15.1.2011 | 19:37
Sérfræðiálit fjármálasérfræðinga til Alþingis: "Kostnaður gæti orðið 230 milljarðar" af Icesave-III
- Sérfræðiálit, sem unnið var að beiðni fjárlaganefndar Alþingis, metur kostnað ríkissjóðs vegna nýja Icesave-samningsins á bilinu 25-230 milljarða króna. Þá er talið að samningurinn muni ekki hafa teljandi áhrif á ríkisfjármálin gangi áætlanir um endurheimtur á eignum Landsbankans eftir og gengi krónunnar haldist óbreytt.
- Fjárlaganefnd Alþingis fjallaði ítarlega um nýja Icesave-samninginn á fundi sínum í vikunni. Fjárlaganefnd fól tveimur fyrirtækjum fjármálasérfræðinga að meta kostnað ríkissjóðs af samningunum, og sátu fulltrúar fyrirtækjanna fyrir svörum á fundi nefndarinnar í fyrradag. Álit fyrirtækjanna voru nánast samhljóða. Sérfræðiálit GAM-Management, sem er annað fyrirtækið sem vann álit fyrir nefndina, gerir ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna samningsins verði á bilinu 25-230 milljarða króna. Valdimar Ármann er hagfræðingur hjá GAM-Management og hafði yfirumsjón með áliti fyrirtækisins. Hann segir álitið byggt á sviðsmyndagreiningu þar sem eru gefnar forsendur um þróun krónunnar og þróun á endurheimtum úr þrotabúi gamla Landsbankans. Þetta séu þær tvær áhættur sem ráði hvað mestu um niðurstöðunnar; styrking og veiking krónunnar og hraði og upphæð endurheimtanna.
- Miðað við núverandi gengi íslensku krónunnar og áætlanir um endurheimtur á eignum Landsbankans, er gert ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna Icesave-samningsins verði um 87 milljarðar króna og hann verði greiddur að fullu árið 2017, en um 20 milljarðar króna eru nú þegar til vegna trygginga á innistæðum. Valdimar segir að miðað við stöðuna í dag, ætti ríkissjóður að geta staðið undir samningnum. Lítið þurfi þó til að illa fari. Ef krónan veikist eða ef innheimtur úr þrotabúinu verða litlar, þá geti kostnaður ríkisins vegna Icesave aukist verulega.
- frettir@ruv.is. (Kostnaður gæti orðið 230 milljarðar)
- Fyrst birt: 15.01.2011 12:34 GMT. Síðast uppfært: 15.01.2011 13:21 GMT.
Frétt þessi er þegar farin út af aðalsíðu Rúv.
Það er svolítið merkilegt að velta því fyrir sér, af hverju þessi frétt birtist þar í dag. Undirrituðum kom fyrst í hug: Eru Rúvarar að bæta fyrir Icesave-stefnu-málflutninginn sem þar hefur verið svo áberandi í þessari viku? Ítrekað hafa þeir gefið tilefni til gagnrýni á sig hans vegna, sbr. það sem hefur verið skrifað hér um afar ójafnvægiskenndan fréttaflutning þeirra af álitgjörð InDefence-manna um Icesave-III og lögfræðinganefndarinnar í þokkabót (sjá hér neðar á síðunni) já, hlutdrægan fréttaflutning, svo vægt sé tekið til orða.
En þeir eru ekki líklegir til iðrunar, Rúv-fréttamenn, sem eru undir stjórn Óðins Jónssonar. Þegar undirritaður áttaði sig á því, að það var María Sigrún Hilmarsdóttir sem sá um þessa frétt og fréttastjórn Rúv í hádeginu í dag, þá rann það upp fyrir honum, að þarna hefur helgarfréttavakt hennar sennilega bjargað því, að þetta komst þar á framfæri, en María Sigrún kemur úr Sjálfstæðisflokknum, sem er líklega ekki í mun að bera ábyrgð á Icesave-stefnu núverandi stjórnvalda.
En forsendurnar eru enn, í þessum útreikningum, að gengið haldist nánast óhaggað. Þótt það sjáist ekki í þessari netfrétt Rúv, talaði þessi Valdimar Ármann hagfræðingur um það í viðtali í þessari frétt í hádeginu, að þarna væri gert ráð fyrir 1% gengissigi krónunnar á ári (ef undirritaður heyrði það rétt). En gengið hefur hækkað um a.m.k. 10% á árinu 2010 og gæti leikandi fallið um 5% eða mun meira á komandi misserum, sér í lagi ef gjaldeyrishöftin verða afnumin.
Morgunblaðið fekk í desember stærðfræðing til að leggja mat á hugsanlega greiðsluupphæð miðað við að Icesave-III-samningurinn yrði samþykktur, og þar kom fram, að áhættan gæti orðið jafnvel snöggtum meiri en þessir 230 milljarðar sem hér er talað um.
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:52 | Facebook
Athugasemdir
Iceland already enjoys a high degree of integration with the EUthrough its membership of the European Economic Area (EEA)since 1994, as well as the Schengenarea, which allows its citizens to travel and work freely throughout the EU.
http://ec.europa.eu/enlargement/candidate-countries/iceland/relation/index_en.htm
50 ára plön sem eru tæknilega orðin að veruleika mun síðar verða skrá með stórkostlegu afrekum mannkyssögunar frá dögum Rómverja.
http://ec.europa.eu/enlargement/the-policy/index_en.htm
Árangur er fjárfestinga virði til lengri tíma litið fyrirhæfa meirihlutan.
http://ec.europa.eu/enlargement/the-policy/from-6-to-27-members/index_en.htm
Hvernig og hvað mikið hafa raun þjóðatekjur Íslensks þegns hrapað í heildina í samburði við aðra þegna annarra efnahagslenda eða hæfra Ríkja?
Furðuleg þögn hefur verið um þetta afrek Umboðsins í Brussel frá upphafi.
Í samhengi eftir á líta er verð á orku og fiskishráefnum héðan að verða eða orðið viðunnandi að mati fulltrúa 500 milljóna neytenda aðallega í stórborgum Evrópsku Sameiningarinnar.
Ef Brussel stýrir Evru gegn Dollar að eigin sögn. Þá telur varla nokkur maður með viti að Brussel stjórni ekki gengi Íslensku krónunnar.
Brussel getur séð sér efnahagslega ávinning í heildina litið að Icesave fari ekki fyrir dómstóla.
Júlíus Björnsson, 15.1.2011 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.