Fölsunarhneigð stjórnvalda og Fréttastofu Rúv

Eins og ríkisfjölmiðillinn var misnotaður af eigin starfsfólki til að ljúga upp "hrifningu" InDefence-hópsins á Icesave-III, einnig lögfræðinganna fjögurra í lögfræðiáliti þeirra og síðast í gær Höskuldar Þórhallssonar, þannig fölsuðu stjórnvöld álit Lees Buchheit, aðalsamninganefndarmanns síns, eins og lesa má hér í frábærri grein, Icesave – Áhættan er enn til staðar eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson (Mbl. 2.2. 2011):
  • "Því var meira að segja ranglega haldið fram að Lee C. Buchheit formaður samninganefndarinnar teldi að Íslendingar þyrftu að óttast dómsmál. Þvert á móti hafa hann og fjölmargir aðrir fært rök fyrir því að Íslendingar hafi lögin með sér. Buchheit tók raunar fram að hann hefði nálgast málið öðruvísi frá upphafi hefði hann fengið að ráða. Hlutverk hans var hins vegar að vinna samkvæmt leiðsögn fjármálaráðuneytisins."

Á afstöðu Buchheits var ennfremur minnt í Útvarpi Sögu í morgun: hann hefði EKKI, eins og sumir fullyrði, tekið afstöðu með Icesave-III-samningnum, heldur sagt: Þetta er samningurinn, eins langt og við komumzt, en ég ræð ykkur ekki til að samþykkja hann.

Málstaður stjórnvalda, ljósvakamiðla og dagblaða í þjónustu þeirra er ekki málstaður sannleikans í þessu máli, það er fullljóst, sem og hitt, að þau hafa beitt bellibrögðum í áróðursmennsku sinni og látið tilganginn helga meðalið til að reyna að narra sem flesta til fylgis við eða til hlutleysis gagnvart þeirri svívirðu, sem nú stendur til í ofurflýti – eins ferðina enn – að samþykkja á Alþingi.

Undirritaður verður með pistil um Icesave í Útvarpi Sögu í dag kl. 12.40–13.00. 

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Já það er magnað hvað fréttastofa kim yong il gengur langt í sínum rangfærslum hvað varðar þetta mál hingað til.

Elís Már Kjartansson, 4.2.2011 kl. 22:54

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Samkvæmt þér er þessi Bucheit þá ekki alger mongó, eins og mig var farið að gruna byggt á fjölmiðlaumfjöllun.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.2.2011 kl. 02:58

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þeir sem hlustuðu á greinargerð Buchheits á fréttamannafundinum, sem samninganefndin hélt þegar hún kom heim með Icesave III, gerðu sér grein fyrir því að Buchheit var svo sannarlega ekki að mæla með þessum samningi - aðeins að útskýra stöðuna.

Kolbrún Hilmars, 5.2.2011 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband