15.3.2011 | 17:37
Sjómenn eiga líka kosningarrétt!
Sjómönnum, 500 til 1000 manns, er gróflega mismunað af landskjörstjórn í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Það er ekki nóg að hugsa um Íslendinga erlendis, heldur ber að virða rétt allra í þessu máli líka þeirra sem eru nýfarnir í 30 daga túr út á sjó!
- Sjómenn á þeim frystitogurum sem fóru til veiða í vikunni, ná ekki í land til þess að kjósa um Icesave-lögin. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst ekki fyrr en 16. mars og kosið verður um lögin 9. apríl. Frystitogarar eru flestir um 30 daga á sjó
- Okkur finnst þetta orðið svolítið hart þegar við sem erum í 30 daga túrum eigum ekki kost á því að kjósa, segir [Bergþór ... á ...]. Þetta var eins í stjórnlagaþingskosningunum, þar sem þetta var allt of stuttur tími.
- Bergþór segir að fjöldi þeirra sjómanna sem ekki ná að kjósa um Icesave vegna þess að þeir eru til sjós, sé á bilinu 500 til 1.000 manns.
- Þetta er mikill fjöldi sem hefur ekki tækifæri til að nýta lýðræðislegan rétt sinn með því að kjósa, segir hann. Á Hrafni GK 111 eru 26 manns í áhöfn. Bergþór segir mikla óánægju ríkja meðal áhafnarinnar vegna málsins . Hann hafi sent athugasemdir til ráðuneytisins og umboðsmanns Alþingis, en ekki fengið nein haldbær svör.
- Í venjulegum kosningum hefur fresturinn verið það langur að þó við séum 30 daga úti, þá náum við samt að kjósa, segir hann. - sv (Fréttinni lýkur.)
Þetta er mikið réttlætismál fyrir íslenzka sjómenn. Stjórn Þjóðarheiðurs krefst þess, að þeim verði gert kleift að kjósa eins og öðrum borgurum landsins.
Einn maður: eitt atkvæði það á líka við hér!
JVJ skráði.
Kosið í sendiráðum ytra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Sjómenn og sjávarútvegur | Breytt s.d. kl. 18:03 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, stofnuð í febrúar 2010. Félagsmenn eru 82. Netfang: thjodarheidur@gmail.com
ÓPÓLITÍSK SAMTÖK
UMSAGNIR UM
ICESAVE 3
Frá fjárlaganefnd alþingis (ekki lokið)
Umsögn alþingis
Unnið af GAM Management hf [GAMMA]
10. janúar 2011
Umsögn GAMMA
Unnið af IFS Greiningu
11. janúar 2011
Umsögn IFS
Unnið af InDefence
10. janúar 2011
Umsögn InDefence
Frá Seðlabanka Íslands
10. janúar 2011
Umsögn SÍ
FORGANGSKRÖFUR
Í ÞROTABÚ
LANDSBANKA ÍSLANDS?
Minnisblað
Indriði H. Þorláksson
30. júlí 2009
Minnisblaðið
Minnisblað frá LEX /
Eiríki Elísi Þorlákssyni hrl.
31. júlí 2009
Minnisblaðið
Minnisblað
samninganefndar um Icesave samninga
15. júlí, 2009
Minnisblaðið
Tölvupóstur um
evrópskar tilskipanir
frá Jan Marten
Ódagsett
Tölvupósturinn
Lögfræðiálit
Prof. Mr. Dr. P.S.R.F Mathijsen,
Brussels
28. júlí 2009
Lögfræðiálitið
Tölvupóstur
frá Gary Roberts
til Indriða Þorlákssonar
22. júlí 2009
Tölvupósturinn
Minnisblað
Indriði H. Þorláksson
6. ágúst 2009
fjármálaeftirlitsins(FSA)
1. júní 08.
og Helgu Melkorku Óttarsdóttur hdl.
Directive 94/19 EC
Nýjustu færslur
- Fremstum allra hefði Lofti Altice Þorsteinssyni borið hæsta v...
- Guðni Th. Jóhannesson beitti sér ÞVERT GEGN hagsmunum og laga...
- ICESAVE-sinnar reyna enn að krafsa yfir eigin atlögur að hags...
- Minnisstæð ummæli Icesave-áhangenda (meðal þeirra voru Dagur ...
- Icesave í boði EES
- Það þarf glöggskyggni, skilning og nennu til að kynna sér að ...
- Úr Icesave-sögunni: Þorvaldur vildi borga ICESAVE, þó það vær...
- Icesave-samningar Svavars, Steingríms J. og Jóhönnu voru ...
- Prófessorum getur skjöplazt
- Fróðlegur Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við Loga í Sjónva...
Bloggvinir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Elle_
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Guðni Karl Harðarson
- Halldór Björgvin Jóhannsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Sveinsson
- Jón Baldur Lorange
- Axel Jóhann Axelsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Sigurður Sigurðsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Benedikt Gunnar Ófeigsson
- Tryggvi Helgason
- Júlíus Björnsson
- Ívar Pálsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Guðmundur Júlíusson
- Haraldur Hansson
- Benedikta E
- Ragnhildur Kolka
- Sigurður Þórðarson
- Guðbjörn Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Samtök Fullveldissinna
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Sigurður Jónsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Gunnlaugur I.
- Gunnar Heiðarsson
- Kolbrún Hilmars
- Páll Vilhjálmsson
- Rafn Gíslason
- Kristinn Ásgrímsson
- Sigurjón Þórðarson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Tómas
- Haraldur Baldursson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Óli Björn Kárason
- Halla Rut
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Þórhallur Heimisson
- Magnús Óskar Ingvarsson
- Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Axel Þór Kolbeinsson
- Helga Þórðardóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Óskarsson
- Gústaf Níelsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Bjarni Kristjánsson
- Baldur Hermannsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- K.H.S.
- Elís Már Kjartansson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Þórarinn Baldursson
- Valdimar H Jóhannesson
- Frosti Sigurjónsson
- Valan
- Árni Karl Ellertsson
- Birgitta Jónsdóttir
- S. Einar Sigurðsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Ríkharðsson
- Halldór Jónsson
- Ísleifur Gíslason
- Bjarni Jónsson
- Einar Björn Bjarnason
- Geir Ágústsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- G.Helga Ingadóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Óskar Arnórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Sverrir Stormsker
- Linda
- Emil Örn Kristjánsson
- Þórður Guðmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Vésteinn Valgarðsson
- Ketill Sigurjónsson
- Hreinn Sigurðsson
- Pétur Harðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Heimssýn
- Valdimar Samúelsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Guðrún Brynjólfsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Frjálshyggjufélagið
- Birgir Viðar Halldórsson
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Magnús Ágústsson
- Libertad
- Átak gegn einelti
- Kristinn D Gissurarson
- Jónas Pétur Hreinsson
- Gróa Hreinsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Vilhjálmur Stefánsson
- Jónas Örn Jónasson
- Samstaða þjóðar
- Þórður Einarsson
- Tryggvi Þórarinsson
- Jón Lárusson
- Sigurður Alfreð Herlufsen
- Högni Snær Hauksson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Snorri Magnússon
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Bændur og landbúnaður
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fullveldi og sjálfstæði Íslands
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Menning og listir
- Sjómenn og sjávarútvegur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Mínir tenglar
- Frétta-knippi Mbl.is um Icesave Mikilvægt er að eiga aðgang að sem flestum Icesave-fréttum á einum stað
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Eru ekki útgerðarmenn úrvalsmenn? Vitaskuld skipa þeir skipstjórunum að skjótast í land svo karlarnir geti kosið! Nú er boltinn hjá þeim og þeirra lýðræðisást! Ekkert flókið!
Björn Birgisson, 15.3.2011 kl. 17:52
Dýrkeypt er það – vegna endurnýjaðs vanhæfis landskjörstjórnar!
Þetta gerðist líka í stjórnlagaþingskosningunni. Ekkert virðist ástmögur ríkisstjórnarinnar, Ástráður Haraldsson, hafa lært af því.
Og þú virðist ekki gera þér grein fyrir því, Björn Birgisson, hve dýr olían er og hver heimsigling, fyrir utan allt vinnutapið!
Okkur vantar gjaldeyri – ekki vanhæfi, það er allt of mikið af því hér í landi!
Jón Valur Jensson, 15.3.2011 kl. 18:09
Það á ekki að meta lýðræðið til fjár. Ef útgerðarmenn vilja sínum sjómönnum vel, þá taka þeir á sig nokkra olíudropa. Þeir hafa vel efni á því, eins og gengið er nú um stundir og verð afurðanna.
Þeir geta líka hagrætt innkomu skipanna, til léttunar, eins og það er kallað.
Bara spurning um vilja.
Orðið vinnutap á ekki við hér. Aflamagnið er bundið kvóta. Það sem þú veiðir ekki í þessari viku, veiðir þú bara í næstu viku. Ekkert vinnutap!
Björn Birgisson, 15.3.2011 kl. 18:32
Þú ert greinilega ekkert inni í rekstri stórra hágæða-frystitogara, Björn.
"Nokkrir olíudropar"!!!
Jón Valur Jensson, 15.3.2011 kl. 20:04
En ertu þá ekki jafnframt að segja, að sjómenn eigi að eiga það undir stétt útgerðarmanna, hvort þeir fái að njóta lýðræðislegra réttinda sinna sem borgarar í þessu landi?
Mundirðu vilja útfæra það sjónarmið á aðrar stéttir, flesta launamenn?
Er ekki einfaldlega ljóst af þessari afstöðu þinni – eins og svo oft hjá ykkur fylgismönnum núverandi stjórnarflokka – að þú ert reiðubúinn að láta toga þig endalaust og nánast hvert sem er í þjónkun þinni og réttlætingu fyrir vonda stjórnarhætti, bara ef þú heldur að með því getirðu reynt að verja þetta vígi þitt, stjórnarstefnuna?
Þú hefðir nú t.d. getað skellt skuldinni á landskjörstjórn – en nei, það má ekki, af ví að þá er stuggað við sósíalistanum Ástráði í annað sinn!
Þú hefðir getað stundið uppá viku-frestun kosninganna. Nei, það viltu ekki, enda hyggurðu sennilega betra að vera laus við nei-atkvæði flestra sjómanna, sem eru uppréttir menn, heldur en að leyfa þeim að kjósa.
Jón Valur Jensson, 15.3.2011 kl. 20:13
Það er lítill Ísfirðings-bragur að þér, Björn Birgisson, á þessum vetrardegi.
Jón Valur Jensson, 15.3.2011 kl. 20:16
Jón Valur Jensson, nú liggur við að ég sé orðlaus yfir þvættingnum í þér. Hef þó margt séð frá þér, að vísu mjög lítið í nokkra mánuði. Þvílík endaleysa vellur frá tölvunni þinni drengur!
Þú hikar ekkert við að gera öðrum upp skoðanir!
"Það er lítill Ísfirðings-bragur að þér, Björn Birgisson, á þessum vetrardegi."
Ekki skal ég upphefja eigin brag.
En það er nákvæmlega enginn mannsbragur á þér, með þessa orðaleppa þína í farteskinu. Enginn. Þvílíkt bull.
PS. Leiðréttu innleggin þín. Þér er annt um móðurmálið.
Björn Birgisson, 15.3.2011 kl. 20:37
Þú ert greinilega kominn þónokkrar sjómílur frá umræðuefninu, lagsi.
Jón Valur Jensson, 15.3.2011 kl. 20:55
Alþingismenn eru svo miklar skræfur að þeir þora ekki að setja lög sem skylda togara og útilegufiskibáta í land, togarskipstjórar eru svo miklar skræfur að þeir myndu aldrei fara í land vegna hræðslu við útgerðinna...
En það jákvæða í þessu máli er að ef svo hryllilega vildi til að Icesave málið tapaðist í hendur landráðafólksins sem segir já við Ícesave, þá er alltaf hægt að kæra úrslitin til hæstréttar á þeirri forsendu að ekki hefði verið farið eftir stjórnarskránni...
PS. Þetta með móðurmálið. Af hverju er þetta hörmulega mál ekki lagt niður og tekin upp enska í staðin? Mér finnst það ætti að kjósa um þetta.
Já við Icesave þýðir að Íslenska verður lagt niður alveg, enda í þeirra anda, og nei þýðir að túngumálið fær að lifa eitthvað áfram...
Óskar Arnórsson, 15.3.2011 kl. 20:56
Já, ég tók eftir þessu rétt áðan "stundið upp á" (hvílíkt), ví (avíaví)!
Jón Valur Jensson, 15.3.2011 kl. 20:57
Já, góður punktur hjá þér, Óskar, þetta með kæruna!
En ekki ætla ég að hjala við þig um að leggja niður móðurmálið.
Jón Valur Jensson, 15.3.2011 kl. 21:00
...ég held að það sé tæknilega rétt þetta með kæruna. Það á auðvitað að skylda sjómenn í land á kosningadegi eða öðrum utankosningadegi með lögum...það er bara svo sjálfsagt mál að það ætti að vera hafið yfir alla umræðu...
Óskar Arnórsson, 15.3.2011 kl. 21:13
Skipstjórar ættu, úr því sem komið er, að fá fullmakt (eins og þeir hafa í öðrum málum) til að annast löglega kosningu með tilskipuðum aðstoðarmönnum og vitnum. Svo ætti að safna saman kjörgögnum og koma þeim í annað skip og að endingu í land.
Jón Valur Jensson, 15.3.2011 kl. 22:29
Jæja?
Björn Birgisson, 15.3.2011 kl. 22:31
Eru stjórnmálamenn ekki að brjóta á rétt sjómanna, með því að mismuna þeim og leifa þeim ekki að kjósa???
Magnús Ragnar (Maggi Raggi)., 15.3.2011 kl. 23:41
Ég hefði nú haldið það, Magnús!
Jón Valur Jensson, 15.3.2011 kl. 23:47
Það er hvorki skilda né í höndum Útgerða eða skipstjórnarmanna að gefa sjómönnum kost á því að geta notið kosningaréttar síns heldur er það þeirra sem fara með löggafarvaldið að koma í veg fyrir að ekki séu brotin svona gróflega mannréttindi á okkur sjómönnum.
Reyndar er ég hættur sjómennsku sjálfur fyrir rúmu ári síðan og hef því mitt tækifæri til að segja NEI við ólögunum en hef fulla samúð og skilning á óánægju, svo vægt sé til orða tekið, með mínum fyrrum starfsfélögum.
Þórólfur Ingvarsson, 15.3.2011 kl. 23:49
Kærar þakkir, Þórólfur, fyrir gott innlegg.
Jón Valur Jensson, 16.3.2011 kl. 01:30
60. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000:
"Kjósandi, sem er í áhöfn eða farþegi um borð í íslensku skipi í siglingum erlendis eða á fjarlægum miðum, má kjósa um borð í skipinu. Skipstjóri eða sá sem hann tilnefnir skal vera kjörstjóri."
Getur þessi réttur sjómanna verið öllu ljósari?
Jón Valur Jensson, 16.3.2011 kl. 13:58
Það eru fleiri farmenn en sjómenn, en þeir teljast væntanlega ekki með samanber 60gr. laga sem vitnað er í hér að ofan.
thin (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 14:28
Þarna er bæði verið að tala um farmenn (í millilandasiglingum, á farskipum, einkum flutningaskipum) og aðra sjómenn: á fiskiskipum "á fjarlægum miðum". Allir teljast með.
Jón Valur Jensson, 16.3.2011 kl. 14:40
LESTU MAÐUR Það eru fleiri farmenn en sjómenn, hvort sem þeir eru á farskipum, fiskiskipum eða kafbátum.
thin (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 15:06
Nei, íslenzkir sjómenn á fiskiskipum eru örugglega miklu fleiri en farmennirnir. Jafnvel risa-flutningaskip hafa ekki svo marga í áhöfn sem sumir myndu teja.
Jón Valur Jensson, 16.3.2011 kl. 15:35
Þetta er alveg hárrétt hjá Jóni Val. Skipstjóri er með samskonar lögsögu á hafinu og sendiráð erlendis.
Hann má t.d. gifta fólk og framkvæma allskonar embættissýsslur.
Muna eftir kjörseðlunum um borð í öll farskip og fiskiskip. Líka landhelgisgæslunna...nú verður einhver og fara og kenna kjörstjórn íslensku lögin. Ekki veitir af...
Óskar Arnórsson, 16.3.2011 kl. 17:01
Gott innlegg, Óskar, með glimrandi áminningu í lokin!
Ekki veitir af gagnvart þessari landskjörstjórn!
Jón Valur Jensson, 16.3.2011 kl. 20:01
Ef marka má hjúskaparlög er það rangt hjá Óskari að skipstjórar hafi réttindi til að gefa fólk saman, það á ekki við um fiskiskipaskipstjóra svo mikið er víst.
Hvernig ætlið þið Jón Valur, sem hvað hæst hafið látið og lofað smámugusemi Hæstaréttar til ógildingar á kosningunum til stjórnlagaþings að rökstyðja það að kjörgögn flutt héðan og þaðan utanað sjó í allskonar umbúðum óinnsigluðum, með jafnvel milligöngu margra aðila, verði talin gild?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2011 kl. 20:37
Það er nú alveg hægt að loka pakka með kjörgögnum með því að tjarga á það innsigli úti á sjó, Axel minn, og merkja það með einhverjum góðum stimpli eða merki skipsins ellegar slétta úr "innsiglinu" og láta skipstjórann skrifa þar nafn sitt. Sum skip eiga hugsanlega innsigli, þurfa jafnvel að eiga það.
Annars hlýtur bara að fara um þetta að venju. Þótt tilvísað lagaákvæði sé frá árinu 2000, var þetta búið að vera í kosningalögum áður, tel ég mig muna (en er þessa stundina ekki með Lagasafnið 1965 uppi við).
Aðalatriðið er að virða mannréttindi sjómanna.
Jón Valur Jensson, 16.3.2011 kl. 21:19
Ég er ekki alveg viss um þessi lög, enn t.o.m. flugstjóri á víst að hafa einhver svona réttindi.
Alla vega hefur skipstjóri á íslensku skipi þar sem ekki næst í löggæslu eða annan embættismann ótrúlega heimildir. Og þessar heimildir gætu verið tengdar lögsögu landsins eins og reyndar allra landa.
Þegar maður sigldi á ameríku fékk maður ekki bjór og sígarettur sitt fyrr enn eftir að hafa komist úr landhelginni...þá allt í einu varð sama verð á wodka, vatni og coca cola...
Var maður timbraður á leiðinni frá Íslandi, vissi maður upp á mílu hvað maður var langt frá landi...
Óskar Arnórsson, 16.3.2011 kl. 21:35
Ég get ekki verið meira sammála þér Jón að aðalatriðið í þessu máli sé að mannréttindi sjómanna og kosningaréttur þeirra verði virtur.
En úr því sem komið er horfir upp á útgerðir skipana að mannréttindi skipverja verði virt, úr því stjórnvöld stóðu sig ekki betur en raun ber vitni að hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu nægjanlega snemma.
Hér reynir á raunverulegan vilja útgerðarmanna til sáttar við sína þjóð í deilunni um nýtingarrétt auðlinda sjávar. Þeir geta þá í leiðinn slegið á þær sögusagnir að mannúð og réttindi til handa sinna starfsmanna, sé þeim ekki efst í huga.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2011 kl. 21:41
Þetta er nokkuð skondin umræða. Langflestir sjómenn við Íslandsstrendur munu eiga þess kost að kjósa. Til þess munu útgerðarmenn sjá. Farmenn, staddir í fjarlægum löndum kannski síður. Nákvæmlega sama staða og svo oft hefur komið upp í kosningum hérlendis.
Sniðugir eru sumir! Já, já, kjósa um borð og koma með atkvæðin að landi, kannski viku eftir kjördag, innsigluð í bak og fyrir. Líklegt!
Líklegt að beðið verði með talninguna þann tíma?
Björn Birgisson, 16.3.2011 kl. 21:49
Það vanntaði inn í innlegg mitt hér að ofan (21:41) að útgerðarmenn yrðu að láta skipin koma í höfn svo áhöfnin gæti kosið hjá sýslumanni. Nýta mætti brælur og önnur ótal tækifæri til þess.
En sú hugmynd hér að ofan, að sjómenn greiði atkvæði úti á sjó á á kornflekspakka, stílabókarblöð eða klósetpappír og þeim atkvæðum síðan komið í land tjargaðar í "innsigli skipstjórans" dæmir sig sjálf og þá ekki hvað síst af þeirri ástæðu að höfundur hennar hefur víða á vettvangi gert það að höfuð atriði að ekkert megi vera til að rengja kosningar, eigi þær að gilda.
En auðvitað er stitthvað kosning og kosning.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2011 kl. 22:37
Axel, ég hafði þegar svarað Birni um þetta. Það er alls engin lausn, að sjómenn þurfi að eiga það undir útgerðarmönnum sinum, hvort þeir fái að kjósa. Þetta eru skýr og eindregin mannréttindi sjómanna, ekki siðferðislegt tilkall þeirra til gæzku útgerðarmanna, að þeir verði þeim innan handar.
Aðrar launastéttir myndu ekki vilja eiga það undir sínum vinnuveitendum, hvort þær fái að kjósa. Er það ekki eitt gagnrýnisatriði Evrópumanna á Bandaríkin, að þar fara kosningar yfirleitt fram á vinnudegi og kjörstöðöum lokað snemma og að ýmsir vinnuveitendur þar gefi ekki starfsfólki sínu frí frá vinnu til að kjósa?!
Svo er líka að horfa á það, að ein heimferð t.d. 1000 tonna frystitogara af fjarlægum miðum getur kostað gríðarlegt fé. Ekki ætlar Ástráður Haraldsson að reiða fram þann kostnað útgerðarinnar! – ekki Samfylkingin og heldur ekki stórskulduga Vinstri-græna fylkingin!
Björn minn, þetta tal þitt um góðlega útgerðarmenn á hér ekki við. Þeir gætu m.a.s. ákveðið að leyfa eða leyfa ekki sínum sjómönnum að fara í land, eftir því hver afstaða þeirra til Icesave væri, útgerðarmannsins annars vegar og áhafnarinnar hins vegar!
Samstaða þjóðar gegn Icesave bendir á réttu leiðina, sjá hér:
Sjómenn mega kjósa um borð (með yfirlýsingu Samstöðu).
Jón Valur Jensson, 16.3.2011 kl. 22:46
Blessaður, Axel minn, þessi stóru skip þurfa ekkert að koma inn í brælum.
Svo er yfrið nógur pappír um borð; þetta eru ekki 19 aldar skútur.
Jón Valur Jensson, 16.3.2011 kl. 22:48
19. aldar ...
Jón Valur Jensson, 16.3.2011 kl. 22:49
Ég var á frystitogara í tæp 14 ár Jón svo þú þarft ekkert að segja mér um hvað þessum skipum er bjóðandi til veiða. Konan mín er messi á Arnari HU, einum stærsta togara landsins, sem er t.a.m. búinn að liggja í vari s.l. tvo sólarhringa inn við Keflavík. Arnar fór aftur á miðin s.l. nótt en kom aftur um miðjan dag til Keflavíkur með veikan skipverja. Þá hefði gefist tóm til kosninga en var ekki nýtt, hvað sem veldur.
En hafa áhafnir frystitogara yfirhöfuð áhuga á samþykkt Icesave? Falli Icesave samningurinn, þá gerist hvað, krónan fellur og kaup frystitogarasjómanna hækkar í krónum talið lóðbeint um það sem fallinu nemur.
Ertu viss um að þú viljir ennþá fá þessi atkvæði í land, Jón?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.3.2011 kl. 00:04
Nei, Axel Jóhann, eg held að áhafnir frystitogara hafi yfirhöfuð engan áhuga á samþykkt Icesave! En það er ekki af því að krónan falli við að fella Icesave-III, þú hefur engin rök fyrir því. Minni ríkisskuldir = styrkari króna.
Já, ég vil einmitt fá þessi atkvæði í kassana!
Jón Valur Jensson, 17.3.2011 kl. 00:43
Byrðin af Icesave-III getur leikandi orðið 100–200 milljarðar (233 milljarðar jafnvel segir GAMMA ehf., þó með takmörkuðum hækkunarforsendum, en jafnvel upp í 400 milljarða, telur Sigurður Hannesson stærðfræðingur, InDefence-maður). Þetta myndi taka miklu meira af sjómönnum en öðrum stéttum, það gefur auga leið.
Jón Valur Jensson, 17.3.2011 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.