27.1.2011 | 13:20
Icesave-stjórnin ofsahrædd um að falla: paník-viðbrögð í fjárlaganefnd
Augljóst er af frétt Vísis.is að Icesave-stjórnin er HRÆDD VIÐ AÐ FALLA á næstunni. Skyndilega við dóm Hæstaréttar um stjórnlagaþing reif hún Icesave-málið út úr fjárlaganefnd, ófaglega, beið ekki eftir áliti annarra þingnefnda eins og venja er!
Eins og fyrri daginn eru það ær og kýr Steingríms og Jóhönnu að "fá" að greiða Icesave fyrir Landsbankann.* Langt er þó gengið, að þau ætli sér að vinna það verk á síðustu metrum þessarar stjórnar, en á þingmönnum í fjárlaganefnd er að skilja, að dómur Hæstaréttar yfir stjórnlagaþings-klúðri stjórnvalda** hafi valdið skyndilegri paníkeringu í nefndinni, meirihlutinn reif Icesave-málið allt í einu út úr nefndinni óunnið og í ósætti og án þess að hafa fengið umbeðið álit efnahags- og skattanefndar og viðskiptanefndar Alþingis.
Álit fjárlaganefndar er því ekki marktækt í raun en mikið lá þeim á í meirihlutanum þar, þeim sem samþykktu þessa bráðræðisgjörð gegn mótatkvæðum.
Í aðdraganda þessa hafði mikið gengið á í sambandi við símtal Davíðs Oddssonar og seðlabankastjóra Englands, og þar er ljóst, að meirihluti Icesave-sinna í fjárlaganefnd vildi EKKI aflétta trúnaði á því viðtali (nánar HÉR!), sama þótt þjóðarhagsmunir lægju við! Já, vitaskuld hefur það þýðingu fyrir Icesave-málið og áróðurs- og sóknarstöðu okkar gagnvart Bretum, hafi þeirra eigin seðlabankastjóri látið í ljós það álit, að íslenzka ríkið sé ekki ábyrgt fyrir Icesave-skuld Landsbankans!
Andstæðingar Icesave-III-frumvarpsins vilja láta birta viðtalið, en ekki Icesave-borgunarsinnarnir. Hvað segir það okkur?!
Hér er frétt Vísis.is:
- Vísir, 27. jan. 2011 12:15
- Icesave afgreitt í ósætti út úr fjárlaganefnd
- Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
- Höskuldur Kári Schram skrifar:
- Þingmenn stjórnarandstöðunnar telja að stjórnlagaþingsmálið hafi orðið til þess að Icesave-frumvarpið hafi verið afgreitt í ósætti út úr fjárlaganefnd.
- Icesave-frumvarpið var afgreitt úr fjárlaganefnd í gær. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar voru ósáttir við þessa afgreiðslu en þeir höfðu óskað eftir meiri tíma til að fjalla um málið.
- Höskuldur Þórhallsson, fulltrúi Framsóknarflokks í fjárlaganefnd, sagði í samtali við fréttastofu í gær að niðurstaða hæstaréttar í stjórnlagaþingsmálinu hafi haft áhrif afstöðu stjórnarliða í málinu. Vísar hann til þeirra ummæla sem féllu á Alþingi eftir ákvörðun hæstaréttar lá fyrir.
- Það var einhver óróleiki kominn í meirihluta fjárlaganefndar, ætli það helgist ekki af atburðum gærdagsins, svo ég reyni nú að rýna aðeins í það. En mér fannst það mjög dapurlegt að þeir skyldu ákveða að rífa málið út í ósætti," segir Höskuldur.
- Undir þetta tekur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni, sem segir að samstarfið hafi gengið mjög vel þangað til í gær.
- Það er ákveðin tortryggni í gangi. Framkoma forsætisráðherra í gær hjálpaði ekki mikið upp á það að menn leiti samráðs og sátta. Þetta hjálpaði ekki til, nei," sagði hún.
- Ekki náðist í Oddnýju G. Harðardóttur, formann fjárlaganefndar, né Björn Val Gíslason, varaformann fjárlaganefndar, í morgun.
Er ekki þetta rugl stjórnarmeirihlutans þess sem nú nýtur varla nema fjórðungsfylgis skv. skoðanakönnun Frettablaðsins dæmi um upplausnina í því liði og að þau finni endalokin nálgast? En geta þau samt ekki á væntanlegum endaspretti unnt þjóð sinni þess, að hún losni við Icesave-ásókn þeirra Steingríms, Svavars, Björns Vals, Össurar og Jóhönnu?
* Hefur samt ekki heyrzt af því, að þau hafi láti draga af launum sínum í þá hít ranglætis og rangsleitni.
** Menn geta vart lengur neitað því, að þetta var klúður af hálfu stjórnvalda. Hvað annað felst í viðurkenningu Róberts Marshall þingmanns á því í nýrri frétt á Mbl.is? Sjá hér: Biður þjóðina afsökunar "Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sagðist vilja biðja þjóðina afsökunar á þeim mistökum, sem orðið hefðu við setningu laga um stjórnlagaþings og kosningar til þess ...
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjármál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:49 | Facebook
Athugasemdir
Það er staðreynd að við getum ekki gengið í ESB án stjórnarskrárbreytinga. Þessvegna eru stjórnarliðar eins og höfuðlaus her... Ég geng að því sem vísu að IceSlave verður ekki borgað, nema að meirihluti kosningabærra manna fái að kjósa um það...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.1.2011 kl. 01:52
Það verður bara að ganga eftir Jóna mín, en er Icesavestjórn ekki sama um þjóðarhagsmuni?
Helga Kristjánsdóttir, 28.1.2011 kl. 07:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.