Ummæli um Icesave í Kryddsíld Stöðvar 2

"Það er engin lagaskylda fyrir hendi til að greiða þetta, fyrir því eru engin lög," sagði Bjarni Ben. jr. "Það liggur alveg fyrir, að það er ekki lagaleg skylda [fyrir því að greiða þessa kröfu]," sagði Sigmundur Davíð, talaði þó um möguleika á að kaupa okkur undan hótunum.

Bjarni sagði ennfremur, aðspurður hvort hann myndi samþykkja nýja Icesave-III-frumvarpið: "Ef við metum það svo, að lagalega og fjárhagslega sé áhættan ..." – og hér náði undirritaður ekki framhaldinu orðréttu, en inntakið var, að ef þetta teldist hugsanlegt með tilliti til áhættu af málsókn – þrátt fyrir að hann endurtæki skýrt fyrirvara sína: "þegar það er engin lagaleg skuldbinding þess að greiða þetta" – þá myndi hann og hans flokkur hugsanlega samþykkja frumvarpið. Fram kom hjá honum aðspurðum, að hann "býst ekki við að segja pass," þ.e. sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson talaði, eins og áður sagði, um hótanir og þar af leiðandi um möguleikann á því að kaupa sig undan þeim. "Hversu mikið erum við tilbúin að borga?" spurði hann.

En þjóðin hefur svarað: EKKERT! Við verðum ekki meiri menn á því að láta undan hótunum rangsleitinna ríkisstjórna, sem láta ekki af kröfum sínum, af því einfaldlega að þær vilja ekki missa anditið, enda værum við með slíkri meðvirkni við yfirgang þeirra ekki aðeins að brjóta okkar eigin stjórnarskrá og reglur ESB), heldur værum við líka að ýta þessu gríðarlega gerviskuldarmáli yfir á næstu og þarnæstu kynslóð.

Hér skal þó minnt á skýrari hluti í máflutningi Sigmundar Davíðs. Hann benti á, að mikil áhætta væri til staðar um kröfuuphæðina í raun, en þegar í ljós komi úrslit fyrir dómstólum í málum kröfuhafa, eftir nokkra mánuði, verði komnar nýjar forsendur til að meta þessa líklegu upphæð. Þess vegna, sagði hann, "eigum við að taka okkur tíma í þetta, ekki láta taka okkur á taugum" með því að flýta afgreiðslu málsins. Ekkert liggi á því. 

Hann sagði einnig: "Það er ekki rétt [hermt], að þetta mál hafi komi í veg fyrir erlendar fjárfestingar" hér á landi.

"Menn verða að gæta að íslenzkum hagsmunum, ekki bara að" óttast hótanir eða láta undan þeim, sagi hann.

Öðrum (Þór Saari, Jóhönnu, Steingrími) náði undirritaður ekki í þessari umræðu.

Gleðilegt nýtt ár, félagsmenn Þjóðarheiðurs, lesendur síðunnar og landsmenn allir! 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Stormur í vatnsglasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Það virðist stefna í að Icesave málinu ljúki í byrjun næsta árs. Leiðtogarnir töluðu þannig í Kryddsíldinni. Verði þokkaleg samstaða á Alþingi, mun forsetinn ekki vísa málinu til þjóðarinnar að nýju.

Björn Birgisson, 31.12.2010 kl. 15:43

2 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Ekkert veizt þú um það, Björn Birgisson. Svo er greinilegt, að Framsóknarmenn munu mjög sennilega greiða atkvæði gegn frumvarpinu, og aldrei myndu þeir allir fylkja sér um það. En flokkar verða sjálfir að taka ábyrgð á svikum sínum við réttindi þjóðarinnar. Krafan er ólögvarin og ekki heimilt skv. 77. gr. stjórnarskrárinnar að borga slíka kröfu. – JVJ.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 31.12.2010 kl. 15:50

3 Smámynd: Björn Birgisson

Ekkert veist þú heldur um það, Jón Valur Jensson. Ég var að lýsa minni tilfinningu fyrir málinu. Sjáum til!

Björn Birgisson, 31.12.2010 kl. 15:57

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tilfinningu?!

Jón Valur Jensson, 31.12.2010 kl. 17:36

5 Smámynd: Björn Birgisson

Já, veistu ekki hvað það er?

Björn Birgisson, 31.12.2010 kl. 18:02

6 Smámynd: Jón Sveinsson

Þetta Icesave setja á samningin í tætara og senda með express sendingu til breskra og hollenskra stjórnvalda með áletrun á umslaginu frá þjóð sem lætur ekki kúga sig, Áfram ísland ekkert Icesave, og þið á bloggi þessu hafið gleði og gæfu á komandi ári

Jón Sveinsson, 31.12.2010 kl. 20:32

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Viðbrögð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar benda eindregið til að barist verði hart gegn Icesave-samningum-III. Fyrir ári var hægt að réttlæta linku með hótunum ríkisstjórnarinnar. Í dag eru aðstæðu allt aðrar og nákvæmlega ekkert sem knýr menn til undanláts fyrir kúgun nýlenduveldanna, nema tilvera og þráseta Icesave-stjórnarinnar.

Staðan mun verða ljós þegar tekið verður að fjalla um málið á Alþingi. Ekki er ástæða til að lofa Hr. Jóhönnu og Steingrími að sjá spil stjórnarandstöðunnar, fyrr en kemur að 2. umræðu. Að auki er sjálfsagt að byggja gagnrýni á efnisatriðum, fremur en óséðri höfnun. Við Jón Valur höfum hins vegar séð nóg af samningunum til að hafna honum algerlega.

Loftur Altice Þorsteinsson, 31.12.2010 kl. 23:40

8 identicon

Auðvitað á forsetin að sjá til þess að þjóðin eigi að kjósa aftur um þetta Icesave,annars er ekkert að marka hann.Þjóðin er búin að segja  NEI .

Númi (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 01:20

9 identicon

Ég er með góða hugmynd ... greiðum atvæði um það meðal þjóðarinnar hvort við eigum að greiða yfirhöfuð allar aðrar erlendar skuldir ríkissjóðs.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 17:03

10 Smámynd: Elle_

Allar aðrar erlendar skuldir ríkissjóðs??  ICESAVE er EKKI skuld ríkissjóðs og hefur aldrei verið, heldur fjárkúgun.  Veit ekki hvort þú heldur þetta eða hvort þetta er hótfyndni. 

Elle_, 1.1.2011 kl. 19:47

11 Smámynd: Elle_

Og ef þú í alvöru heldur þetta, hefurðu ekkert vit á málinu, ella mættirðu finna annan vettvang með lélega brandara um grafalvarlegt mál gegn börnum og gamalmennum landsins.

Elle_, 1.1.2011 kl. 19:57

12 identicon

Ég vísa því alfarið til föðurhúsanna að brandarinn minn hafi verið lélegur.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 20:46

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Elle svaraði þér að verðleikum, hr./frú/fröken H.T. Bjarnason.

(Ég verð að reikna með þeim möguleika, að þú kunnir að vera af Bjarnason-ættinni, þess vegna er hér gert ráð fyrir báðum kynjum; ekki hjálpaðir þú til að upplýsa okkur!).

(Svo er meiri kurteisi að ávarpa einstakling "hr. H.T. Bjarnason" eða "frú H.T. Bjarnason" heldur en einfaldlega "H.T. Bjarnason", þannig að þú hefur hér yfir engu að kvarta!)

Jón Valur Jensson, 2.1.2011 kl. 11:59

14 identicon

Jón þeir sem eru af þeirri ætt skrifa það Bjarnar ekki Bjarna-son.

Þanneg að það má reikna með því að fyrirbærið sé karlkyns.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 05:16

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, ég er ættfræðingurinn hér, þú ert ekki Þorsteinn í Sögusteini.

Til eru þessi ættarnöfn hér: Bjarnar (frá Þórhalli biskupi), Bjarnarson og Bjarnason. Gunnar heitinn Bjarnason, skólastjóri Vélskólans, var t.d. af síðastnefndu ættinni.

Jón Valur Jensson, 3.1.2011 kl. 08:59

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Reyndar eru a.m.k. tvær Bjarnason-ættir hér: hin er ættin frá Hákoni Bjarnasyni, kaupmanni á Bíldudal. Hjónabandsbörn hans voru alkunn: dr. Ágúst H. Bjarnason, prófessor í heimspeki (faðir Hákonar Bjarnason, skógræktarstjóra ríkisins), Lárus H. Bjarnason, prófessor og hæstaréttardómari (báðir góð skáld), Þorleifur H. Bjarnason, yfirkennari við MR, Brynjólfur H. Bjarnason kaupmaður, RF, og Ingibjörg H. Bjarnason, skólastjóri Kvennaskólans, mikil hugsjóna- og umbótakona og fyrst kvenna alþingismaður.

Jón Valur Jensson, 3.1.2011 kl. 09:14

17 identicon

  Jón Valur, Þar tókstu mig alveg í bakaríið, en ég er þá allaveganna fróðari eftir.

Þá stendur það óhaggað hjá þér að ekki sé hægt að kyngreina gripinn að svo stöddu, kannske verðugt verkefni fyrir Atlanefndina.

  En þakka þér annars fyrir þína ötulu baráttu gegn Icesave fjárkúguninni, og sömuleiðis þakkir til Elle Ericson hér að ofan, þið hafið svo sannarlega reynst Íslandi vel í því máli.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 14:15

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir, Þorsteinn, við reynum öll hvað við getum. En brátt þarf hinn breiði fjöldi að virkja sig svo um munar ...

Jón Valur Jensson, 3.1.2011 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband