Icesave hluti ESB-viðræðna!

"Nú hefur Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefnar Alþingis, upplýst að þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða séu tengsl á milli Icesave og ESB. Icesave verði því hluti af viðræðunum við ESB." Svo er ritað í leiðara Mbl. í dag: Icesave hluti ESB-viðræðna. Menn eru hvattir til að lesa þann leiðara!

Full ástæða er til að taka undir þessi orð þar:

  • Afstaða Íslendinga gæti ekki verið skýrari í Icesave-málinu. Þeir hafa tvívegis fellt það í þjóðaratkvæðagreiðslu að taka á sig skuldir einkabanka, þrátt fyrir hvatningu Árna Þórs og annarra forystumanna VG um hið gagnstæða.
  • Augljóst er þess vegna að ekki er um neitt að semja í málinu af Íslands hálfu en samt er samningaviðræðunum svokölluðu haldið áfram.
Stjórnvöld halda áfram að bæta hneisu og höfuðskömm ofan á fyrri vammir sínar og skammir.

JVJ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kom skýrt fram hjá þessari svokölluðu "Stöðumatsnefnd" ESB Elítunnar nú um daginn. Þar sagði m.a. berum orðum að það sem annars bæri á milli væri það að þeirra mati væri ICESAVE málið ekki leyst. Það er málið hafði ekki verið leyst eins og þeir vildu, eins og það heitir á Bruxelsku.

Þarna kom það alveg skýrt fram sem við andstæðingar ICESAVE og ESB aðildar höfum haldið fram allt frá byrjun deilunnar að lausn á ICESAVE sem væri þóknanleg agentunum frá Brussel væri forsenda þess að hér yrði gerður samningur um ESB aðild.

Þessu hafa þeir keppst við að neita íslenska ESB aftaníossa samninganefndin, Össur utanríkis- og svo ráðamenn ESB.

Nú liggur þetta alveg fyrir og er viðurkennt af báðum þessum aðilum bætist við allan lygastabbann sem þetta lið hefur reynt að troða ofan í kok þjóðarinnar !

ESB Samninganefnd Össurar er algerlega umboðslaus til þess að semja eitthvað við þessa aðila um ICESAVE málið.

Þjóðin hefur skýrt og skorinort hafnað ICESAVE samningum með miklum mun.

Samt á að halda áfram þessari þvælu og allt bak við lokaðar dyr, meira og minna í felum og pukri fyrir þjóðinni !

Nú er meira en nóg komið. Hafi þetta ESB aftaníossa lið skömm þjóðarinnar um aldur og ævi !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 16:00

2 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Ég tek undir með Gunnlaugi.

Þórólfur Ingvarsson, 17.10.2011 kl. 22:32

3 Smámynd: Elle_

Enginn hefur leyfi til að semja um ´lendingu´ eða ríkisábyrgð á ICESAVE og hafði aldrei í fyrstunni og mun aldrei komast upp með það.  Ekki um neitt að semja nema fyrir þá sem ætla að borga úr EIGIN VASA.  Og ég er sammála Gunnlaugi og Þórólfi.   

Elle_, 17.10.2011 kl. 23:05

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir innlegg ykkar hér.

Jón Valur Jensson, 17.10.2011 kl. 23:15

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

         Seint á ferð hér,en þetta kemur mér ekki á óvart,enda hef ég nefnt það í ath.semdadálkum fyrr,þar sem ég gruna þá ávallt um græsku. Stjórn sem segir ekki af sér eftir 2 atkvæðagreiðslur þjóðarinnar gegn Icesave,er ekkert heilagt nema E-ið, hún á að heita stjórn Íslands,þiggur laun frá því ríki sem hún á að vinna fyrir,fyrst og síðast. Góð bítti ef þau færu og við fengjum þá aftur heim sem flúðu hana.

Helga Kristjánsdóttir, 18.10.2011 kl. 02:29

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Helga, fyrir þetta, ég tek undir orð þín, ekki sízt þau síðustu.

Jón Valur Jensson, 18.10.2011 kl. 12:53

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Seðlabankar UK og EU, geta mælt með lágu gengi á á Íslensku neytendamarkaði ef það eykur gengi á þeirra eigin mörkuðum.   Við erum með 80% eggjunum í EU körfunni of það er Akkelísarhællinn á Íslandi. Vöruviðskipti framtíðarinnar eru við efnafólkið utan UK og EU. Fjármálakeppni  er auka atriði og hefur alltaf verið.

Júlíus Björnsson, 21.10.2011 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband