Skúli Thoroddsen í Starfsgreinasambandinu reynir enn að misbeita áhrifum sínum

Hann var enn að mæla með Icesave í Rúv í kvöld, talaði um Icesave-3 sem "miklu betri" samning – en miklu "betri" en hvað?! – Jú, "betri" en sá samningur sem hann mælti eindregið með 5. jan. fyrir ári!!! Hann fór þá með stóryrði um forsetann, um áhrif þess, að hann beitti 26. grein stjórnarskrárinnar, gleymdi ekki að klína ýmsu á hann í leiðinni, auk þess sem hann fór með fáránlegar hræðsluáróðurs-hrakspár sem hafa EKKI rætzt!

Um þennan Icesave-III-samning sagði Skúli: "gefur von" ! – á sama tíma og fagmenn í fjármálum eru eindregið að vara við honum. Og þar að auki er hann ólögvarinn, ólöglegur og brot á stjórnarskránni!

Fjallað verður nánar um hina hraksmánarlegu spádómsgáfu Skúla í grein hér á morgun. Hefði hann verið í Stéttarfélagi stjörnuspámanna, væri löngu búið að reka hann úr félaginu.

En svona karlar hafa lengi verið í uppáhaldi hjá Ríkisútvarpinu. Af hverju skyldi það nú vera?

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér finnst orðið tímabært að formaður Samfylkingarinnar biðji forsetann afsökunar á þessum æsingi sem hún þyrlaði upp vegna þess að Ólafur Ragnar vísaði málinu til þjóðarinnar.

Sigurjón Þórðarson, 5.1.2011 kl. 00:22

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, Sigurjón, formaður Frjálslynda flokksins.

Jón Valur Jensson, 5.1.2011 kl. 11:06

3 identicon

Sæll Jón Valur og þið þjóðhetjur Íslands í samtökunum Þjóðarheiðri.

Ég tek fyllilega undir með Sigurjómni Þórðarsyni hér að ofan. Þetta lið ætti svo sannarlega að skammast sín og biðja þjóðina og forsta vorn afsökunar á rugli sínu og bulli.

En þú spyrð hér afhverju skyldi sjálft RÚV þessi ríkisrekni þjóðarfjölmiðill okkar íslendinga hafa svona sérstakan áhuga á því að ræða aftur og aftur við svona glórulausa spámenn og úrtölulið eins og þennan Skúla Thoroddssen sem er orðinn margsinnis ber að lygum og rugli..

Jú ég skal segja þer það afhverju það er, það er af því að hann og Eiríkur Bergmann og Þorsteinn Gylfason og Egill Helgason margir fleiri og fleiri álitsgjafar og svokallaðir sérfræðingar eru aftur og aftur bornir á höndum af þessum svokallaða "óháða" fjölmiðli þjóðarinnar.

En það er bara af því að þetta eru hreinræktaðir ESB pappakassar ogaftaníossar og óðjóðlegt úrtölulið og Samfylkingarhyski í þokkabót !

Svo einfalt er það allt venjulegt fólk sér alveg hvað þessi áróður þessa svokallaða óháða ríkisrekna fjölmiðils er óforskammaður og gengur út yfir allt.

Hjá þessu ódómans ESB liði þá helgar tilgangur ESB eiturbikarsins alltaf meðalið ! 

SVEI OG SKÖMM ÞESSUM ESB AFTANÍOSSUM OG MEGI NIÐURLÆGING ÞEIRRA OG FALL VERÐA MIKIÐ, ÞEGAR ÞJÓÐIN LOKS FÆR AÐ FELLA SINN DÓM !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband