Það hefur aldrei þurft kjark til að guggna og gefast upp

Með þeim bráðfyndnu orðum (med hensyn til situationen!) er tónninn sleginn í frábærum leiðara Morgunblaðsins í dag, um Icesave-málið og það auma hlutskipti sem Bjarni ungi Benediktsson hefur kosið sér : að setjast á bekk með Steingrími J. Sigfússyni af öllum mönnum og það í því arfavitlausa máli. Og þá er vægt vægt til orða tekið og á honum tekið með silkihönzkum undirritaðs að kalla það mál einungis arfavitlaust!

Þessi færsla er fyrst og fremst til að hvetja menn til að lesa þessa ritstjórnargrein, sem leiftrar af andríki, rétt eins og Reykjavíkurbréf síðasta Sunnudags-Mogga.

Þannig hefst þessi leiðari, Botnfrosið mat*:

  • Mörg flokksfélög sjálfstæðismanna hafa verið í öngum sínum eftir að formaður flokksins söðlaði óvænt um í Icesave-málinu og lagðist á sveif með þeim Steingrími J. og Jóhönnu. Og meginröksemdin byggist á sama hræðsluáróðrinum og þau tvö notuðu til að knýja á um samþykki gamla samningsins, sem þjóðin hafnaði. Það var „bjargföst trú“ Steingríms að voðalegir atburðir myndu gerast ef ófögnuðurinn yrði ekki samþykktur þá. Nú heitir það „ískalt hagsmunamat“ hjá nýjasta fylgismanninum.
  • Það „ískalda mat“ mun snúa að því að við Íslendingar kynnum að tapa málinu fyrir dómstólum. (Þá er að sjálfsögðu ekki átt við Efta-dómstólinn né dómstól KSÍ, sem hafa enga lögsögu yfir málinu.) Það auðveldar slíkt „ískalt mat“ að ekkert verður fullyrt um niðurstöðuna með 100 prósent vissu fyrr en hún er fengin. Þessa vegna opnast glufa til að efla mönnum ótta, þótt vissulega séu yfirgnæfandi líkur til að hann sé ástæðulaus með öllu.

Og eitt af fjölmörgu vel sögðu í leiðaranum, sem allir ættu þó að lesa í heild:

  • Bjarni hefur sagt að nýi samningurinn „létti byrðarnar verulega“. Hvað á hann við? Ekki getur hann verið að miða við gamla samninginn. Þjóðin strikaði yfir samninginn þann, eins og hann man. Þessi nýi samningur leggur stórkostlegar byrðar á íslenska þjóð. Um það er ekki deilt, þótt ekki sé hægt að segja um af öryggi hversu ofsalegar þær verða.

Með hliðsjón af því, að Bjarni hefur höfðað til þjóðaratkvæðisins 6. marz, fer ekki hjá því, að þau orð hans líti býsna kindarlega út í ljósi þessarar upprifjunar í leiðaranum í dag:

  • Þegar forsetinn hafði hafnað Icesave II og þjóðaratkvæðagreiðsla blasti við kom Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í fjölmiðla og sagði að nú yrði að gera allt til að koma í veg fyrir að sú þjóðaratkvæðagreiðsla ætti sér stað.

Vituð ér enn eða hvat, Sjálfstæðismenn? Er þetta kjarkmikla hetjan ykkar í dag?

* http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1366802.

JVJ. tíndi saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Takk fyrir Jón Valur, aldrei að víkja.

Helga Kristjánsdóttir, 7.2.2011 kl. 23:47

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, aldrei að víkja. (J.Sig.)

Jón Valur Jensson, 8.2.2011 kl. 06:49

3 identicon

Ég bendi mönnum á að rifja upp hvernig Bjarni Benediktsson réttlætti andstöðu við Icesave-samninga-II. Bjarni benti á:

 

 
  • Samningurinn var fenginn fram með þvingunum og hótunum.
  • Nýgja samninga þarf að gera sem leiða til sanngjarnrar niðurstöðu.

 

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/bjarni-hvetur-landsmenn-til-ad-segja-nei-a-laugardag--johanna-segir-kosninguna-marklausa?page=2&offset=50

 

http://eyjan.is/2010/03/04/forystumenn-sjalfstaedisflokksins-hvetja-kjosendur-til-ad-hafna-icesave-logunum/

 

 

Spurningin er þá hvort Icesave-samningar-III eru «sanngjarnir». Það eru þeir að mati Bjarna Benediktssonar, sem út um hitt munnvikið læðir því að Icesave-kröfurnar séu ólöglegar. Þar sem kröfurnar eru ólögvarðar, getur engin ærlegur maður samþykkt þær, fyrir hönd komandi kynslóða í landinu. Samningarnir hljóta því að vera fengnir með »þvingunum og hótunum«. Bjarni Benediktsson ætti að hugsa ráð sitt betur og reyna að lenda ekki í svona hróplegri mótsögn við sjálfan sig.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 12:12

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir þessi orð þín, Loftur.

Jón Valur Jensson, 8.2.2011 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband