28.2.2011 | 15:29
Þau höfðu rangt fyrir sér 2009, 2010 og hafa rangt fyrir sér 2011.
»Ég óttast afleiðingar af því ef íslenska þjóðin ætlar í opnar alþjóðlegar deilur við alþjóðlegt fjármálakerfi heimsins. Ég tel að við munum skaðast áður en tekst að umturna alþjóðlegu fjármálakerfi.«
Tveimur mánuðum síðar, tók almenningur í landinu þá ákvörðun að hafna Icesave-samningunum-II, sem Gylfi og Elín Björg höfðu svo mjög lofsungið. Fleirri strengja-brúður tóku þátt í söngnum, svo sem Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þann 05.janúar 2010 sagði Vilhjálmur:
»Það eru ekki það miklar líkur á því að við fengjum það mikið betri samning þó við reyndum í þriðja sinn að réttlæta herkostnaðinn af því að fara af stað. Það liggur fyrir að bæði Bretar og Hollendingar ollu okkur stórtjóni á meðan málið var ófrágengið.«
Elín Björg vildi ekki vera minni maður en þeir silakeppir Gylfi og Vilhjálmur. Haft var eftir Elínu Björg:
»Ég er ekki sannfærð um að ef þeir fara í þjóðaratkvæði komi önnur og betri niðurstaða, því almenningur mun ekki hafa þau gögn undir höndum sem þeir sem voru í samningunum höfðu. Menn munu fyrst og fremst greiða atkvæði með hjartanu. Ég treystir því að þeir sem stóðu að samkomulaginu hafi gert það eins vel og þeir hafi vit og getu til.«
Ef þetta fólk bara vissi hvað það hafði rangt fyrir sér á árinu 2009 og 2010. Ef það bara vissu hvílíkir njólar halda um stjórnar-taumana í landinu. Ef þjóðin hefði ekki haft vit fyrir þessum strengja-brúðum Sossanna, væri skulda-baggi almennings í dag um 500 milljörðum Króna þyngri.
Með þjóðaratkvæðinu 06. marz 2010 vann þjóðin sinn stærsta sigur á lýðræðis-brautinni. Hafnað var Icesave-kúgun nýlenduveldanna og öllum heiminum gert það ljóst að Íslendingar búa við stjórnarskrá sem felur fullveldi landsins almenningi í hendur. Þvættingnum um »þingræðið« hefur verið hafnað í eitt skipti fyrir öll.
Hefur þetta fólk samvitskubit vegna tilrauna til að valda Þjóðinni stórkostlegu tjóni ? Vita þessar strengjabrúður að afstaða þess til Icesave-samninga-III, er jafn heimskuleg og afstaða þess var til Icesave-samninga-I og Icesave-samninga-II ? Er líklegt að þeir sem höfðu rangt fyrir sér 2009 og 2010, hafi rétt fyrir sér um sama mál 2011 ?
Loftur A. Þorsteinsson.Veik staða krónu setur kjaramál í óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Sæll Loftur, ég hjó eftir þessari setningu hjá þér :Strengja-brúður Samfylkingarinnar er víða að finna og menn geta verið vissir um að þær sprikla þegar Hr. Jóhanna kippir í spottann. Nú er Jóhanna kona og á þá ekki að segja frú Jóhanna, eða er samkynhneigð hennar þér endalaus uppspretta uppnefna...?? Annars vona ég bara að þetta sé prentvilla hjá þér því ég vil ekki trúa að fullorðin einstaklingur eins og þú ert sé svona grunnhygginn að níða fólk vegna kynhneigðar þess, kær kveðja Helgi Rúnar.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 16:12
Helgi Rúnar, þér er hugsanlega kunnugt að Jóhanna er skipuð af forsetanum í starf "forsætisráð-HERRA". Skammstöfunin "Hr." er algeng í Íslendsku fyrir "HERRA".
Ef þú ert ekki ánægður með að Jóhanna haldi starfi sem forsætisráðherra, skaltu kvarta við forsetann, ekki við mig.
Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 16:52
Þessi færsla er náttúrulega algjör þvæla.. það kom skýrt fram í Silfur Egils svo aftur í fréttatíma RUV að það er miklu áhættusamara og kostnaðarsamara að farameð málið fyrir dóm.
Sleggjan og Hvellurinn, 28.2.2011 kl. 17:08
Ólafur Höskuldsson mælti þau fleygur orð:
Nú sannast þessi fornu ummæli á þeim Þrumunni, Sleggjunni, Hvellinum og Hamrinum. Þeir félagar skilja ekki að það sem fór fram í Silfrinu og tuggið var aftur á RUV er ómengaður áróður og fullkomlega án efnislegs innihalds.
Að fara með »Icesave-málið fyrir dóm« er álíka innantóm yfirlýsing eins og að tala um Samningaleiðina, sem hefur gefið okkur Icesave-I, Icesave-II og Icesave-III. Staðreyndin er sú að Icesave-málið er fyrir dómstólum nú þegar og mun verða fyrir dómstólum í nokkur ár. Engum nema kjánum dettur í hug að stilla Icesave-málinu upp á svona einfaldan og villandi hátt.
Það sem skiptir öllu máli í Icesave-deilunni er að stjórnvöld gæti hagsmuna Íslands og það gera þau bezt með því að gefa ekki eftir lögsögu landsins. Lögsagan er mikilvægasti hluti sjálfstæðisins, en það skilja Sossarnir ekki og þá ekki Steingrímur og töskuberinn.
Áhættan við að samþykkja Icesave-lögin er gríðarleg, fyrir utan niðurlæginguna sem er því samfara að fórna sjálfstæði landsins. Engin frjáls þjóð afsalar sér sjálfstæði og það hafa Íslendingar ekki í hyggju að gera. Ef Icesave-lögin yrðu samþykkt hyrfi lögsaga landsins yfir Neyðarlögunum, Gjaldþrotalögunum og lögunum um Tryggingasjóðinn TIF.
Ykkur félögum Þrumunni, Sleggjunni, Hvellinum og Hamrinum þykir sjálfsagt aukaatriði að landið glati sjálfstæði sínu. Ykkur þykir sjálfsagt líka allt í lagi að gefa frá ykkur frelsið. Þeir sem hvorki þekkja sjálfstæði né frelsi hafa litlu að tapa þótt þeir haldi áfram að vera þrælar.
Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 17:52
Loftur vitnar í Elínu Björgu: "...almenningur mun ekki hafa þau gögn undir höndum sem þeir sem voru í samningunum höfðu..." Þetta er ekki góð röksemd fyrir að samþykkja Icesave, því að fólk verður að gera upp hug sinn út frá því, sem það þó veit, en ekki hinu, sem það fær ekki að vita.
Hins vegar er óþolandi, þegar mál er komið til úrskurðar þjóðarinnar, - hefur verið tekið úr höndum samningamanna, ríkisstjórnar og Alþingis, - að kjósendur fái ekki aðgang að öllum upplýsingum. Reyndar er yfirleitt hæpið að sveipa opinber málefni trúnaði, og varðandi Icesave er brýnt að aflétta honum þegar í stað. Sé það ekki að öllu leyti mögulegt, þarf að gera kjósendum grein fyrir, hvað verður að vera óupplýst og nákvæmlega hvers vegna. Þjóðin þarf að taka erfiða ákvörðun, og hún á rétt á, að trúnaðarmenn hennar í háum embættum taki ekki hvatvíslega sýndan trúnað við aðra fram yfir skyldur sínar gagnvart henni.
Þökk fyrir pistilinn, Loftur.
Sigurður (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 18:46
Þeir félagar Þruman, Sleggjan, Hvellirinn og Hamarinn taka auðvitað ekki rökum, heldur bægslagst áfram með þær rökleysur sem forustan leggur þeim í hendur. Er mjög erfitt að skilja að engin áhætta fylgir því að standa fast á lögsögu landsins ?
Enginn kostnaður er samfara því að fylgja lögum sem segja að Landsbankinn var einkabanki og engin ríkis-ábyrgð er á innistæðu-trygginga-kerfunum á Evrópska efnahagssvæðinu. Gengur ykkur félögum erfiðlega að skilja þessar staðreyndir ?
ESA er búið að úrskurða að Íslendsk lögsaga gildir um Icesave-málið. Það álit var dagsett 15. desember 2010, en ESB-sinnar flagga stöðugt gömlum og úreltum hótunum frá 15.-16. maí 2010. Þetta eru hreinar blekkingar og þið félagar ættuð að skammast ykkar fyrir að útbreiða svona falsrök.
Lögsaga Íslands hefur einnig verið viðurkennd af dómstóli í Amsterdam. Svo geta menn líka lesið EES-samninginn þar sem lögsagan/sjálfstæðið kemur skýrt fram. Hvers vegna ætli fjárfestar frá Hollandi hafi nýlega höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, nema vegna þess að fram hjá lögsögu Íslands verður ekki komist, nema með svika-samningum eins og Icesave-III.
Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 18:47
Einu rökin sem þú (18:09) hefur víst fyrir ICESAVE kúguninni er öfgafullt bull og önnur ljót orð og hverju var logið í ríkisstjórnarmiðlinum. Við skuldum ekki rukkunina og ætlum ekkert að borga ólöglega kröfu. Við óttumst ekki dóm þegar við höfum lögin og stjórnarskrána með okkur. Við ætlum ekki að vera þær rolur að hafa börnin okkar að skattaþrælum evrópskra velda bara svo Samfylkingin geti dregið okkur inn í Evrópuríkið. Við nennum heldur ekki að vera endalaust í þrasi við þig í þínu öfgatali. Það eru ekki öfgar að vilja ekki borga ICESAVE. Það eru öfgar að ætla að pína lögleysuna yfir okkur. Vertu úti.
Elle_, 28.2.2011 kl. 19:01
Fólk er fífl
Elle_, 28.2.2011 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.