27.11.2010 | 12:48
Icesave hefur engin áhrif á lántökumál fyrirtækja – samt liggur ekkert fyrir enn um samninga um þessa gerviskuld
Komið er í ljós í nýrri frétt, að þótt Icesave- misvísaða -rukkunin hafi ekki verið greidd né um hana samið, er það engin fyrirstaða fyrir góðum lánasamningum fyrirtækja. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom einmitt inn á þetta í ágætu innleggi sínu í Vikulokunum nú fyrir hádegið.
Marel var að fá stórt lán, einkum frá hollenzkum bönkum (ING Bank, Rabobank og ABN Amro) til endurfjármögnunar á skuldum sínum, alls upp á 350 milljónir evra, um 54 milljarða króna, og er fjármagnskostnaður af þessu nýja láni aðeins 3,2%. Við samninga um lánið kom það ekkert til umræðu, að Icesave þvældist þar eitthvað fyrir né ylli Marel þyngra skuldatryggingarálagi en eðlilegt væri. Hrakspár um þetta reyndust því út í hött eins aðrar slíkar eða eilífur hræðsluáróður stjórnvalda í tengslum við Icesave.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var með athyglisverðar áherzlur um Icesave-málið í þættinum Vikulokunum rétt í þessu. Hann gat þess m.a., að þau samningskjör, sem um var rætt nýlega,* hafi í raun ekki verið í neinum samningsdrögum, "heldur það sem fjármálaráðherra taldi sig geta náð í svona samningum."
Vegna ummæla þáttarstjórnanda (Hallgr. Thorsteinsson) sagði Sigmundur, að hann yrði að viðurkenna, að forsetinn hafi staðið sig ákaflega vel að mæla fyrir málstað Íslands.
Þá kom hann inn á það, sem sagt er frá hér í fréttinni (nánar á tengli hér neðar), og nefndi, að menn hafi verið að segja, að það sé ekki hægt að fjármagna sig, þ.e. að stór, íslenzk fyrirtæki hafi ekki getað það vegna þess að Icesave-málið væri óleyst, en það væri "auðvitað bara vitleysa," eins og nú hefði sannazt, og Landsvirkjun, sem fekk stórt lán hjá þýzkum banka, og annað fyrirtæki, sem Sigmundur nefndi, auk Marles, sýndu þetta glöggt.
Þá gat Sigmundur fullyrðinga um, að ef Icesave-málið verði ekki samþykkt, muni gjaldmiðillinn falla, "en hvað hefur gerzt? eftir að forsetinn synjaði, hefur krónan styrkzt!" (nokkurn veginn orðrétt eftir haft).
"Svo átti skuldatryggingarálagið að fara upp úr öllu valdi," ef um Icesave yrði ekki samið, en það hefði líka reynzt vitleysa!
Aðspurður hvort stjórnarandstaðan teldi þetta ásættanlegt, sem nú sé verið að ræða, sagði Sigmundur Davíð, að þeir viti í raun ekkert um það. "Ég hef ekki séð eina einustu tölu á blaði," mælti hann að lokum.
Það er ástæða til að þakka Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrir varðstöðu hans og skýra rödd í þessu máli.
* Sbr. næstsíðustu grein á þessum vef og greinina þar á undan.
Jón Valur Jensson.
Icesave kom ekki til tals | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjármál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:07 | Facebook
Athugasemdir
Marel er fjölþjóðlegt fyrirtæki, sem er ekki lengur með höfuðstöðvar sínar á Íslandi. Þetta segir því ekki neitt um lánamöguleika íslenskra fyrirtækja.
Kópavogsbær hefur ekki getað fengið erlend lán ekki einu sinni til að greiða af eldri erlendum lánum sínum. Svörin, sem menn þar á bæ fá eru að enga lánafyrirgreiðslu sé að fá meðan Icesaver er óklárað.
Sigurður M Grétarsson, 27.11.2010 kl. 23:50
Fyrirtækin eru ekki á ábyrgð íslenskrar alþýðu. Lán og skuldir þeirra koma okkur ekki við. Fyrirtækin verða að hafa sinn ICESAVE-sjóð, vilji þau borga ICESAVE-skuld Björgólfs Thors og co.
Elle_, 28.11.2010 kl. 00:01
Til að svara Sigurði Grétarssyni.
Þá er Marel íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar sínar í Garðabænum. Fyrirtækið á sterkar rætur hérlendis og hefur verið byggt upp af íslenskri þekkingu og hugviti með mikil tengsl og sterk tengsl við íslenskan sjávarútveg.
Fyrirtækið er hinns vegar orðið alþjóðlegt stórfyrirtæki að því leyti að það er með söluskrifstofur eða starfssemi í fjölmörgum löndum heimsins.
Fyrirtækið er skráð í Kauphöll Íslands síðast þegar að ég vissi og stjórnarformaður þess er íslendingur.
Að láta eins og Marel sé ekki íslenskt fyrirtæki er bara útúrsnúningur.
Hvað Kópavog varðar veit ég ekki um en ég hef ekki séð forsvarsmenn bæjarins kenna þessu atriði um. Ætli aðalástæðan fyrir því að þeir eigi erfitt með að fá lán eða endurfjármagna sig sé ekki miklu frekar gengdarlaust sukk og óstjórn fyrrverandi bæjarstjórnarmeirihluta.
Hinns vegar er það svo um allan hinn vestræna heim að fyrirtæki og stofnanir eiga mjög erfitt með að fjármagna sig af því að bankakerfin eru í hnút.
Af því að ég bý nú á Spáni þá veit ég það að hér ríkir bankakreppa og allskonar aðrar kreppur líka s.s. atvinnuleysi yfir 20% og sem er 40% hjá ungu fólki.
En meira en það, talið er að nú séu 30% Spænskra fyrirtækja séu gjaldþrota og geti ekki endurfjármagnað sig.
Ekki veit ég til að það hafi neitt með ICESAVE málið að gera.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 08:13
Sigurður lepur með jóhönnu og steingrími - þetta lap er orðið súrt
Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.11.2010 kl. 15:58
Ólafur Ingi. Ég verð nú að segja að ég hef séð málefnanlegri skrif en þetta hjá þér. Svona skrif segja meira um þann, sem lætur þau frá sér en þann, sem þeim er beint að.
Gunnlugur Ingvarsson. Meirihluti starfsemi Marel er erlendis og þar eru höfuðstöðvar þeirra. Vissulega hafa þeir skrifstofu hér á landi en aðastöðvar Marels eru farnar úr landi. Það sama á til dæmis við um Össur. Aðalástæðan fyrir því er sú að hluthafar og lánadrottnar vilja síður að höfuðstöðvarnar séu í landi með jafn sveifkukennda örmynt og krónuna.
Það er því frekar ólíklegt að þeir aðilar, sem að þessari lánveitingu stóðu hafi litið svo á að þeir væru að semja við Íslenskt fyrirtæki.
Sigurður M Grétarsson, 28.11.2010 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.