GETUR FORSETINN SKRIFAÐ UNDIR GLÆP??

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Mynd: NordicPhotos/AFP

Getur forsetinn skrifað undir kúgun?  Hvílíkt fáránlegt.  Mun forsetinn geta staðfest ólögin ef meirihluti þjóðarinnar kýs þau yfir minnihlutann??   Mundi hann nokkuð skrifa undir lögbrot eða stjórnarskrárbrot eins og ICESAVE þó brjálaðri stjórninni hafi tekist að pína það í gegnum löggjafarvaldið? 

Ríkisábyrgð verður ekki til úr engu og ekki með fölsunum og hótunum.  Rukkunin er ólögleg og verður ekki liðin.  Stærri hluti þjóðarinnar ætti ekki að geta kosið glæp yfir minni hlutann eða brotið stjórnarskrána gegn honum.  Stjórnarskráin á að verja okkur gegn hættulegum og skaðlegum stjórnmálamönnum og mannréttindabrotum og ofbeldi meirihlutans. 

Vildi geta heyrt hvað lögmenn segja um þetta og þá meina ég ekki aumar málpípur ICESAVE-STJÓRNARINNAR.  Það getur aldrei orðið löglegt og verður aldrei liðið þó við værum í minnihluta að við yrðum pínd til að borga ólöglega rukkun erlendra velda.  Við segjum NEI.  Við getum ekki leyft þeim að komast upp með níðingsskapinn. 

Elle Ericsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Velkomin aftur Elle.

Forsetinn getur það en spurningin er alltaf hvort það er vitandi, eða óafvitandi.

Jón Steinar hefði gaman af því að tengja ICEsave lögin við öll hugsanleg lögbrot sem hægt er að ímynda sér, og samt væri nóg eftir til að tengja við.  Því þessi samningur brýtur allt sem hægt er að brjóta, þó mest heilbrigða skynsemi.

En það er viss fyndni í málinu, ég slappaði af áðan með því að fara inná feisið hjá Áfram hópnum, það hreinlega bregst ekki.

"ég sýni ábyrgð og hugsa um framtíðina" sagði ein ung snót.  

En Margrét Pála toppar þetta allt, hún er svo snortin af framtíð barna að hún þorir að segja já.

Skiptir engu máli, þetta mál er úr sögunni klukkan 22.00 á laugardaginn.

Hvernig datt atvinnurekendum svona í huga að stilla fólki upp við vegg???

En Ólafur slapp við glæpinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 23:57

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Sæl Elle og Ómar, það er með ólíkindum hvað maður hefur hangið í vetur.alltaf þegar maður hélt að við værum"marki yfir" komu kvikindin (bara gælu nafn) og jöfnuðu,eða komust yfir.´Fyrir þetta hang hef ég útnefnt mig lafði Helga,já maður er góður með sig. Pófin eru að skella á hjá nemendum, okkur líka kallast ,,mat,, svona eins og frá Moodys,vonandi fáum við AAA.fyrir okkar staðfasta NEI.

Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2011 kl. 01:35

3 Smámynd: Elle_

Kannski getur hann það Ómar, held honum verði aldrei stætt á að gera það.  Og vil meina að hann gerði það ekki vitandi vits.  Málið hefði átt að vera rannsakað ofan í kjölinn fyrir löngu og grátlegt að enginn hafi enn gert það.  Það er eins og ekkert virki í þessu landi, lög eru brotin af stjórnmálamönnum og stjórnarskráin líka og landinu stjórnað með ofbeldi bæði gegn Hæstarétti og þjóðinni.  Vildi að Jón Steinar gæti tengt ódæðið við þúsund lögbrot.  Lafði Helga????? -_-  Hvað getur maður sagt við hangandi konu?  AAA eða ÖÖÖ - VIÐ SEGJUM NEI. 

Elle_, 6.4.2011 kl. 12:40

4 identicon

Eg hef verið að hlusta á fréttirnar af smekklegu  útspili Samtaka atvinnulífsins í morgun

og nú á greinilega að " gera stórt "

Er ekki eþlilegt að atvinnurekendur vilji koma Iceave á ?

Og skapa þannig opinbert  fordæmi fyrir ríkisábyrgð á einkafyrirtæki

reyndar hafa útstrikanir skulda í  sjávarúvegsfyrirtækjum verið stundaðar löngu fyrir hrun.....

Muna ekki allir eftir Skinney Þinganes sem fékk miljarða skulda afskrift vegna verðfalls á rækjukvóta

 EN  heldur eftir öllum kvótanum eins og ekkert hafi skeð

 svona talnaleikfimi  var orðin óopinber hefð sem ekki var sagt frá áður

alltaf skemmtilegra að hafa allt upp á borðinu.....eða þannig 

Sólrún (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 13:11

5 Smámynd: Elle_

Já, Sólrún, fyrirtæki og peningaöfl stjórna víst landinu með hótunum og í gegnum spillingarpólitíkusa.  Guðmundur Gunnarsson hjá Rafiðnaðarsambandinu og Vilhjálmur Egilsson hjá SA hafa heimtað ICESAVE1 + 2 + 3 og eru núna farnir að hóta ef við samþykkjum ekki kúgunarsamninginn.  Og svo veltir maður alvarlega fyrir sér hvar hótanir og kröfur Gylfa Arinbjarnarsonar við ASÍ koma þarna inn.  Fyrir hverja vinnur hann?????   En þakka þér.  Elle. 

Elle_, 7.4.2011 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband