Hræðileg martröð Sjálfstæðisflokks

Hver hefði trúað því að Sjálfstæðismenn ættu eftir að upplifa þá hræðilegu
martröð, að fá hrós frá Steingrími J. Sigfússyni ? Þetta er slík niðurlæging
að lúgbörðum hundi kæmi ekki til hugar að skipta á hlutskiptum við
Sjálfstæðismenn.

Steingrímur og félagar munu aldreigi skilja að aðstæður eru allt aðrar í
dag, en ríktu á dögum Icesave I og II. Ísland hefur unnið sigur í rökræðum
um ríkisábyrgð á innistæðu-tryggingum. Evrópusambandið sjálft hefur
viðurkennt að engin skylda er fyrir ríki EES, að veita ríkisábyrgð á
banka-innistæðum. Raunar hefur komið fram að ríkisábyrgð er ólögleg.

Mikilvægasta atriði sem komið hefur fram á liðnum mánuðum er þó að lögsaga
Íslands gildir um Icesave-málið allt. Icesave-stjórnin ætlar samt að semja
lögsöguna af Íslandi. Henni skal afsalað til Breta og dómstóll í Hollandi
skal dæma í málum. Þetta merkir að Neyðarlögin verða afnumin og lög um TIF
munu ekki gilda. Sama á við um greiðslur úr þrotabúi Landsbankans.

Sjálfstæði Íslands er vanvirt með gerð Icesave-samninga-III, ekki síður en
númer I og II. Niðurlægingin er alger og einungis forsmekkurinn af því sem
Icesave-stjórnin hefur í huga fyrir Íslendinga, með innlimun í Evrópuríkið.
Markmið Sossanna er ljóst.

Afsal sjálfstæðis getur hins vegar varla fallið að stefnu
Sjálfstæðisflokksins. Hvað knýr þingmenn flokksins til að svíkja þjóðina,
með stuðningi við Sossa og Komma ? Er flokkurinn haldinn sjálfseyðingahvöt ?

Ljóst má vera að Sjálfstæðisflokkurinn mun í Icesave-málinu lenda í sömu
stöðu og í Landsdóms-málinu. Heimskan virðist ráða för hjá forustu
flokksins. Hvaða undirmál eru núna í gangi ? Er ætlunin að ganga í eina sæng
með Samfylkingunni ?

Loftur Altice Þorsteinsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Loftur, núna gilda orð Ólöfu ríku, það þýðir ekki að gráta Bjarmalandsför flokksforystunnar, það þarf að safna liði.

Gangi ykkur vel.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.2.2011 kl. 23:22

2 identicon

Komið þið sæl; félagar í Þjóðarheiðri, æfinlega !

Loftur !

Síðan hvenær; hafa Íslendingar getað treyst þessu flokks skrifli þínu - umfram hina 3, svo sem ?

Er ekki orðið tímabært; að Hvítingja dýrkun kynstofnsins, ljúki hér um slóðir - og kallað verði eftir aðstoð þrautþjálfaðra mótmælenda, úr röðum þjóðfrelsis sinna, frá Norður- Afríku, sem víðar, til þess að starta gaddfreðnum Íslend  ingum í gang, suður á Austurvelli Reykvízkra, ágæti drengur ?

Er ekki; nóg komið, af hroka og drambi Íslendinga, í garð 3. Heims þjóða - tala nú ekki um; þar sem Ísland sjálft, er 5.; ef 6. eða 7. Heims ríki, sjálft ?

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 23:38

3 Smámynd: Elle_

Kom alls ekki neitt á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn legðist flatur með ICESAVE-STJÓRNINNI gegn evrópskum veldum.  Núverandi forysta vildi alltaf semja um ríkisábyrgð á ICESAVE. 

Elle_, 3.2.2011 kl. 00:03

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki varð ég hissa, þetta lá í loftinu.  Hafi SjálftökuFLokkurinn eilífa skömm fyrir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.2.2011 kl. 00:57

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Loftur e.hv. undirmál trúlega.  Tók mig til og raðaði í embætti,andspyrnu-stjórnar,getum byrjað hvert og eitt að leggja fram tillögu. Áfram Ísland,ekkert Icesave,ekkert ESB. 

Helga Kristjánsdóttir, 3.2.2011 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband