Af úrtölumönnum fyrr og nú – hinum réttnefndu „Kúbumönnum norðursins“

  • Í útvarpsumræðum frá Alþingi í apríl [1971] kallaði þáverandi utanríkisráðherra, Emil Jónsson, kröfuna um 50 sjómílna landhelgi „siðlausa ævintýrapólitík“.*

Úrtölur af þessu tagi, háðs- og hræðsluáróður hefur oft heyrzt sem andsvar hinna hugdeigu gegn djarfri sókn og vörn annarra fyrir þjóðarréttindi okkar Íslendinga. 

Við upplifum það sama nú, þegar þrír flokkar á Alþingi hafa tekið stefnuna á vantrú á lög og rétt og bjóða upp á hreina vanvirðu við íslenzka þjóð með því að ætla henni að borga skuldir einkafyrirtækis, sem engin ríkisábyrgð er á (og heldur ekki á Tryggingasjóðnum, TIF).

Þessir þingflokkar segjast óttast, að við verðum að „Kúbu norðursins“, jungherrann Bjarni Benediktsson er farinn að flagga sínu afbrigði af þeirri hugdeigu „röksemd“, en sjálfir verðskulda þeir viðurnefnið „Kúbumenn norðursins“ vegna þessarar tilhæfulausu trúar sinnar á, að allt færi hér á hvolf, ef ekki yrði látið undan ólögvörðum frekjukröfum tveggja aflóga nýlenduvelda.

Sem betur fer létu menn ofangreind ummæli Emils heitins Jónssonar ekki telja sér hughvarf frá því að færa fiskveiðilögsöguna út í 50 mílur strax næsta ár, 1972, og í 200 mílur 1975. Við skulum ekki heldur láta þessa úrtölumenn nútímans, gaddfreðnu „Kúbumennina“ í Valhöll og víðar, tala okkur ofan af því að hafna Icesave-ólögum þess Alþingis, sem þjóðin treystir hvort eð er ekki lengur.

Jón Valur Jensson. 

___________________ 

* Dr. Gunnlaugur Þórðarson: Ævibrot. Setberg, Reykjavík, 1990, s. 198.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.  Það verður að leyfa okkur fólkinu að kjósa um IceSlave lll í þjóðaratkvæðagreiðslu...  TAkk fyrir sögupistilinn...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.2.2011 kl. 00:44

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ég er búin að segja hvað ég geri,ef við fáum ekki þjóðaratkvæða að nýta,  það verður frétt út um allan heim.(ég gæti gugnað,það eru engar meiðingar)  Það er bara þannig ég legg allt í sölurnar gegn kúgun peningaveldisins.Ég hef aldrei öfundað neinn af aurum, en illa fengnum,já stolnum,skulu þeir skila eða fangelsaðir ella.

Helga Kristjánsdóttir, 10.2.2011 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband