NEI, VIÐ ERUM EKKI DRULLUSOKKAR.

Maður nokkur, ÞORBERGUR STEINN, spyr í Pressunni hvort við ætlum að verða drullusokkar og meinar ef við borgum ekki kúgunarsamninginn ICESAVE.  

Hann kemur þarna með langar og merkilegar stærðfræðilegar skýringar og útreikninga um hagstæði kúgunarinnar fyrir okkur en minnist ekki einu orði á ólögmæti rukkunarinnar.  

Forsendur mannsins eru þannig forhertar og rangar og geta ekki verið teknar alvarlega. 
Og ég nenni ekki einu sinni að hugsa um eða skilja útreikninga hans í samhenginu sem hann vill að við gerum.  

Hann getur líka ekkert vitað hver endalok málsins verða og ætti ekki að koma fram með neina útreikninga á kolröngum forsendum fyrir okkur hin.   Hefði málið farið fyrir dóm og við dæmd til að borga værum við fyrst komin með alvöru forsendur fyrir alvöru mál. 

Maður með fullu viti og minnsta manndóm semur ekki eins og aumingi eða óviti um handrukkunarkröfu við villimenn.  ALDREI.  Og það eru næg rök til að segja NEI.  Við ætlum ekki að vera  DRULLUSOKKAR og segjum NEI.  Við viljum að farið verði að lögum.

Elle Ericsson.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Libertad

Eftir að hafa lesið pistilinn eftir þennan Þorberg Stein Leifsson verkfræðing, þá verður erfitt að vera stoltur af því að vera verkfræðingur. 

Libertad, 5.4.2011 kl. 20:57

2 identicon

Þorbergur Steinn tilgreinir sem heimild þá skýrslu GAMMA frá 10. janúar, sem krækja er á hér til hliðar. Á henni er sá skafanki, að höfundar vita ekki frekar en nokkur maður, hvers virði eignasafn hins fallna Landsbanka reynist.

Einu leiðbeiningar kjósenda eru þær, að einhverjir huldumenn á vegum slitastjórnar birta að mestu órökstuddar niðurstöðutölur um áætlanir sínar, auk þess sem örfáar stærstu eignirnar hafa verið nefndar í fréttum. Helzt þeirra er verzlunarkeðjuna Iceland, sem hefur sótt um heimild til að lækka hlutafé sitt, svo að hægt verði að selja hana á lægra verði, enda er hæsta tilboð fram að þessu sagt nema eitthvað helmingi af áætluðu matsverði. Og ekki má gleyma stóra skuldabréfinu frá nýja Landsbankanum, sem Steingrímur Sigfússon lét sjóða saman með heldur tortryggilegum hætti, því að nákvæmar forsendur þess voru aldrei gerðar opinberar, og nú eru áhöld um, hvort hægt verði að borga það nema ríkið taki erlend lán.

Þorbergur Steinn og aðrir gata reiknað þangað til þeir verða bláir í framan, en dæmið verður aldrei sannfærandi eða reiknað til enda fyrr en eignir gamla Landsbankans hafa að fullu verið innheimtar og seldar. Er ekki nóg komið af heimskulegri bjartsýni og vitlausum áætlunum í íslenzku efnahagslífi? Segjum þess vegna NEI.

Sigurður (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 23:21

3 Smámynd: Elle_

Ef ég væri verkfræðingur væri ég allavega ekki stolt af að hafa hann neinsstaðar í sviðinu,  Libertad.  Nei, enginn getur vitað hver endalokin verða ef við verðum svo vitlaus að sættast á þessa kúgun.  Já, leyfum honum og hinum bara að reikna dæmi þar til þeir verða bláir eða svartir í framan, skiptir okkur engu máli, Sigurður.  Við segjum NEI við lögleysunni ICESAVE.

Elle_, 5.4.2011 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband