Jón Helgi Egilsson hagfræðingur var frábær fulltrúi andstöðunnar gegn Icesave-samningnum í Silfri Egils

Til hamingju, þjóð, með frammistöðu Jóns Helga í Silfri Egils í dag, hann stóð sig afburðavel, rökvís, hnitmiðaður, með alla hluti á hreinu, ófeiminn við að vera beinskeyttur og að hafna röngum mótrökum. Líklegt er, að þetta framlag hans til umræðunnar hafi umtalsverð áhrif til að snúa ýmsum í málinu - og kannski enn frekar að hjálpa mörgum óákveðnum að taka afstöðu.

Jón Helgi hefur unnið Íslandi mikið gagn og á heiður skilinn. Hann er einn þeirra, sem tekið hafa þátt í starfi Samstöðu þjóðar gegn Icesave (Kjósum.is) og vinnur nú með AdvIce-hópnum – fjórðu samtökunum sem til hafa orðið í baráttu gegn Icesave-samningunum.

Silfur Egils verður endurtekið kl. 23.45 í kvöld. Þetta er þáttur, sem þið megið ekki missa af, og einvígi Jóns Helga við Vilhjálm Þorsteinsson, CCP- og Verne Holding-manninn, varaþingmann Samfylkingarinnar, byrjar þar líklega um eða fyrir kl. hálfeitt. Þátturinn er einnig kominn á netið, sjá hér: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4544852/2011/03/20/

Jón Valur Jensson.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið þið sæl; félagar í Þjóðarheiðri, jafnan !

Jón Helgi; komst mjög vel, frá sinni málafylgju, og rökstuddi vel, allt sitt mál. Honum tókst meira að segja; að láta tungur, þeirra Egils og Vilhjálms vefjast vel, um þeirra tennur, algjörlega.

Framtíðar baráttu maður; Jón Helgi, í þágu Íslands - og íslenzkra hagsmuna.

Með beztu kveðjum; sem æfinlegast /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 16:16

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Jón Helgi var góður.

Egill hafði samt undirbúið komu hans í þáttinn vel með drottningarviðtali sínu við einhvern lögfræðing Samfylkingar-málstaðsins fyrr í þættinum.

Geir Ágústsson, 20.3.2011 kl. 16:27

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Já í fyrsta sinni á löngum tíma,var ég ánægð með Silfrið,Þar sem þáttastjórnandi leyfði alvöru einvígi,sem okkur hefur svo sárlega vantað.Tek undir með ykkur, Jón Helgi var afbragðs góður.

Helga Kristjánsdóttir, 20.3.2011 kl. 16:37

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hélt reyndar að Margrét Einarsdóttir væri í Sjálfstæðisflokknum!

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.3.2011 kl. 16:41

5 Smámynd: Sigurður Jónsson

Tek undir með þér Jón Valur þátturinn Silfur Egils var mjög góður og Jón Helgi kom með rök sem ekki er talað mikið um enn geta haft áhrif á marga sem eru í vava á kjördeigi  Málefnalegur flutningur að þessu tagi  mun sigra í þessu máli að lokum Ens mátt þú Jón Valur  koma framm víðar en í Útvarpi Sögu og  blogsíðum

Með baráttukveðjum sigurdur292

Sigurður Jónsson, 20.3.2011 kl. 16:46

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Geir, þetta viðtal Egils við Margréti Einarsdóttur var í það minnsta prinsessuviðtal! Þó hefur athygli mín verið vakin á því, að í vikunni sem var að líða hefur Egill opinberað það á Eyjubloggi sínu, að hann er orðinn efasemdamaður um Icesave-(ó)lögin. Kannski eins gott ...! En meðan Margrét þessi var að tala, beið ég óþreyjufullur eftir því, að Ólafur Ísleifsson hagfræðingur fengi að skjóta að gagnrýnisatriðum á ræðu hennar, en það fekk hann ekki. Hann ásamt Gunnari Tómassyni hagfræðingi voru á fundi með Samstöðumönnum nýlega, og þar voru báðir eindregnir andstæðingar þessara Icesave-III-laga (sjá HÉR! þátt Halls Hallssonar með Gunnari Tómassyni).

En þótt Ólafur fengi ekki að skjóta á neitt af málflutningi Margrétar, tókst Margréti hinni, Kristmannsdóttur, formanni SVÞ og varaþingmanni Samfylkingar (sjá HÉR!), að lauma að einni hræðsluáróðurssetningu eftir viðtali við nöfnu sína, þ.e. að hún sjái dómstólaleiðina fyrir sér sem tveggja ára hrollvekju! – vitaskuld rakalaust. En það var gott, að Jón Helgi svaraði ekki aðeins hinum veikburða rökum Vilhjálms Þorsteinssonar, heldur einnig atriðum frá Margréti prinsessu!

Magnús Helgi, þú veizt það sjálfur, að ýmsir í Sjálfstæðisflokki svíkja, þótt um 90% séu eða hafi verið andvígir Icesave-lögum þar.

Þakka ykkur, Helga og Sigurður, innleggin. Það er rétt, Helga, að loksins, vonum seinna, kom hér einhver skýr Icesave-andstæðingur fram í Silfri Egils til að gera vel og skipulega grein fyrir hinum sterka málefnagrundvelli okkar.

Og áfram nú með baráttuna!

Jón Valur Jensson, 20.3.2011 kl. 22:01

7 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Ég er samála þér Jón Valur, Jón Helgi Egilsson stóð sig frábærlega vel í Silfrinu og ég ætla að nota mér það vel að vitna í það sem frá honum kom og sýna eins mörgum og ég mögulega get það sem þarna var að sjá og heyra. Því að ég ber enga ábyrgð á Icesave og ber ekki að greiða óreiðuskuldir misindismanna og er sannfærður um það sem mér ber að gera en það er að segja NEI, NEI og aftur NEI.

Ég læt fylgja með hér að neðan hvernig Bók Bókana varar mig og þá sem vilja heyra við því að gangast í ábyrgð fyrir aðra

Orðskviðirnir: 6, 1.-5.

-1- Son minn, hafir þú gengið í ábyrgð fyrir náunga þinn, hafir þú gengið til handsala fyrir annan mann,

-2- hafir þú ánetjað þig með orðum munns þíns, látið veiðast með orðum munns þíns,

-3- þá gjör þetta, son minn, til að losa þig því að þú ert kominn á vald náunga þíns far þú, varpa þér niður og legg að náunga þínum.

-4- Lát þér eigi koma dúr á auga, né blund á brá.

-5- Losa þig eins og skógargeit úr höndum hans, eins og fugl úr höndum fuglarans.


Þórólfur Ingvarsson, 20.3.2011 kl. 22:59

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, þetta er frábær texti, Þórólfur, ég þekki hann vel, en hafði ekki hugsazt að nota hann í þessu máli. Þú átt eftir að sjá til hans á vefsíðu Kristinna stjórnmálasamtaka! (hér var ég að vísa á þessa vefmöppu: 'Icesave-málið', á Krist.blog.is).

Orð mælir þú að sönnu um framlag Jóns Helga. Maðurinn er frábær, en gleymum ekki hinu, sem þarf að fylgja: að hryggjarstykkið í styrkleika hans er í raun sú sanna og ósigrandi sterka málefnastaða sem fylgir í raun þessum málstað þjóðarinnar. Væntanlga ber hún gæfu til að kjósa eitt stórt NEI á þessi ólög, en sannleikurinn sigrar alltaf að lokum.

Kærar þakkir!

Jón Valur Jensson, 20.3.2011 kl. 23:56

9 Smámynd: Kristinn D Gissurarson

Ef málflutningurinn varðandi Icesave verður í líkingu við málflutning Jóns Helga í Silfrinu í dag þurfum við ekki að kvíða úrslitunum. Málið er bara það að koma honum að sem víðast og leggja spilin á borðið. Það má ekki drepa málinu á dreif og láta hræðsluáróðurinn ná yfirhöndinni. Þetta mál vinnst með öflugri rökræðu og að leggja áherslu á aðalatriðin en gleyma sér ekki í talnarunum.

Vonandi verður nóg af mönnum eins og Jóni Helga Egilssyni, í orrahríðinni sem framundan er, til að halda fram málstað okkar sem viljum hafna Icesave III.

Kristinn D Gissurarson, 21.3.2011 kl. 00:01

10 identicon

Jón Helgi rústaði já málaflutningi þessa samspilta viðskiftafélaga Bjöggana. Honum Vilhjálmi Þorsteinssyni.

Sjá tengsl þeirra hér:

http://www.hvitbok.vg/Profilar/VilhjalmurThorsteinsson/

Þegar maður rekur tengsl þeirra skyldi engann undra, því samspillingin öll ásamt Vilhjálmi, vilja að börnin okkar axli ábyrgð synda þeirra og borgi Icesafe.

NEI TAKK.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 01:05

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þó ég sé þeirrar skoðunar að skattgreiðendur nútíðar og framtíðar eigi ekki að ganga í ábyrgð fyrir spilavíti Bjögganna, þá fannst mér Jón Helgi ekki standa sig nógu vel gegn Vilhjálmi.

Hann svaraði til dæmis aldrei þeirri fullyrðingu (að vísu mestu órökstuddri) Vilhjálms að lánastofnanir myndu loka á nefið á okkur, nema við samþykkjum Icesave.

Jón Helgi hefði mátt biðja Vilhjálm um skýringar á því hvernig ríkissjóður (og/eðað þjóðfélag) verður tryggari lántaki með því að spila þá rússnesku rúllettu að skrifa undir opinn tékka fyrir skuld í erlendum gjaldmiðlum sem getur hlaupið á hundruðum milljarða til eða frá, verandi sjálft með minnsta og óstöðugasta gjaldmiðil í heimi, fyrir utan gjaldmiðil Zimbabwe-ríkis kannski.

Hinsvegar var gott hjá honum að minnast á möguleikann að kröfuhafar íslensku bankana fari í mál, glæsilegt ef þeir ynnu málið eða þannig og við búin að lofa öllum útgreiðslum úr þrotabúi Landsbankans í Icesave! Um þetta atriði hefur verið alltof lítið talað.

Theódór Norðkvist, 21.3.2011 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband