Rétt niðurstaða Hæstaréttar en rangar forsendur !

Merkilegt má telja að Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu, að vegna tæknilegra vankanta verði ekki komist hjá ógildingu. Að mínu mati voru þessir tæknilegu vankantar minni háttar, en efnislegir gallar hins vegar stórkostlegir. Hvers vegna kærði enginn vegna hinna efnislegu galla ?

Efnislegir gallar á kosningunni til Stjórnlagaþingsins voru eftirfarandi og hugsanlega fleiri :

  1. Kynjahlutfall. Ákvæðið um jafnt hlutfall kynja á meðal fulltrúa á Stjórnlagaþingi var skýrt brot á mannréttindum. Það er ekki eðlilegra að setja svona ákvæði í kosningalög en varðandi aldur, eignastöðu eða að sköllóttir skuli vera jafnmargir og þeir sem eru hærðir um höfuðið.
  2. Atkvæðamagn. Í öllum venjulegum kosningum, þar sem haft er við hönd lýðræði, gildir sú regla að þeir hljóta kosningu sem flest atkvæði hljóta. Þessi einfalda regla var ekki virt í kosningu til Stjórnlagaþings. Margir þeirra sem fengu úthlutað (ólöglegum) kjörbréfum fengu færri atkvæði en þeir sem ekki fengu kjörbréf.

Bæði framangreind atriði eru efnisleg brot á mikilvægum grundvallaratriðum. Mun betur takast til við nærstu kosningar til Stjórnlagaþings ? Ekki getur það talist líklegt á meðan þjóðin býr við óhæfa ríkisstjórn og lélegt stjórnkerfi.

Loftur Altice Þorsteinsson.


mbl.is Jóhanna flytur skýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er með ólíkindum að Hr. Jóhanna og fleirri Sossar tala um að vanvirða úrskurð Hæstaréttar. Þetta hyggjast þeir gera með því að láta Alþingi kjósa þá til Stjórnlagaþings sem Hæstiréttur hefur dæmt ólöglega kosna !

Minnumst þess að sama fólk afneitaði þjóðaratkvæðinu, sem þó fór fram 06. marz 2010. Minnumst þess að sama fólk er ákaft í að innlima landið í erlent ríki. Minnumst þess að sama fólk á sér enga ósk heitari en að Icesave-klafinn verði lagður á almenning á Íslandi.

Fyrir Sossunum er Stjórnarskráin bara gólfþurrka.

Burt með þessa óhæfu ríkisstjórn. Kosningar strax !

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.1.2011 kl. 18:07

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir þetta kröftuga innlegg þitt, Loftur!

Jón Valur Jensson, 25.1.2011 kl. 18:09

3 identicon

Og á þá að láta þá sem voru kosnir og þeir sem kusu að gjalda fyrir það og blása þetta allt af?  Finnst ykkur það?

Skúli (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 18:14

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Skúli, þér virðist sjást yfir að þeir sem voru kosnir voru ólöglega kosnir.

Ég vil endilega halda Stjórnlagaþing en það verður að vera rétt kosið, bæði tæknilega og eins hvað efnisatriði varðar. Auk þeirra atriða sem ég hef nú þegar nefnt, má nefna mikilvægi þess að frambjóðendur fái alvöru kynningu.

Flestir frambjóðendur gáfu hlægilegar ástæður fyrir framboði sínu, til dæmis að þá vantaði atvinnu eða að þá langaði til að sitja á þingi. Svona má ekki standa að verki þegar kosið verður að nýgju.

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.1.2011 kl. 18:22

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skúli, vel má vera, að þeir eigi rétt á skaðabótum.

Um það var m.a. rætt í Rás 2, held ég, áðan.

Skaðavaldurinn virðist vera ríkisstjórnin, hugsanlega einnig stjórnlaganefnd og/eða landskjörstjórn. Þetta er hið alvarlegasta mál – en ekki sízt undarleg óbilgirni Jóhönnu þrátt fyrir þessi úrslit.

Jón Valur Jensson, 25.1.2011 kl. 19:02

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ég var búin að gleyma þesum efnislegu  þáttum Nr.1 og 2, sem þú bendir hér á Loftur. Þeir voru þó ræddir fyrir kosningar. Hafi einhverjum dottið í hug að kæra þá ,hef ég á tilfinningunni að þeim hefði ekki verið ansað. (Ekki hægt að kæra kosningar fyrirfram). Eða hvað?

Helga Kristjánsdóttir, 26.1.2011 kl. 01:15

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Helga, ég held að það hafi verið tilviljun að fáeinir menn gerðust svo djarfir að kæra yfirvaldið. Ég nefndi þessa tvo annmarka fyrir kosninguna og fullyrti jafnvel að ég myndi kæra, en tilgangsleysið virtist augljóst.

Er ekki hámark narrsins að Hr. Jóhanna skuli ákalla Stjórnarskrána og lýðræðið, sem hún var núna dæmd af Hæstarétti fyrir að vanvirða. Þetta er sama kerla sem úthrópaði þjóðaratkvæðið 06. marz 2010 sem markleysu. Þjóðaratkvæði er þó kjarni lýðræðisins. Það skilja allir nema Hr. Jóhanna.

Hr. Jóhanna er líka andvíg Landsrétti og var með um tillögu Sossanna að leggja hann niður.

http://altice.blogcentral.is/blog/2011/1/26/johanna-vill-leggja-nidur-landsdom/

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.1.2011 kl. 13:49

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ekki er úr vegi að rifja upp ummæli Hr. Jóhönnu, um hið »marklausa« þjóðaratkvæði:

http://altice.blogcentral.is/blog/2011/1/26/nylenduveldin-nidurlaegd-med-marklausu-thjodaratkvaedi/

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.1.2011 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband