Jóhanna heldur áfram að skrökva um Icesave

Þótt útlitið sé svart hjá Icesave-stjórninni með e.t.v. eins atkvæðis meirihluta – og Guðfríður Lilja á leið á þing úr fríi, í stað tengdasonar Svavars Gestssonar! – þá vantar ekki, að Jóhanna beri sig mannalega. En hún sagði grófari hluti í kvöldfréttunum, um Icesave, heldur en í Mbl.is-viðtalinu. Þetta sagði hún orðrétt í kvöldfréttum:

  • Það viðurkenna allir, að góður samningur er á borðinu ...!!!

Og hún segist bjartsýn! (sic). Tekst henni það með því að búa sér til sýndarveruleika?

Þetta eru hrein ósannindi, að "það viðurkenni allir", að Icesave-III sé "góður samningur". MARGIR marktækir menn, ekki sízt þeir sem sérfróðir eru á sviði viðskiptamála, hafa varað mjög við áhættu þessa samnings, því að óvissan er svo mikil þar um mörg atriði. Verður birt hér í kvöld, kl. 22.22, eindregin grein færs manns á þá lund – raunar þvílík, að nægir til að snúa mörgum manninum.

Í 2. lagi verður að benda forsætisráðfrúnni á, að fæstir hafa kynnt sér þennan samning i raun.

Í 3. lagi hefur verið bent á, að enn eru margir verstu ágallarnir á Icesave-I og Icesave-II látnir fylgja þessum nýja samningi, þ. á m. að eignir ríkisins eru lagðar að veði.

Í 4. og raunar fremsta lagi hafa ýmsir menn ítrekað það nú sem fyrr – m.a. Vigdís Hauksdóttir alþm., Sigmundur Daði Gunnlaugsson og jafnvel Bjarni Benediktsson – einnig InDefence-menn og að sjálfsögðu við hér í Þjóðarheiðri – að fjárkröfur Breta og Hollendinga styðjast ekki við nein lög, þetta eru ólögvarðar kröfur og ennfremur bent á, að þær fela beinlínis í sér lögbrot (sbr. t.d. skrif norsks þjóðréttarfræðings um það), jafnvel beinlínis stjórnarskrárbrot!

Jóhanna Sigurðardóttir má ekki bjóða þjóðinni upp á ósannindi í þessu máli. 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Jóhanna blæs á framsóknarsögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það viðurkenna ekki allir að fyrir liggi GÓÐUR samningur heldur SKÁRRI en en þeir fyrri og svo er ekki enn búið að skera úr um greiðsluskyldu Íslands í þessum efnum.................

Jóhann Elíasson, 30.12.2010 kl. 21:41

2 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Rétt, Jóhann, nema hvað þú mátt vera meira afgerandi í lokaorðunum.

Eins er réttara að segja ILLSKÁRRI heldur en "skárri".

Aðeins kjánar eða svikarar tala um "betri" samning hér. – Betri en eitthvað gott?! – Nei; hann kann að vera mun þolanlegri, en jafnvel það er ekki einu sinni víst, þetta er allt í óvissu, eins og við höfum rakið áður, ekki af því að menn hafi ekki lesið samninginn, heldur vegna ytri aðstæðna, gengisstöðu framtíðar, rauneigna þrotabús bankans o.fl.

Umfram allt er samningurinn ólögvarinn og ólöglegur (sjá lok pistilsins) og á heima i ruslafötu Stjórnarráðsins.

Jón Valur Jensson.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 30.12.2010 kl. 22:39

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk baráttuhundar í Þjóðarheiðri.

Það er ekki til orð yfir lögbrot sem heitir "skárri".  Það eru til mildandi aðstæður, til dæmis mætti meta Jóhönnu það til refsilækkunar að hún taldi síðustu lögbrot sín vera skárri.

En lögbrot engu að síður.

Fjárkúgun er ólöleg um allan hinn siðmenntaða heim, og Jóhönnu býður tukthúsvist ef hún knýr hana í gegnum Alþingi.  Samsek hinum bresku glæpamönnum um þjófnað, sek um brot á stjórnarskránni, og fyrir brot á þeirri grein hegningarlaga sem bannar aðstoð við yfirgang erlendra ríkja sem hafa skaða fyrir land og þjóð í för með sér.

Spái samt að dómurinn verði ekki þrefaldur, heldur öllu slegið saman, og hún verði síðan náðu sökum aldurs og skort á refsiplássi.

Dómur þjóðarinnar verður nægur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.12.2010 kl. 23:20

4 identicon

Icesave III er nefnilega ekkert endilega "betri" samningur. Greiðsluskyldan er lengd upp í 37 ár með því að setja inn fyrirvara. Niðurstaðan gæti verið mun hærri heildar greiðsla vegna vaxtagreiðslna. Hvernig getur það verið "betri" samningur?

Blekkingin sem ríkisstjórnin lifir í er svo yfirþyrmandi að þjóðinni er nóg boðið. Held að þjóðin sé bara enn í "sjokki" að ríkisstjórnin hafi þorað að bjóða henni svona byrginn. Sjálfur sagði ég NEI strax við fjölmiðlakynningu og sífellt fleiri munu komast að þeirri niðurstöðu þegar betur er rýnt í samninginn eins og t.d. þessi 4 atriði sem þú nefnir.

Þjóðin sagði NEI og hefur ekkert enn skipt um skoðun. Nú þarf bara að fá ríkisstjórnina til að skilja það.

Rúnar Már Bragason (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 01:12

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heilar þakkir, Rúnar Már, fyrir þetta þarfa og tímabæra innlegg þitt.

Þú vekur þarna máls á mjög mikilvægum hlutum.

Þetta gerir það einnig enn ljósara en ella, hve ábyrgðarlaust þetta framferði stjórnvalda er : að skella skuldinni á börnin okkar, jafnvel þeirra börn!

Og kærar þakkir enn og aftur, Ómar Geirsson, fyrir þína öflugu samstöðu.

Jón Valur Jensson, 31.12.2010 kl. 04:44

6 Smámynd: Elle_

Er það alger sljóleiki og skilningsleysi sem knýr þennan Jóhönnuflokk eða líka mannvonska?  Hvaða æru hafa þau sem ætla æsku landsins Versalasamning??  Og halda þau í alvöru að við föllum fyrir álfasögum um skárri kúgun?  Hvað er skárri fjárkúgun??  Við ætlum ekkert að lifa við ICESAVE3, 4 eða 5 neitt frekar en ICESAVE1 og 2, Jóhanna, þó þið verðið í ICESAVE vinnunni út líf ykkar ómanneskjulegu stjórnar, ef stjórn skyldi kalla.

Elle_, 31.12.2010 kl. 12:52

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Elle. Í þessu máli hafa ráðherrar Jóhönnu reynzt algerir ódámar, verri en til einskis nýtir.

Jón Valur Jensson, 31.12.2010 kl. 13:48

8 identicon

Jóhanna er ekki leiðtogi frá náttúrunnar hendi og hefur hætt sér inn á svæði sem hún á ekki heima á. Hún er of leiðitöm, og áhrifagjörn og of hégómleg (hún roðnar þegar sumar fréttakonur skjalla hana!) til að geta hagað sér eins og leiðtogi. Leiðtogi er klettur sem stendur óhaggaður af lasti, en sérstaklega af lofi, óvinum, en sérstaklega vinum. Jóhanna hefur ekki þennan innri styrk og þennan innri frið sem einkennir sannan leiðtoga, heldur er hún sem rekald er hrekst í vindi. Það versta af öllu er að Jóhanna stjórnast af ótta, en það á hún sameiginlegt með Steingrími og fleirum. Þess konar fólki lýsir einn af stofnfeðrum Bandaríkjanna, upplýstur maður, með orðunum "Those who are willing to give up essential liberty, to find a bit of temporary safety, deserve neither and will lose both." Og ef aðeins þjóðin hefði treyst þessu fólki meir, tekið þau trúanlegar, gefið þeim meira "tækifæri" og sýnt minni mótstöðu, þá hefðum við verið óverðug að sjálfstæði okkar og frelsi og hefðum þegar glatað báðu, því ótti sem kallar á smá öryggi sama hvað stírir Jóhönnu og Steingrími og það var óttinn sem hrakti þau til að vera með endalausan áróður fyrir Icesave I, neita að skoða aðra möguleika, reyna að telja þjóðinni hughvarf að mæta á kjörstað og spá dómsdegi, eldi og brennisteini ef við beygðum okkur ekki strax undir svipu gömlu heimsveldanna sem nú herja á okkur, og hafa þegar knésett hálfa Afríku í eilíft skuldafangelsi og hindra með því alla uppbyggingu (Átak Bono og fleiri MAKE POVERTY HISTORY er enn í gangi, kynnið ykkur það! Að samþykkkja EKKI Icesave er innlegg í þá baráttu, því það hjálpar hrjáðustu þjóðum heims með að setja nýtt fordæmi um lausn úr skuldavanda og mun hafa afdrifarík áhrif á alþjóðalöggjöf.......horfið fram í tíman! Þá mun allur heimurinn elska Ísland fyrir staðfestu sína!)

Helsta einkenni alvöru leiðtoga er ÓTTALEYSI. Hann lætur ekki hræða sig til að taka ákvarðanir byggðar á stund og stað og hvað þá grýlum og blekkingum og blindþokum og ryki sem aðrir þyrla upp og slá í augu hans, eins og er raunin með Jóhönnu og AGS, ESB etc hvers hvert einasta orð hún tekur jafn trúanlega og leiguliðinn í gamla daga, hræddur um að vera annars brenndur á báli, orð biskups og kóngs, því hún er að eðlisfari þræll, og Steingrímur líka, og því vanvirða þau frelsi annars fólk og traðka í svaðið, þó réttur hvers manns, meðfæddur sé frelsið.

Það er HÆTTULEGT að hafa "leiðtoga" sem ekki búa yfir réttum eiginleikum.

Ef við losnum okkur ekki mjög fljótt við þetta fólk, þá fara þau að verða agressívari heltekin af ótta sem þau eru, og munu hoppa á fyrsta tilboð um að selja íslensku þjóðina. Þetta er bara þeirra eðli, þau eru ekki merkilegri eða betri manneskjur en það, þau eru í ánauð og fjötrum blekkinga og sjúklegrar hræðslu sem lætur þau taka rangar ákvarðanir og fékk þau nánast til að tortýma þjóðinni.

Ísland er kúgað af gömlu heimsveldunum og þarf nýja leiðtoga fyrir nýja tíma. Leiðtoga sem eru óttalausir að standa uppi í hárinu á þeim sem fara með völd í heiminum og breyta þannig gangi sögunnar. Ísland sem hefur verið hlunnfarið af sömu öflum og Indland, verðandi miðstöð heimsins, þarf mann sem er alvöru leiðtogi, hugrakkur, samkvæmur sjálfum sér og haggast ekki frekar en klettur hvað sem líður hótunum og hræðsluáróðri, mann eins og Ghandi.

Jóhanna og Steingrímur eru eins fjarri Ghandi og komist verður. Þau minna frekar á gyðingana í útrýmingarbúðunum sem fengu örlítið betri meðferð (hærra kaup etc) í skiptum fyrir að fara illa með sína eigin samlanda og urða lík þeirra. Mér þykir það leitt en svona fólk er ekki hægt að bera saman við neitt annað. Þau eru heiglar og svikarar. Fyrirgefum þeim, eyðum ekki orku í að hata þau, en finnum þessu sálsjúka og fárveika fólki með sinn sjúklega Stockholms syndrome, sem laug því hér Íslandi bæri "siðferðileg skylda"  til að borga Icesave I (og Afríkönunum þá til að svelta undan skuldafangelsi gömlu nýlenduherranna samkvæmt sömu rökum og sömu lífssýn!), á að finna störf við hæfi, þar sem þeirra góðu eiginleikar, sem vonandi eru einhverjir nýtast, án þess þau geti skaðað aðra með valdi, því vald eiga áhrifagjarnir heiglar aldrei að fá í hendur. 

XXX (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 16:12

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég minni á það sem Alain Lipietz sagði:

Margir Íslendingar og fulltrúar þeirra virðast haldnir barnalegri þrá, »löngun til að borga« . En mig grunar að hér sé um samviskubit að ræða: Eins og þetta sé guðleg refsing eftir áralanga trú á skjótfenginn gróða. Ég segi því að vel yfirveguðu máli við þessa dugmiklu og hugrökku þjóð: Þið berið hvorki lagalega ábyrgð á þeirri siðspillingu sem nú hrjáir fjármálakerfi heimsins, né heldur eruð siðferðilega sek um neitt í því sem fór úrskeiðis

Þarna er sönn lýsing á því fólki sem styður Icesave-stjórnina.

http://altice.blogcentral.is/blog/15728091/

Loftur Altice Þorsteinsson, 31.12.2010 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband