Leiksýning í boði Vinstri-grænna.

 

Þeir sem þekkja til kommúnista á Íslandi vita, að engir eru þeim fremri í blekkingum og svikum. Vinstri-grænir hafa ekki staðið langt að baki Sossanna þegar kemur að leiksýningum á sviði stjórnmálanna.

 

Allir muna eftir svardögum VG í síðustu kosningabaráttu: -ekkert ESB ! –ekkert Icesave ! Ekki var VG fyrr komið í valdastólana en þeir snéru gjörsamlega við blaðinu og lágu hundflatir fyrir nýlenduveldunum. Ekki þó án þess að sýna venjubundin leikræn tilþrif.

 

Ákveðinn hópur innan VG tók að sér að leika andspyrnumenn. Stærð hópsins var ákveðin þannig, að þrátt fyrir andstöðu kæmi Icesave-stjórnin öllum sínum málum fram á Alþingi. Hvort sem það var ESB-innlimun landsins eða Icesave-kúgunin, allt var samþykkt undir sýndar-mótmælum órólegu deildarinnar í VG.

 

Ögmundur Jónasson fekk það verkefni að tilheyra órólegu deildinni, sem tókst svo vel upp við blekkingarnar, að fjölmargir »nytsamir sakleysingar« létu blekkjast. Nú er staðan að breytast og nauðsynlegt reynist að »fórna« Ögmundi. Hann er látinn skipta um lið og nú skal hann fylgja greiðslu-sinnum að málum.

 

Því er logið að sinnaskipti Ögmundur stafi af því að í stað 1000 milljarða Icesave-klafa, sé hann bara 500 milljarðar ! Auðvitað sjá allir í gegnum svikavefinn. Hamskipti Ögmundar stafa af verri vígstöðu Icesave-stjórnarinnar. Nú neyðast þeir til að gefa eftir það fylgi, sem Ögmundur blekkti til að halda áfram stuðningi við kommaflokkinn. Haft er eftir Ögmundi:

 

»Jafnvel þótt ég sé mjög ósáttur við þetta mál allt í grunninn, þá held ég að ef það verður yfir okkur næstu misserin og árin muni það rífa okkur á hol. Ég held að það sé komið að því að við reynum að ljúka þessu en ég geri það ekki hvað sem það kostar. Ég ætla að sjá hvaða niðurstaða kemur út úr fjárlaganefnd og mun fara rækilega í málið í þingumræðunni.«

 

Getur Ögmundur ekki verið meira sannfærandi en þetta ? Heldur hann að »nytsömu sakleysingarnir« hafi ekki stærra heilabú en fiskiflugur ? Öllum er ljóst að ekkert getur rifið Íslendska þjóð á hol nema sviksemi Icesave-stjórnarinnar. Það er borgarastríð sem getur sundrað þessari þjóð, en ekki ósætti við aumkunarverð nýlenduveldi.

 

Stuðningur við Icesave-stjórnina er að trosna upp, því að stöðugt fleiri verður ljós sviksemi hennar við hagsmuni Íslendinga. Ljóst er orðið að nýgjasti Icesave-klafinn mun verða stöðvaður í Alþingi eða í þjóðaratkvæði. Líklega mun meirihluti þingmanna skilja að þeir eiga ekki annarra kosta völ en að fella Icesave-samninga-III, eða vísa málinu beint í þjóðaratkvæði.

 

Því hafa Vinstri-grænir ákveðið, að órólega deild VG verði leyst upp. Það er þess vegna sem Ögmundur tekur nú á honum stóra sínum við blekkingar-leikinn. Ekki er lengur það borð fyrir báru að Ögmundur geti þóttst vera að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Vinstri-grænir standa uppi kviknaktir í öllum sínum ömurleika.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 


mbl.is Styður Icesave að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband