að fylgjast með viðtali hans við Sölva Tryggvason í þættinum Málinu, sem sýndur verður á SkjáEinum í kvöld.

Ólafur Ragnar var varnarmaður Íslands par excellance í þessu máli, og það er miklu meira virði en að vera kallaður excellence í ethíkettum diplómata–––það er stundarhjóm, en hitt er sönn tign.

Nýleg grein hér sýnir vel, hve dýrmætt þjóðinni var að eiga samstöðu forsetans vísa. 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Icesave-málið erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið þið sæl; Þjóðarheiðurs félagar !

Þó svo; ekki séum við Jón Valur Jensson dús, hugmyndafræðilega,, í ýmsum efnum er það þakkarvert mjög, að hann skyldi vekja athygli okkar, á hinu gagnmerka viðtali Sölva Tryggvasonar, við Ólaf Ragnar Grímsson, á Skjá 1, fyrir stundu.

Undanfarin ár; sem misseri, hefir þýðingarmikið hlutverk Ó. R. Grímssonar komið skýrar í ljós, með tilliti til atburðarásar allrar, í íslenzku samfélagi.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 22:38

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Mikið er ég sammála þér um að sæma Ólaf Ragnar Grímsson heiðurstitlinum "varnarmaður Íslands par excellance". Það jafnast alveg á við "sómi Íslands, sverð þess og skjöldur".

Magnús Óskar Ingvarsson, 13.12.2011 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband