Eygló Harðardóttir er glöggsýn á ástand keisarans!

Eygló Harðardóttir.  Það er sannarlega tímabær tillaga hjá Eygló Harðardóttur, þingmanni Framsóknarflokks, að dregið verði úr "víðtækum valdheimildum fjármálaráðherra". Margt er þar orðið að tilefni harðrar gagnrýni á ráðherrann, einkum SpKef-málið, en ICESAVE sló þó öll met, þvílíkur var atgangur þessa ráðherra í því máli misserum saman að reyna að koma klafa ólögvarinnar gerviskuldar á herðar almennings. Og þessi ráðherra situr enn! Já, heldur áfram að starfa með ólögmætum hætti, ef dæma má af vel rökstuddum greinum lögfræðings nokkurs, Árnýjar J. Guðmundsdóttur, sem fjallað hefur um SpKef-málið í Viðskiptablaðinu og Morgunblaðinu* og það með þeim hætti, að steinn virðist ekki standa yfir steini í vörnum Steingríms J. og Gunnars Andersen í Fjármálaeftirlitinu í því máli.

En við hverju mátti ekki búast af þessum ótrúlega Icesave-ráðherra?! 

* Nú síðast í þessari grein í Mbl. sl. fimmtudag 11. ágúst: Starfsemi Spkef án lagaheimildar.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Vill draga úr valdheimildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið þið sæl; jafnan, félagar í Þjóðarheiðri !

Rangt.! 

Eygló Harðardóttir; hefir - sem flokkssystkini hennar önnur, látið ásannast, að píp þeirra, um einhverjar úrbætur - sem leiðréttingar mála, eru einungis, í þeirra fláráðu nösum - ómarktækt, með öllu.

Þessi manneskja; ætti, sem hin 99% kollega sinna, í stjórnmálum, að skamm ast sín, fyrir ódöngun alla, sem sviksemi, við íslenzka Alþýðu, um áratuga skeið.

Með beztu kveðjum; öngvu að síður, til Þjóðarheiðurs félaga /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 15:19

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Orð dagsins: LÖGJÖFNUN.

Hinn eiginlegi handhafi löggjafarvaldsins hefur sagt NEI tvisvar við óábyrgri ráðstöfun á skattfé til fjármálafyrirtækis. Með löggjöfnun hlýtur það að eiga jafnt við um aðrar slíkar ráðstafanir, hvort sem um er að ræða Landsbankann eða önnur fjármálafyrirtæki sem vilja komast á spena ríkissjóðs.

Á morgun verður svo nýtt orð dagsins: ÓMERKINGUR.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.8.2011 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband