9.1.2011 | 12:40
Ólína Þorvarðardóttir talar gegn sannleikanum, ekki í fyrsta, en vonandi síðasta sinn
"Nú er öllum [sic!!!] orðið það ljóst að það borgar sig að semja sig í gegnum þetta," sagði Ólína Þorvarðardóttir í lok þáttar á Bylgjunni rétt fyrir hádegið, hélt þannig áfram að skrökva freklega um Icesave-málið. Lilja Mósesdóttir vill hins vegar fara vel yfir málið, ekki gefa sér það fyrir fram, að semja eigi (með augljósri sneið til Samfylkingar), heldur skoða framlagðan samning vandlega, án þess að gefa sér hver niðurstaðan af þeirri athugun verður.
En meirihluti þjóðarinnar hefur þegar gert upp við sig, að við eigum EKKERT að borga til Breta og Hollendinga vegna Icesave-reikninga Landsbankans:
59,4% aðspurðra sögðu í skoðanakönnun, að Íslendingar ættu alls ekki að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands (Icesave) í Bretlandi og Hollandi. 37,3% sögðu, að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslurnar að hluta til, og 3,3% sögðu, að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigendanna að fullu.
Frá þessari könnun MMR (Markaðs- og miðlarannsókna) segir nánar HÉR í pdf-skjali, en hún fór fram 3.5. marz 2010 og var birt 8. marz, svarfjöldi: 932 einstaklingar. Sjá nánar hér: Hartnær 60% aðspurðra segja: Við viðurkennum alls enga ábyrgð Íslendinga á Icesave-greiðslum til Bretlands og Hollands! Þessi niðurstaða kom í raun ekki á óvart, eftir hin afgerandi glæsilegu úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-II-ólögin tveimur dögum fyrr, 6. marz.
En Bretavinnumenn eins og Ólína Þorvarðardóttir halda áfram að berja höfði við steininn. Við skulum vona, að hún og aðrir fái ekki heilahristing af því linnulausa framferði sínu! Við ættum virkilega að vona, að þessum múlbundnu Icesave-sinnum auðnist að taka sinnaskiptum að senn fari vanhelg samstaðan í stjórnarflokkunum um þetta óþrifamál Steingríms og Jóhönnu að bresta.
Og hættu að skrökva, Ólína Þorvarðardóttir, þetta var einum of augljóst!
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:43 | Facebook
Athugasemdir
Menn gætu reynt að túlka þessi ummæli Ólínu í sympatískara ljósi, hún hafi í raun og veru meint, að það hafi nú þegar borgað sig að þæfa áfram og þumbast við hina ágengu fulltrúa gömlu nýlenduveldanna – að draga samninga sem allra lengst, þangað til þeir springa á limminu.
En sú merking orða hennar kæmi reyndar illa heim og saman við vargslega baráttu hennar fyrir bæði Icesave-I- og Icesave-II-ólagabálkunum árið 2009. Ef hún hins vegar væri komin á þá skoðun nú, að það hafi verið hin mesta mildi, að forsetinn neitaði að skrifa undir þessi allsendis óheimilu og andstjórnarskrárlegu ólög, og að nú væri bara um að gera að þykjast í gegnum alla ásókn Bretanna ætla að semja um málið, en draga það samt sem allra lengst, þá hlyti hún að taka undir þær ábendingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Kryddsíldinni um daginn, að vegna þess að mikil áhætta er til staðar um sjálfa kröfuuphæðina, ættu þingmenn að taka sér tíma í það, fyrir alla hugsanlega samninga, að bíða úrslita fyrir dómstólum í málum kröfuhafa (þ.e. eftir nokkra mánuði), því að þá verði komnar nýjar forsendur til að meta hinar líklegu upphæðir (kröfur í þrotabú Landsbankans, stöðu eignasafns þess og raunkröfur Breta og Hollendinga til Íslands).
Þess vegna, sagði Sigmundur Davíð, ættum við "ekki að láta taka okkur á taugum" með því að flýta afgreiðslu málsins. Ekkert liggi á því.
Hvað ætli Ólína segi við því, eða er hún komin í akkorð í Bretavinnunni?
Sigmundur sagði einnig: "Það er ekki rétt [hermt], að þetta mál hafi komi í veg fyrir erlendar fjárfestingar" hér á landi. – En stjórnarsinnar hafa hins vegar lengi staðið í blekkjandi áróðri um bæði þetta og ljúga því til, að Íslendingar fái ekki lán erlendis!
Hverjum er þetta fólk að þjóna?
Jón Valur Jensson, 9.1.2011 kl. 13:37
Heil og sæl; félagar í Þjóðarheiðri, jafnan !
Ólína Þorvarðardóttir; er ein notadrýgsta húskona Evrópsku nýlendu veldanna, og því ber að taka þvaðri hennar, sem slíku.
Lilja Mósesdóttir; er allsendis ómarktæk gufa, sem fimbulfambari - og hefir leitt fjölda samlanda sinna, í net lygavefja og slaðurs, gagnsleysisins.
Við hverju búast Íslendingar; með svona frenjur, á launaskrám sínum ?
Í; Ísrael - Persíu (Íran) og Kína, væri búið að taka slíkar, úr umferð, fyrir löngu. Hér aftur á móti; er fólk borið á höndum gerfi- lýðræðisins, sem vinnur gegn lands- og þjóðar hagsmunum.
Með beztu kveðjum; sem fyrr, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 14:00
Ég tel ekki, Óskar Helgi, hægt að líta á Lilju sem "gufu" almennt í málum, en í þessu máli er hún þó gufa – alls ekki nógu einörð. Það á ekki að ljá máls á neinum samningum við gömlu nýlenduveldin, en minna Breta hins vegar á rangindi þeirra með hryðjuverkalögunum og að þeir skuldi okkur í því sambandi stórfúlgur.
Eyði ekki frekari orðum að Ólínu í þetta sinn.
Jón Valur Jensson, 9.1.2011 kl. 14:35
Goðan daginn maðurinn ur Arnesþingi mer heyrist þu vera orðin dalitið svartsinn felagi Oskar eg hef heyrt að Vesfirðingar seu bunir að girða af kjalkan svo að skessan komist ekki Vestur með svona frenjur a launaskra eg se ekki betur en komma og krataruslið se allt a launaskra bæði hja raðuneitum og fleyri stöðum eg vona að Skrattin fari nu að kitla þettað helvitis pakk
Runar Gudmundsson (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 14:40
Hingað til hefur Ólína "skautað" létt í kringum sannleikann og það yrðu nú tíðindi til næsta bæjar ef breyting yrði þar á núna.
Jóhann Elíasson, 9.1.2011 kl. 14:54
Þakka þér, Jóhann.
Við skulum nú, að gefnum öðrum tilefnum, reyna að stilla orðum okkar í hóf á þessari síðu, ég held það sé affarasælast og tek ekki undir lokaorð þín, Rúnar, né Austurlanda-samlíkinguna hjá Óskari Helga.
Jón Valur Jensson, 9.1.2011 kl. 15:36
Komið þið sæl; að nýju, félagar !
Runar Gudmundsson !
Því miður; er svartsýni mín, á fullum rökum reist. Íslenzkir stjórnmálamenn; eru búnir að koma samfélaginu aftur á Steinöld;; siðferðilega - efnahagslega, sem og hugmyndafræðilega, ágæti drengur.
Jóhann Stýrimaður Elíasson !
Sem fyrr; fara skoðanir okkar saman, í þessum efnum, þó ekki séum við sammála, á ýmsum annarra sviða, svo sem.
Jón Valur !
Langt í frá; hvað tungutak mitt snertir, þyrfti ég að vera 1/2 harðorðari, í garð þessarra liðónýtu þingkvenna, sem þorra félaga þeirra, fornvinur góður.
Hefi ekki; betri viðmið til brúkunar, en Austurlanda tilvísun mína, Jón Valur.
Með; ekki lakari kveðjum, en þeim fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 15:46
Það er svo leiðinlegt hvað það eru til margir sannleikar í gangi samtímis. T.d. minn sannleikur er alltaf bestur og allra annara er auðvitað tóm lýgi og óheiðarleiki.
Svo er bara ekki hægt að acceptera sannleikan hjá öðrum. Sumir kalla sinn sannleika "skoðun" til að smygla honum inn hjá mér. Fyrir mér breytir það engu.
Bara á Íslandi er höfð þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort eigi að leyfa rán á sér um hábjartan dag.
Enn smáskúrkar sem búa til skuldir út í bláinn meiga ekki það sama sem er óréttlæti og mismunun á fólki sem er sama málaflokki. Það er gert svíviðilega upp á milli íslenskra handrukkara sem þo nota auranna í landinu, eða útlenskra sem taka þá út í gjaldeyri.
Íslenskt "MVPS fólk, (Mig Vantar Pening Skúrkar), fá enga þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort amma og afi hans Palla Pillu sem lánaði fullt af amfetamíni og gat svo ekki borgað, eigi að borga eða ekki.
Þó það væri búið að handleggs og fótbrjóta Palla einu sinni, borgaði hann samt ekki. Annaðhvort er hann svona þrjóskur eða blankur. Þá er bara rukka Afa og Ömmu í staðin eins og allir skilja er það mest réttláta....
Sannleikurinn í þessu er að sjálfsögðu að mál Palla þyrfti að fara fyrir nefnd. Eða bara þjóðaratkvæðagreiðslu. T.d. á Facebook. Það eru allir á Facebook og þeir sem eru ekki þar, er eiginlega ekkert að marka neitt. Ættu eigilega ekkert að hafa neinn kosningarétt yfirleitt.
Annars er ég sammála JVJ í ágætum pistli og kommentum á þá sem hafa tjáð sig hér.
Óskar Arnórsson, 9.1.2011 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.