Hefðum þurft að greiða 110 milljarða fram að þessu í ÓAFTURKRÆFA VEXTI vegna Icesave!

Í nýútkominni bók Sigurðar Más Jónssonar um Icesave-málið kemur það fram, sem ítrekað hafði verið á bloggsíðu Þjóðarheiðurs í pistlum í haust, að þrátt fyrir að eignasafn Landsbankans gamla nægi til að borga upp allar Icesave-höfuðstólskröfurnar (upp að í mesta lagi 20.887€ á hverja), þá hefðum við Íslendingar samt þurft, skv. Icesave I, að greiða Bretum og Hollendingum gríðarlegar og óafturkræfar VAXTA-fjárhæðir, sem hefðu leikið samfélag okkar afar grátt og ýmist kollsteypt ríkissjóði eða valdið hér ómældum hörmungum. Óafturkræfar væru þær, af því að vaxtakröfur í þrotabú teljast ekki til forgangskrafna.

Samkvæmt útreikningum Sigurðar Más (sjá bls. 187 í bók hans) næmi þessi gjaldfallna fjárhæð, þar til 1. október sl., er bók hans var tilbúin til prentunar, 110 milljörðum króna! – Hvar ætlaði fjármálaráðherrann og viðhlæjendur hans að taka þessa peninga?! Hér er lokað spítölum og deildum, allt dregið saman nema helzt í sukk og óhóf, t.d. í aðstoðarmenn ráðherra, sem fá hækkun nú, en ríkisstjórnin vildi fjölga þeim upp í 31 manns!

Og meðan lokað er meirihluta Landakotsspítala til að spara 100 milljónir, taldi (og telur enn?!!!) fjármálaráðherrann, að rétt hefði verið að fleygja ellefu hundruð sinnum hærri fjárhæð í óafturkræfa gjöf til Breta og Hollendinga!!!

Hvar á byggðu bóli getur vanhæfari stjórnvöld? Ætli þeim veiti nokkuð af 31 aðstoðarmanni? Þeim verður þó engin hjálp í þeim öllum, ef ríkisstjórnin sjálf fær að ráða, hvaða vildarmenn hennar hreppi þær stöður.

Það er alveg ljóst, að Evrópusambandið tók í þessu máli afstöðu með Bretum og Hollendingum og að ýtt var þaðan á Samfylkinguna og Jóhönnustjórnina (jafnvel fyrir formlegan upphafs-starfsdag hennar) um að leggjast hundflöt fyrir kröfum brezkra og hollenzkra stjórnvalda.

Þjóðin á enn eftir að gera upp þessi mál í kosningum. 

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Guðmundsson

Las þessa grein. Takk.

Þórður Guðmundsson, 3.12.2011 kl. 09:29

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Þórður!

Jón Valur Jensson, 3.12.2011 kl. 21:52

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Jón Valur, en ekki veit ég hvort þetta hreifir nokkuð við hinum siðblinda fjármála ráðherra.  Jóhönnu líður náttúrulega vel því hún skilur þetta ekki sem svo margt annað.  

Hrólfur Þ Hraundal, 4.12.2011 kl. 11:52

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góð grein hjá þér Jón Valur!

Landsbankinn var kanski aldrei gjaldþrota og þá hafði Björgúlfur gamli alltaf rétt fyrir sér. Ef það verður raunin kostar það jafnmikið í skaðabætur til hans eins og ruglið í Steingrími á sínum tíma..

Óskar Arnórsson, 4.12.2011 kl. 21:21

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég þakka ykkur aftur innleggin og umræðuna hér.

Grein mín um þetta mál birtist í Mbl. í dag, að nokkru leyti samhljóða ýmsu í þessari grein. Hér er hún: Ríkisstjórnin stendur uppi afhjúpuð í Icesave-málinu.

Jón Valur Jensson, 10.12.2011 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband